Tilgangur lokaverkefnisins er að gefa námsmanni tækifæri til að samþætta þá hæfni, leikni og þekkingu sem hann hefur aflað sér í öðrum hlutum námsins. Ætlunin er einnig að vinna að trúverðugu verkefni sem getur verið til hagsbóta fyrir vinnustað námsmannsins. Námsmaður á að koma verkefninu á framfæri á skýran og skilmerkilegan hátt og sýna fram á að heildarhæfniviðmiðum námsins sé náð.
námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Finna nauðsynlegar upplýsingar sem þarf við verkefnavinnu.
Velja vinnuaðferðir í samræmi við verkefni.
Kynna niðurstöður verkefnis fyrir öðrum.
námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skipuleggja verkefni með aðstoð.
Leysa vandamál sem upp koma í verkefnavinnu með aðstoð.