Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1643900977.63

    Forritun og kóðun
    F-GRNN2FK
    1
    Grunnnám í forritun
    Forritunartungumál, grunnskipanir, uppbygging forrita
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    30
    Námsþættinum er ætlað að auka hæfni þátttakenda í að tengja saman forritunartungumál og hugtök forritunar. Nýtt verður forritunarleg hugsun í forritunarumhverfi þegar kóði er skrifaður. Einnig læra þátttakendur að nota ritla (text-based) til að skrifa kóða á forritunatungumáli. Farið verður yfir grunnskipanir, uppbyggingu forrita, syntax forritunartungumála (umgjörð, kerfi og reglur), gagnavinnslu með breytur, rökaðgerðir (AND, OR, XOR, NOT, NAND, NOR, og XNOR) og sannleikstöflur.
    F-GRNN2FH - Forritunarleg hugsun
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Uppbyggingu forritunartungumála
    • Grunnskipunum í skriflegu forritunartungumáli
    • Uppbyggingu textaforrita
    • Gagnavinnslu með breytum á textaformi
    • Rökaðgerðum og reglum rökfræði
    • Mismunandi ritlum og virkni þeirra
    • Mikilvægi forritunarlegrar hugsunar við forritun
    • Sannleikstöflum
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skrifa einföld forrit
    • Lesa og skilja forrit
    • Vinna með breytur og mismunandi tegundir af gögnum
    • Beita rökaðgerðum
    • Vinna í skriflegu forritunarumhverfi
    • Beita forritunarlegri hugsun við kóðun
    • Nota sannleikstöflur
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Sýna skilning á forritunarumhverfi til að lesa og skrifa kóða á textaformi
    • Beita grunnforritun og forritunarlegri hugsun þegar kóði er skrifaður
    • Nýta reglur rökfræðinnar til að nota rökaðgerðir við forritun
    • Nýta þekkingu á gagnavinnslu til að vinna með breytur