Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1622736234.58

    Hegðun og atferlismótun
    F-SÁLF2HM
    36
    sálfræði
    Hugræn atferlismeðferð
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    100
    Fjallað er um grunnþætti atferlismótunar, grunnhugtök virkrar skilyrðingar og hagnýtingu hennar í uppeldis-og meðferðarstarfi auk viðbragðsskilyrðingar. Einnig er rætt um jákvæða og neikvæða styrkingu, refsingu og slokknun. Kynning á og þjálfun í að greina þætti sem stjórna og viðhalda hegðun auk leiða sem þarf að hafa í huga þegar hegðun er skilgreind og mæld fyrir og eftir íhlutun. Þjálfun í beitingu aðferða til að ná fram eftirsóknarverðri hegðun og draga úr óæskilegri hegðun. Fjallað er um AHA líkanið (aðdragandi-hegðun-afleiðing) og fyrirbyggjandi aðferðir og úrræði í skólum. Loks eru ræddar árangursríkar leiðir til að gera samninga um hegðun við börn og unglinga og leiðir til að setja mörk. Nemar prófa að beita aðferðum atferlismótunar á vettvangi. Lagt upp úr því að nemar tengi fræðin við vinnu og starf á vettvangi.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum atferlismótunar og -greiningar
    • tegundum umbunarkerfa
    • gildi og beitingu jákvæðrar styrkingar - hvað ber að hafa í huga við val á styrkingu og beitingu slíkrar
    • leiðum til að gera samninga um hegðun við börn og unglinga
    • siðferðilegum álitamálum sem koma upp við beitingu atferlismótunar
    • ólíkum tegundum atferlismótandi kerfa
    • gildi jákvæðra viðhorfa og virðingar gagnvart einstaklingum sem unnið er með.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita aðferðum til að auka eftirsóknarverða hegðun hjá börnum og unglingum
    • beita aðferðum til að draga úr óæskilegri hegðun
    • skrá, mæla og skilgreina hegðun fyrir og eftir íhlutun
    • greina þætti sem viðhalda óæskilegri hegðun
    • fjalla um hugtök, gildi og hagnýtingu atferlismótunar í daglegu lífi
    • ræða álitamál í tengslum við refsingar í atferlismótun
    • smíða og beita umbunarkerfi.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • draga úr óæskilegri hegðun og auka eftirsóknarverða hegðun
    • lýsa gildi jákvæðra viðhorfa og virðingar gagnvart einstaklingum
    • setja skýr mörk og fylgja þeim eftir
    • sjá kosti og ókosti ólíkra aðferða í atferlismótun og velja viðeigandi aðferðir
    • nýta atferlismótandi aðferðir á starfsvettvangi og heima.
    Símat með fjölbreyttum matsaðferðum og áherslu á leiðsagnarmat, munnlegt og skriflegt, samofið kennslu. Verkefni ýmist í formi einstaklings-, hópa-, umræðu- og netverkefni.