Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1624447512.97

    Fatlanir og samfélagið
    F-FÖFR2MF
    3
    Fötlunarfræði
    Málefni fatlaðra í sögulegu ljósi
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    100
    Fjallað er um þróun í málefnum fatlaðra í sögulegu ljósi og ólíka hugmyndafræði að baki þjónustu sem fötluðum er veitt. Einnig er fjallað um lagalegan- og siðferðilegan rétt fólks með fötlun til þjónustu, m.a. til menntunar, búsetu og atvinnuþátttöku. Skoðuð er ýmis þjónusta fyrir fólk með sérþarfir og sjónum beint að mannréttindum, jafnrétti og lífsgæðum sem endurspeglast í góðri þjónustu. Rætt er hlutverk samfélagsins til mótunar viðhorfa almennt vegna fötlunar fólks.
    F-FÖTL1FÞ(3)
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ríkjandi hugmyndafræði um stöðu og réttindi fólks með fötlun
    • gildandi lögum um þjónustu við fólk með fötlun varðandi menntun, atvinnu og búsetu
    • þróun laga og hugmyndafræði í sögulegu ljósi
    • umræðu fræðafólks um samfélag án aðgreiningar og um blöndun
    • helstu hugtökum á stöðu fólks með fötlun, s.s. réttindi, skyldur, jafnrétti og mannvirðing
    • mismunandi leiðum í nálgun tómstunda fyrir alla
    • almennri þjónustu sem veitt er af ríki, sveitarfélögum og hagsmunasamtökum.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa gildandi lög um þjónustu við fólk með fötlun
    • greina þróun laga og hugmyndafræði í sögulegu ljósi
    • ræða ólíka sýn fræðimanna á samfélag án aðgreiningar og um blöndun
    • nota og skilgreina hugtök er varða stöðu fólks með fötlun, s.s. réttindi, skyldur, jafnrétti og mannvirðingu
    • afla og miðla upplýsingum til þjónustuþega um almenna þjónustu veitta af ríki, sveitarfélögum og hagsmunasamtökum
    • aðstoða einstaklinga við að leita réttar síns og nýta þjónustu sem þeir eiga rétt á
    • afla upplýsinga um mismunandi leiðir í nálgun tómstunda fyrir alla.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ræða stöðu og réttindi fatlaðs fólks, skoða ólík sjónarmið, vega og meta ákjósanlegustu leiðir í þjónustu
    • setja mögulegar lausnir á almennri og sértækri þjónustu í samhengi út frá gildandi lögum
    • varpa ljósi á tengsl í þróun hugmyndafræði, viðhorfa og laga á réttindi og þjónustu í dag
    • upplýsa þjónustunotendur á hlutlausan hátt um opinbera og einkarekna þjónustu sem er í boði
    • vinna sjálfstætt, koma til móts við og þjónusta fólk í ólíkum aðstæðum, deila þekkingu og fordómaleysi
    • yfirfæra fyrri reynslu og þekkingu í tengslum við úrlausnir nýrra viðfangsefna.
    Fjölbreytt leiðsagnarmat samofið kennslu, byggir á vinnu og virkni nema. Verkefni í formi einstaklings-, hópa-, umræðu- og netverkefni.