Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1487238114.05

    Færnimappa og ferilskrá
    F-NSTA2FF
    1
    Náms- og starfsráðgjöf
    Færnimappa, ferilskrá
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    8
    Tilgangur námsþáttarins er að námsmenn þjálfist í að skrá í færnimöppu upplýsingar um eigin hæfni sem þeir hafa öðlast í námi, starfi, við að sinna áhugamálum, gegna trúnaðarstörfum og í einkalífinu. Í færnimöppu safna námsmenn einnig skrám og fylgiskjölum sem staðfesta hæfnina á einn eða annan hátt. Námsmenn fá einnig þjálfun í að búa til ferilskrá og fjallað er um mikilvægi góðrar ferilskrár við atvinnuleit.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Færnimöppu og gerð hennar.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skrifa lýsingu á eigin hæfni ásamt náms- og starfsferli í færnimöppu.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Safna og halda saman gögnum sem lýsa og staðfesta hæfni hans í færnimöppu.
    • Setja upp ferilskrá á skýran og skilmerkilegan hátt.