Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1487241270.72

    Þjónusta
    F-ÞJTA2ÞF
    1
    Þjónusta
    framkoma, Þjónusta
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    8
    Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í samskiptum, framkomu og þjónustu við viðskiptavini. Kynnt eru helstu hugtök í þjónustu og hvað felst í góðri þjónustu. Lögð er áhersla á að þjálfa hæfni í samskiptum, að efla sjálfstraust námsmanna og hæfni námsmanna til að laga sig að þeim aðstæðum sem upp geta komið í þjónustu við viðskiptavini.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hvað felst í góðri þjónustu.
    • Þjónustustefnu fyrirtækisins.
    • Mikilvægi aðlögunarhæfni í breytilegu starfsumhverfi.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Eiga jákvæð samskipti við viðskiptavini.
    • Bregðast við á viðeigandi hátt, jafnvel í erfiðum aðstæðum.
    • Setja sig í spor annarra og virða ólík sjónarmið.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Laga tjáskipti sín við viðskiptavini að aðstæðum hverju sinni.
    • Sýna sjálfstraust í daglegum störfum sínum og hafa raunsæja trú á eigin getu.
    • Koma fram af heilindum og virðingu við alla viðskiptavini og samstarfsfólk.
    • Veita framúrskarandi þjónustu í samræmi við markmið fyrirtækis.
    • Laga sig að aðstæðum sem koma upp í starfinu.
    • Vinna sem hluti af heild við að þjónusta viðskiptavini.
    • Vinna á skilvirkan hátt undir álagi.
    • Takast á við tímabundnar streituvaldandi aðstæður.