Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1644320071.13

    Forritunarleg hugsun
    F-GRNN2FH
    2
    Grunnnám í forritun
    Forritunarleg hugsun, hugmyndafræði forrituna, röð aðgerða við kóðun.
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    10
    Námsþættinum er ætlað að auka hæfni þátttakenda í forritunarlegri hugsun og framkvæmd eigin hugmynda. Þátttakendur læra hvernig fyrirbæri eru brotin niður og byggð aftur upp með hugmyndafræði forritunar. Unnið verður markvisst með rökhugsun, skapandi hugsun, algórithma og hvernig má nota þau verkfæri til að leysa ýmis vandamál. Þátttakendur læra röð aðgerða við kóðun og hvernig unnið er skipulega og markvisst að forritun. Lögð verður áhersla á hönnun einfaldra forrita og staðlaðra notendaviðmóta.
    F-GRNN1GF - Grunnhugtök forritunar
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Aðferðarfræði forritunar
    • Röð aðgerða við forritun
    • Mikilvægi góðs skipulags í forritun
    • Uppbyggingu forritunarlegrar hugsunar
    • Hvernig sköpun nýtist í forritunarumhverfi
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota forritunarlega hugsun við lausn vandamála og forritun
    • Vinna skipulega og vanda vinnubrögð
    • Vinna með hugmynd, brjóta hana niður og byggja upp á nýtt
    • Færa lausnir á grunneiningu vandamáls yfir á önnur vandamál forritunar
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Forrita samkvæmt forritunarlegri hugsun
    • Vinna með eigin hugmynd og framkvæma hana út frá rökfræði forritunarlegrar hugsunar
    • Skrifa skipulegan og vandaðan kóða samkvæmt viðteknum stöðlum
    • Vinna á skapandi hátt með rökhugsun að leiðarljósi