Evklíðsk rúmfræði, flatarmálsfræði með áherslu á hornafræði, línur og horn
Samþykkt af fræðsluaðila
2
100
Tilgangur námsþáttarins er að fjalla um og þjálfa nema í að nýta frumreglur rúmfræði ásamt því að vinna með skilgreiningar og reglur um horn og þríhyrninga. Þá fá nemar þjálfun í að finna út og reikna hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi, hornasummu þríhyrnings, horn og boga í hring, hlutföll og að nýta reglu Pýþagórasar. Áhersla er einnig á hornafallajöfnur og -ójöfnur, gröf hornafalla. Farið yfir reglur varðandi ummál, flatar- og rúmmál. Vigrar í sléttum fleti, samlagning og lengd, samsíða og hornréttir. SI-mælieiningar og tákn. Fjölbreyttar leiðir eru notaðar til að ná hæfniviðmiðum námsþáttarins sem fræðsluaðili setur fram í kennsluáætlun
Stærðfræði 15 – mat fræðsluaðila
námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
flatarmáli og rúmmáli
hornaföllum
hugtökum Evklíðskrar rúmfræði
vigrum í sléttum fleti.
námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
finna lengdir og horn í rétthyrndum og órétthyrndum þríhyrningi
reikna flatarmál þríhyrninga
leysa jöfnur og ójöfnur hornafalla
beita helstu reiknireglum vigur-reiknings, t.d. finna hnit vigra, lengd og horn milli vigra
finna miðju og radíus hrings út frá jöfnu eða öfugt.
námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta rætt tengsl hugtaka í námsefninu og unnið með það
velja viðeigandi aðferðir og beita aðferðunum rétt við úrlausn verkefna
leysa viðfangsefni í öðrum námsgreinum sem eru tengd námsefninu og daglegu lífi
skrá lausnir og niðurstöður skipulega
geta útskýrt niðurstöður sínar skilmerkilega fyrir öðrum
Símat með fjölbreyttum matsaðferðum og áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu og virkni nema.