Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í að beita þeim þáttum stærðfræðinnar sem mest eru notaðir við almenn skrifstofustörf. Megináhersla er lögð á prósentureikning, afslátt og álagningu, samsettan prósentuútreikning, útreikning á vísitölu, vörureikning og veltuhraða sem og á vaxtareikning og á samsetta vexti og virðisaukaskattsútreikninga.
Gert er ráð fyrir að námsmenn hafi hæfni í verslunarreikning sem samsvarar fyrsta hæfniþrepi.
námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Brotum, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikningi.
Afsláttum og álagningu.
Útreikningum á vísitölu.
Útreikningum á vörureikningi.
Útreikningum á veltuhraða.
Samsettum vöxtum.
Virðisaukaskattsútreikningum.
námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Nota brota-, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikning.
Reikna vísitölu.
Reikna veltuhraða.
Reikna virðisaukaskatt.
námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nýta aðferðir verslunarreiknings í almennum skrifstofustörfum.