Json

Námskrá

Titill: Smáskipanám - vélstjórn <15m (<750kW) (Staðfestingarnúmer 494) 21-494-2-300
Lýsing: Námskrá þessi tiltekur þær kröfur sem gerðar eru til smáskipanáms, vélavarðarhluta, annars vegar til smáskipavélavörslu á skipum 15 metrar og styttri í strandsiglingum og með vélarafl 750 kW eða minna (sbr. 12. gr. rg. nr. 944/2020) samkvæmt lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa (5. og 6. gr.), og hins vegar til vélstjórnar á farþegabátum allt að 12 m að skráningalengd sem mega flytja allt að 12 farþega samkvæmt lögum nr. 76/2001 um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa (3. gr.). Réttindi fást að loknum viðeigandi siglingatíma og öryggisfræðslunámi. Framhaldsskólar skv. lögum um framhaldsskóla geta boðið upp á smáskipanám. Jafnframt getur Samgöngustofa veitt fræðslustofnunum, sem ekki teljast framhaldsskólar, heimild til að bjóða upp á smáskipanám. Þessir aðilar skulu hafa yfir að ráða kennsluaðstöðu, tækjabúnaði til að bjóða upp á slíkt nám og kennara og leiðbeinendur, sem hafa fullnægjandi fagmenntun og heimildir til þess að gegna stöðu kennara eða leiðbeinanda, að fenginni staðfestingu Samgöngustofu áður en nám hefst. Samgöngustofa hefur eftirlit með að smáskipanám uppfylli kröfur námskrár. Námskröfur til smáskipanáms eru tilgreindar í þessari námskrá sem ráðuneyti menntamála hefur tekið saman að höfðu samráði við ráðuneyti samgöngumála og Samgöngustofu. Námið má meta til eininga í framhaldsskóla og skólastjórnendur eru ábyrgir á mati skóla á námi frá öðrum fræðslustofnunum.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Að nemandi búi yfir færni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins, hafi lokið grunnskóla og sé á 16 ári hið minnsta.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins. Námið er bóklegt og verklegt og felur í sér starfsþjálfun. Samgöngustofa getur sett kröfur um skipulag náms ef fræðslustofnun telst ekki fullnægja öllum skilyrðum um kennsluaðstöðu, tækjabúnað eða öðrum skilyrðum á námslokum.
Námsmat: Með námsmati að loknu námi er markmiðið að leggja raunhæft mat á þekkingu, leikni og hæfni nemenda eins og krafa er um. Útfærsla námsmats og framkvæmd skal vera í takt við þá hæfni sem nemendur eiga að hafa öðlast og geta sýnt fram á að námi loknu. Einkunn í einstökum námsþáttum skal vera á bilinu 1-10 með einum aukastaf. Að jafnaði skal miða við að 5,0 sé lágmarkseinkunn til að standast einstaka námsþætti námsins, þó er viðmiðið 6,0 í nokkrum þeirra og er það tilgreint í þeim. Lokaeinkunn smáskipanámsins (meðaleinkunn allra matsþátta) skal vera í heilum tölum og þarf að lágmarki vera 7 til að fræðslustofnun geti staðfest að námi sé lokið. Sú fræðslustofnun sem gefur út staðfestingu um að námi sé lokið skal geta lagt fram fullnægjandi gögn til staðfestingar á þekkingu og hæfni nemanda á grundvelli viðeigandi námsmats.
Starfsnám: Til þess að fá útgefið atvinnuskírteini til starfa á skipum skal nemandi eftir atvikum (a) hafa lokið siglingatíma og/eða viðurkenndri starfsþjálfun sem nánar er kveðið á um í gildandi lögum og reglugerðum um það efni, og (b) hafa lokið öryggisfræðslunámi smáskipa hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila og viðurkenndu námskeiði í skyndihjálp.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • taka sjálfstæðar ákvarðanir er varða vélstjórn skips og mannskap
  • hafa með höndum örugga stjórn á virkni búnaðar í skipum af þessari stærð, bæði vél- og rafbúnaði, þannig að hann geti þjónað þessum búnaði með öruggum hætti og án þess að öryggi skips eða þeirra sem um borð eru sé stefnt í hættu
  • greina algengar bilanir sem upp koma í vél- og rafbúnaði og geta brugðist við þeim
  • beita öryggis- og neyðarkerfum, s.s. austurkerfum, slökkvikerfum og neyðarlokum, og stjórnað neyðarviðbrögðum í samráði við aðra yfirmenn
  • sinna viðhaldi og umhirðu á vél- og rafbúnaði skipa af þessari stærð, geta lagt raunhæft mat á ástand hans og hvenær huga þurfi að viðhaldi eða endurnýjun búnaðarins, ásamt því að undirbúa skip fyrir reglubundar aðalskoðanir
  • sinna daglegum rekstri kælikerfa sem eru um borð í skipum af þessari stærð, s.s. eftirliti, gerð þjónustusamninga, skráningum og meðferð kælimiðla
  • nýta sér handbækur, gátlista, teikningar, verklýsingar og upplýsingakerfi við störf sín sem vélstjóri
  • - skynja rétt hættur sem haft geta áhrif á stöðugleika skipa af þessari stærð og meta áhrif ýmissa þátta á stöðguleika
  • taka þátt í þeim verkum sem tengjast skráningu skipsins, reglubundnu eftirliti með því, tryggingamálum og tjónum sem upp kunna að koma
  • fylgja eftir réttindum skipverja og árétta skyldur þeirra, m.a. um lögskráningu
  • sinna skyldum sínum varðandi varnir gegn mengun sjávar og bregðast við mengunaróhöppum


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

300  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: