Námsþættinum er ætlað að auka hæfni þátttakenda og byggja ofan á þá þekkingu sem þeir hafa þegar öðlast í forritun og forritunartungumáli. Þeir læra að framkvæma eigin hugmyndir og nota forritun á skapandi hátt. Unnið verður með raunhæfar hugmyndir í teymi með áherslu á utanumhald og skipulag verkefna og verkaskiptingu. Þátttakendur nýta skipulagskerfi (Scrum) við utanumhald og við vinnslu verkefna. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð í forritunarumhverfi og notkun á forritunartungumáli við forritun. Þátttakendur nýta forritun til að leysa/auðvelda vinnslu þeirra eigin hugmynda
F-GRNN2FK - Forritun og kóðun.
námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu skipulagskerfum sem notuð eru við forritun
Tilgangi og kostum teymisvinnu við forritun
Milivægi þess að meta raunhæfi verkefna
námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Beita sjálfstæðum vinnubrögðum
Vinna með öðrum í teymi
Deila með sér verkefnum á hagkvæman hátt
Vinna eftir viðurkenndu skipulagskerfi
Vinna í forritunarumhverfi
Nota forritun til að framkvæma hugmynd
námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Finna raunhæfar hugmyndir og framkvæma þær með hjálp forritunar
Skilja mikilvægi viðurkenndra skipulagskerfa við forritun verkefna
Gera sér grein fyrir tilgangi og kostum teymisvinnu og verkaskiptingar við lausn forritunarverkefna
Nýta þekkingu á forritun og forritunarumhverfi til þess að beita sjálfstæðum skipulögðum vinnubrögðum