Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1622814679.61

    Kynja- og jafnréttisfræðsla
    F-KYNJ2KG
    8
    kynjafræði
    Kyn, jafnrétti, kyngervi
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    100
    Fjallað er um stöðu kynjanna í samfélaginu, staðan rædd og greind. Hugtök kynja- og hinseginfræða skoðuð og ígrunduð. Námsfólk rýnir eigið umhverfi og menningu með kynjagleraugum, orsakir og afleiðingar kynjakerfis. Birtingarmyndir kynjamisréttis og annars félagslegs misréttis eru ræddar í samhengi við áhrif misréttis á persónulega hamingju og samfélagslega velsæld. Meðal umfjöllunarefna eru vændi, kynhlutverk, klám, ofbeldi, mansal, staðalmyndir og fjölmiðlar. Nemar skrifa leiðabók um alla efnisþætti námsþáttarins og viðra skoðanir sínar og upplifanir.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stöðu kynja í samfélögum nær og fjær
    • birtingarmyndum misréttis
    • áhrifum fjölmiðla og staðalmynda á sjálfsmynd
    • tengslum kynhlutverka og vinnumarkaðar
    • samhengi félagsmótunar, viðhorfa og væntinga
    • mikilvægi vitundarvakningar á félagslegum vandamálum
    • hugtökum kynjafræðinnar.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita kynjagleraugum á félagslegan veruleika samfélagsins
    • taka þátt í rökræðu um stöðu kynja og orsakir misréttis
    • rýna í ýmis svið samfélagsins og leggja mat á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar
    • setja sig í spor annarra
    • rýna eigin viðhorf og væntingar.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • glöggva sig á eigin stöðu m.t.t. kyns
    • setja eigin persónu í samhengi félagsmótunar og kynhlutverka
    • meta og taka afstöðu til ólíkra jafnréttismála
    • fjalla um helstu orsakir mismununar kynja út frá hugmyndum kynjafræði
    • rýna og ræða valdatengsl í samfélaginu
    • yfirfæra ójafnrétti eins hóps á annan.
    Símat með fjölbreyttum matsaðferðum og áherslu á leiðsagnarmat, munnlegt og skriflegt, samofið kennslu. Verkefni ýmist í formi einstaklings-, hópa-, umræðu- og netverkefni.