Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1623428180.22

    Fjölskyldan og félagsleg þjónusta
    F-FSFÞ2FJ
    5
    fjölskyldan og félagsleg þjónusta
    fjölskyldan og félagsleg þjónsusta
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    100
    Í sögulegu samhengi er fjallað er um fjölbreytileika helstu fjölskyldugerða í nútímasamfélagi og breytingar sem hafa orðið á hlutverki fjölskyldunnar og breytt fjölskyldumynstur samtímans. Rætt er um ólíkar félagslegar þarfir innan fjölskyldna og félagslega erfiðleika sem geta komið fram innan fjölskyldna. Megin þættir félagslegrar þjónustu og hverjar eru forsendur réttinda til þjónustu. Auk þess er lagalegur réttur fólks til félagslegrar þjónustu skoðaður ítarlega.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreytileika fjölskyldna í íslensku samfélagi og breyttu hlutverki fjölskyldunnar í nútímasamfélagi
    • helstu þáttum félagslegrar þjónustu og forsendum réttinda
    • barnaverndarlögum
    • þörfum fjölskyldna vegna félagslegra aðstæðna, s.s. vímuefna, ofbeldis, fjárhags eða samskipta
    • fjölskyldum seinfærra foreldra
    • mikilvægi þess að afla upplýsinga og vísa fólki áfram til að leita lausna í erfiðri stöðu
    • mikilvægi víðsýni og umburðarlyndis í þjónustu við fólk í fjölbreyttum erfiðum aðstæðum.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina þarfir ólíkra fjölskyldugerða
    • rýna lög og reglugerðir til að gera sér grein fyrir forsendum réttinda til félagslegrar þjónustu
    • greina ólíkar aðstæður barna út frá réttindum þeirra og velferð
    • greina flóknar aðstæður fjölskyldna sem glíma við félagslega og/eða persónuleg mál
    • afla og miðla upplýsingum um þjónustu fyrir fjölskyldur.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðbeina einstaklingum og fjölskyldum með rökstuddu vali úrræða
    • vinna að velferð barna í erfiðum aðstæðum
    • miðla þekkingu og fordómaleysi til að koma til móts við og þjónusta fólk í ólíkum aðstæðum
    • ástunda sjálfstæð vinnubrögð og yfirfæra reynslu þegar tekist er á við ný verkefni.
    Símat með fjölbreyttum matsaðferðum og áherslu á leiðsagnarmat, munnlegt og skriflegt, samofið kennslu. Verkefni ýmist í formi einstaklings-, hópa-, umræðu- og netverkefni.