Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1487249275.57

    Tölvubókhald
    F-BÓHA2BF
    2
    Bókhald
    Bókhald, bókhaldsforrit
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    80
    Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í notkun bókhaldsforrita. Notkun og uppbygging bókhaldslykla er kennd og námsmenn fá þjálfun í að merkja fylgiskjöl, nota bókunarbeiðnir og að skrá og afstemma færslur. Lögð er áhersla á að nota raunveruleg verkefni, til dæmis að færa bókhald fyrir lítið fyrirtæki yfir ákveðið tímabil.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Grunnatriðum tölvubókhalds.
    • Uppbyggingu bókhaldslykla.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Ganga frá fylgiskjölum í bókhaldi.
    • Stofna nýja bókhaldslykla í bókhaldsforriti.
    • Færa upplýsingar af fylgiskjölum inn í færslubók.
    • Stemma bókhald af miðað við bankayfirlit.
    • Finna hvort um hagnað eða tap er að ræða.
    • Skrifa út skýrslur í fjárhagsbókhaldshluta bókhaldsforrits.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Færa bókhald í bókhaldsforriti.