Json

Námskrá

Titill: Menntastoðir (Staðfestingarnúmer 483) 20-483-2-1200
Lýsing: Námskráin Menntastoðir lýsir námi í kjarnagreinum (almennum bóklegum greinum (ABG)) á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla, ljúka framhaldsskóla eða vilja efla hæfni sína í ABG skv. aðalnámskrá framhaldsskóla; íslensku, stærðfræði og erlendu tungumáli með áherslu á ensku og dönsku. Auk þess eru í námskránni mikilvægir námsþættir fyrir daglegt líf og störf: námstækni, samskipti og tölvu- og upplýsingatækni. Markmið námsins er að styrkja jákvætt viðhorf til náms og auðvelda námsfólki að takast á við ný verkefni og mögulega áframhaldandi nám. Jafnframt er markmið með vali námsþátta einkum að styðja námsfólk í að efla eigin námstækni og samskipti, almennar bóklegar greinar, tölvu- og upplýsingatækni og lokaverkefni þar sem þjálfuð er sjálfstæð verkefnavinna með ríkri áherslu á samþættingu námsþátta. Fræðsluaðili ráðstafar frjálsu vali með því að velja námsþátt í samráði við námsmannahópinn eða auka vægi einstakra námsþátta í náminu. Einnig er hægt að velja námsþátt með hliðsjón af hvoru um sig, einstaklingsbundnu áhugasviði eða námsframboði hjá fræðsluaðila. Fræðsluaðila er heimilt að meta inn í frjálst val nám frá öðrum fræðsluaðilum eða skólum. Námið er 1200 klukkustundir og 60 einingar. Við námslok, í heild eða að hluta, gefst möguleiki á að óska eftir mati á náminu í framhaldsskóla. Slíkt mat getur verið breytilegt eftir námsbrautum og skólum en skólastjórnendur hvers skóla eru ábyrgir fyrir mati skólans á námi frá öðrum fræðslustofnunum.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk sem býr yfir færni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins samkvæmt námskránni.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að skipuleggja alla dagskrá, hafa umsjón með námsleið, nemendahópi, leiðbeinendum og allri framkvæmd. Verkefnastjóri sér til þess að leiðbeinendur skili og kynni fyrir námsfólki kennsluáætlun fyrir hvern námsþátt. Þar skulu koma fram upplýsingar um kennsluaðferðir, námsefni, hæfniviðmið, námsmat, ítarefni og tímasetningar á yfirferð efnisþátta og verkefnaskila. Verkefnastjóri skal sjá til þess að námsþættir séu samþættir eins og kostur er og í rökréttu samhengi. Auk þess að skipuleggja hvernig tíma hvers námsþáttar er varið, undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar, ásamt því að bera ábyrgð á þjónustu við námsfólk. Áhersla er á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnu námsfólki. Æskilegt er að leiðbeinendur taki mið af öllum námsþáttum námskrárinnar til að tryggja samþættingu námsþátta og leitist við að nota hversdagsleg viðfangsefni. Heimavinna fylgir náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum. Menntastoðir er heildstætt nám alls áætluð 1200 klukkustunda vinna. Mikið er lagt upp úr því að verkefni hvers námsþáttar séu samþætt öðrum námsþáttum eins og kostur er. Sérstök áhersla er lögð á samþættingu námsþáttanna Námstækni, Sjálfstyrking og samskipti ásamt Tölvu- og upplýsingatækni inn í alla námsþætti námskrárinnar. Gert er ráð fyrir að námstími í erlendum tungumálum sé að lágmarki 100 klukkustunda vinna námsmanns í hverju tungumáli. Miðað er við að heildarnámstími erlendra tungumála sé 300 klukkustunda vinna námsmanns í sama tungumálinu. Gera þarf ráð fyrir ólíkum þörfum námsfólks við upphaf náms svo að námsfólk fái viðfangsefni og stuðning við hæfi til að styrkja og aðstoða námsfólk við að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsþættir eru allir á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Undirbúningsnám getur verið nauðsynlegt þar sem unnið er með grunnþætti í viðkomandi námsgrein, til dæmis námsþættir úr Grunnmennt. Verkefnastjóri náms hjá fræðsluaðila metur umsækjendur inn í námið og jafnframt hvort þörf er fyrir undirbúningsnám. Auk þess meta leiðbeinendur forþekkingu við upphaf hvers námsþáttar.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum námsins. Leiðbeinandi leggur mat á námsframvindu, frammistöðu og árangur með fjölbreyttum matsaðferðum. Áhersla er lögð á að hver leiðbeinandi og námsfólk fari sem oftast yfir það sem áunnist hefur og hvernig námsfólki gangi að ná hæfniviðmiðum námsins.
Starfsnám: Nei
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
 • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
 • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
 • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á lykilatriðum í kjarnagreinum framhaldsskóla
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á möguleikum til að efla eigin námstækni
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á siðferðisgildum við samskipti almennt og á rafrænum miðlum
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á helstu þáttum sem snúa að tölvu- og snjalllausnum við nám og störf
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á lykilþáttum í ABG (ísl, stæ, ens/dan)
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á að leggja grunn og byggja upp sjálfstæða verkefnavinnu.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita námstækni sem hentar til náms hverju sinni
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að setja sér námsmarkmið í samræmi við eigin fyrirætlanir með náminu
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að leggja gagnrýnið mat á upplýsingar
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að notkun helstu forrita sem unnið er með í náminu
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að þekkja uppbyggingu og almenna umgengni við tölvur og vinnslu þeirra.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem aflað hefur verið til að vinna verkefni sjálfstætt og skipuleggja vinnuna
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem aflað hefur verið miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og greinargóðan hátt
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem aflað hefur verið takast á við aðfararnám í háskóla og/eða áframhaldandi nám á framhaldsskólastigi.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

1200  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Heildarnámstími Menntastoða er 1.200 klukkustundir. Af þeim tíma er gert ráð fyrir 100 klukkustunda vinnu nema í val á öðru þrepi, sem skiptist í 40 klukkustundir með leiðbeinanda og 60 klukkustundir án leiðbeinanda. Fræðsluaðili ráðstafar þessum tíma að teknu tilliti til þarfa nema hverju sinni eða nota hann til að auka vægi einstakra námsþátta. Tilgangur námsþáttarins er að styrkja nemana sem heild eða koma til móts við þarfir þeirra sem stunda námið.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar: