Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1487860858.96

    Samningatækni
    F-SAMN3MS
    1
    Samningatækni
    Samningar, samningagerð, samningskraftur, samningsmarkmið, samningsstaða
    Samþykkt af fræðsluaðila
    3
    20
    Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í að taka þátt í samningaviðræðum við mismunandi aðila, greina samningsstöðu helstu keppinauta og ljúka samningaviðræðum við viðskiptavini. Fjallað er um þau grunnatriði sem mestu máli skipta við samningagerð með langtíma hagsmuni beggja að leiðarljósi, þar sem báðir aðilar standa uppi sem sigurvegarar. Fjallað er um leiðir til að greina samningstöðu og samningskraft eigin fyrirtækis og viðsemjanda. Einnig fá námsmenn þjálfun í að skilgreina samningsmarkmið og ákjósanlega útkomu fyrir eigið fyrirtæki.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Samningaviðræðum.
    • Leiðum til að greina samningsstöðu og samningskraft eigin fyrirtækis og viðsemjenda.
    • Mikilvægi þess að skrásetja ferli samningsviðræðna og með hvaða hætti það er gert í eigin fyrirtæki.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skilgreina samningsmarkmið og ákjósanlega útkomu fyrir eigið fyrirtæki.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina samningsstöðu helstu keppinauta.
    • Ljúka samningaviðræðum við viðskiptavini.
    • Gera samninga með langtímahagsmuni allra samningsaðila að leiðarljósi.