Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1624967245.63

    Óhefðbundin samskipti
    F-ÓHSA2ÓS
    3
    Óhefðbundin samskipti
    Óhefðbundin samskipti
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    100
    Tilgangur námsþáttarins er að undirbúa námsfólk með umfjöllun og umræðum undir margs konar ólík samskipti við einstaklinga í ýmsum aðstæðum. Fjallað er um þróun í óhefðbundnum samskiptum og nýjustu stefnur kynntar og ræddar. Nemar fá æfingu og þjálfast í aðferðum til að bregðast við og takast á við streituvaldandi aðstæður, meðvirkni og kvíða. Fjallað er um mikilvægar leiðir til að setja mörk í samskiptum og verjast ágengni. Þá er áhersla á gildi virðingar og fordómaleysis gagnvart skjólstæðingum, aðstandendum og fólki almennt. Ýmis verkefni og umræður í beinum tengslum við efnistök.
    Samskipti á þrepi 1
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • óhefðbundnum samskiptaleiðum
    • mikilvægi markvissrar spurningatækni og málamiðlun (pictogram (skýringamynd), teacch, bliss ofl.)
    • gildi uppbyggilegra og jákvæðra samskipta
    • áhrifum og túlkun á líkamstjáningu
    • streituviðbrögðum við áföllum
    • að setja (eðlileg) mörk
    • eigin styrkleikum og veikleikum í starfi.
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa í líkamstjáningu og óhefðbundin samskipti fólks
    • beita uppbyggilegum samskiptaleiðum, m.a. hvatningu og jákvæðni
    • lesa í (erfið) samskipti og setja ágengu fólki mörk
    • nota mismunandi samskiptaleiðir við fólk sem notar óhefðbundin samskipti
    • takast á við streituviðbrögð skjólstæðinga.
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta beitt óhefðbundnum og lausnamiðuðum samskiptaaðferðum á markvissan hátt
    • setja sér og öðrum (eðlileg) mörk í erfiðum og ágengum aðstæðum
    • ræða og útskýra gildi skýrra og fordómalausra samskipta.
    Símat með fjölbreyttum matsaðferðum og áherslu á leiðsagnarmat samofið kennslu, byggir á vinnu og virkni nema. Verkefni ýmist í formi einstaklings-, hópa-, umræðu- og netverkefni.