Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1624528845.55

    Stærðfræði fyrir félagsliða
    F-STÆR2EÆ
    123
    stærðfræði
    Töflureiknir, tölfræði
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    100
    Fyrri hlutinn snýst um kynningu og þjálfun í undirstöðuatriðum í notkun töflureiknis. Seinni hlutinn snýst um helstu verkefni tölfræði og komið er inn á grunnþætti líkinda. Nemar þjálfast í að lesa úr tölulegum gögnum og tengja við myndræna framsetningu. Lesa upplýsingar úr töflum, línu-, stöpla- og skífuritum ásamt því að teikna slík rit (myndir), einkum með aðstoð töflureiknis. Unnið með meðaltal, miðgildi, tíðasta gildi og tíðni ásamt gagnasöfnun. Farið yfir einfalda framsetningu tölulegra gagna, m.a. með myndritum og helstu formúlur í töflureikni notaðar. Notuð og kynnt hugtök tölfræðirannsókna, s.s. þýði, úrtak, óvissuvaldar í rannsóknum og misnotkun á tölfræði.
    Stærðfræði á 1. þrepi, grunnskólapróf með B (7 eða hærra)
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum í notkun töflureikna
    • undirstöðu fyrir lýsandi tölfræði
    • helstu hugtökum fyrir gagnasöfn og tölfræði
    • hugtökum s.s. meðaltal, vegið meðaltal, miðgildi, tíðasta gildi og tíðni ásamt frávikum
    • einfaldri framsetningu og formúlum í töflureikni
    • tölfræðirannsóknum, þýði, úrtaki, óvissuvöldum
    • líkindahugtakinu ásamt útkomu, atburði og útkomurúm.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota töflureikni til að beita viðeigandi aðferðum við úrlausnir tölfræðiverkefna
    • reikna helstu gildi sem lýsa gagnasöfnum, s.s. tíðasta gildi, meðaltal, vegið meðatal og miðgildi
    • nota töflureikna til að vinna úr tölfræðilegum gögnum
    • lesa úr töflum, línu-, stöpla- og skífuritum og teikna slík rit með aðstoð töflureiknis
    • vinna tíðnitöflu úr gagnasafni.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita viðeigandi aðferðum við lausnir verkefna með töflureikni
    • tengja saman almenn tölfræðileg hugtök og myndrænt efni
    • greina og nýta upplýsingar úr daglegu lífi með því að nota töflureikni
    • iðka gagnrýni á tölfræðiupplýsingar og ræða um misbeitngu tölfræði s.s. hlutföll og myndræna framsetningu.
    Símat með fjölbreyttum matsaðferðum og áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu og virkni nema. Leitast er við að nemar komi að matinu s.s. með jafningja- og sjálfsmati. Verkefni ýmist í formi einstaklings-, hópa-, umræðu- og netverkefni.