Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1487237317.3

    Samskipti
    F-PERH2SS
    1
    Persónuleg hæfni
    Samskipti
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    8
    Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í samskiptum og framkomu. Megináhersla er lögð á árangursrík samskipti og er bent á leiðir til að þróa jákvæð tengsl við samstarfsfólk og viðskiptavini. Fjallað er um ákjósanleg viðbrögð við álagi og um áskoranir við margs konar aðstæður á vinnustað, til dæmis gagnvart einelti, kynferðislegu áreiti, mismunun og áföllum. Fjallað er um fjölbreytileika mannlífs, fordóma og heiðarleg samskipti og áhrif þessara þátta á samskipti. Þá er einnig fjallað um ábyrgð á eigin gerðum og afleiðingum þeirra, bæði jákvæðum og neikvæðum.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mismunandi samskiptaaðferðum.
    • Jákvæðum og heiðarlegum samskiptum.
    • Fjölbreytileika mannlífs og eigin fordómum.
    • Áhrifum sjálfstrausts á eigin frammistöðu.
    • Algengum streituvöldum og viðbrögðum við þeim.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Hlusta á virkan og fordómalausan hátt.
    • Tjá sig heiðarlega, með virðingu og nærgætni.
    • Eiga í góðum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsfólk.
    • Bregðast við á viðeigandi hátt, jafnvel í erfiðum aðstæðum.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við aðra.
    • Vera meðvitaður um fordóma, mismunun og fjölbreytileika mannlífs.
    • Sýna sjálfstraust í daglegum störfum sínum og hafa raunsæja trú á eigin getu.