Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1487847436.39

    Markaðssetning á netinu
    F-MARK2MN
    4
    markaðsfræði
    Markaðssetning, netið, samfélagsmiðlar, viðskiptavinir
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    20
    Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í að markaðssetja vörur og þjónustu á netinu. Fjallað er um á hagnýtan hátt hvernig fyrirtæki geta náð góðum árangri í markaðsstarfi sínu á netinu, hvernig hegðun viðskiptavina hefur breyst og hvar helstu sóknarfærin á netinu eru. Námsmenn fá leiðsögn í hvernig hægt er að ná auknum árangri með notkun samfélagsmiðla og leitarvéla. Jafnframt er fjallað um nýtingu á vefgreiningartólum og tölvupóstum við markaðssetningu.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Fjölbreyttum möguleikum við markaðssetningu á netinu.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota vefborða á árangursríkan hátt.
    • Nota leitarvélar á árangursríkan hátt.
    • Nota tölvupóst í tengslum við markaðssetningu.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Nýta vefgreiningartól við markaðsetningu á netinu.
    • Markaðssetja vöru eða þjónustu á netinu.