Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í að setja sér markmið og halda utan um vinnu sína, með því að halda námsdagbók. Fjallað er um muninn á langtímamarkmiðum og skammtímamarkmiðum, aðstæður þar sem markmiðasetning er mikilvæg, hindranir sem geta verið við markmiðasetningu og mikilvægi þess að markmið séu skýr, mælanleg, aðgerðabundin, raunhæf og tímasett. Jafnframt er fjallað um hvernig vel gerð námsdagbók kemur að gagni við uppbyggingu hæfni.
námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Námsdagbók og tilgangi hennar.
Markmiðasetningu og tilgangi hennar.
námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Skrifa skýr, mælanleg, aðgerðabundin, raunhæf og tímasett markmið.
Setja upp námsdagbók eða annars konar dagbók til að skrá uppbyggingu hæfni.
námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Setja sér markmið við nám og störf.
Skrá uppbyggingu hæfni í námsdagbók eða annars konar dagbók.