Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í að stofna sitt eigið einkahlutafélag með öllum tilheyrandi fylgiskjölum og greinargerðum. Námsmenn fá jafnframt þjálfun í að koma auga á viðskiptatækifæri og leggja raunhæft mat á viðskiptahugmyndir, það er af hverju viðskiptahugmynd er líkleg til árangurs og fjárhagslega hagkvæm. Í námsþættinum meta námsmenn eigin getu til að útfæra þær hugmyndir sem unnið er með og hvar hægt er að sækja þekkingu sem upp á vantar.
námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mismunandi rekstrarformi fyrirtækja.
Lögum og reglugerðum sem gilda fyrir mismunandi rekstrarform fyrirtækja.
Öllum fylgiskjölum og greinargerðum sem fylgja stofnun einkahlutafélags.
Því sem felst í viðskiptaáætlun.
námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Leggja grunn að viðskiptahugmynd.
Greina markaðsstærð og samkeppni á viðkomandi markaði.
Afla upplýsinga fyrir viðskiptahugmynd.
námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: