Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1644320155.47

    Hagnýt forritun
    F-GRNN2HF
    4
    Grunnnám í forritun
    Teymisvinna, sjálfstæð vinnubrögð, skipulag, skipulagskerfi
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    20
    Námsþættinum er ætlað að auka hæfni þátttakenda og byggja ofan á þá þekkingu sem þeir hafa þegar öðlast í forritun og forritunartungumáli. Þeir læra að framkvæma eigin hugmyndir og nota forritun á skapandi hátt. Unnið verður með raunhæfar hugmyndir í teymi með áherslu á utanumhald og skipulag verkefna og verkaskiptingu. Þátttakendur nýta skipulagskerfi (Scrum) við utanumhald og við vinnslu verkefna. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð í forritunarumhverfi og notkun á forritunartungumáli við forritun. Þátttakendur nýta forritun til að leysa/auðvelda vinnslu þeirra eigin hugmynda
    F-GRNN2FK - Forritun og kóðun.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu skipulagskerfum sem notuð eru við forritun
    • Tilgangi og kostum teymisvinnu við forritun
    • Milivægi þess að meta raunhæfi verkefna
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita sjálfstæðum vinnubrögðum
    • Vinna með öðrum í teymi
    • Deila með sér verkefnum á hagkvæman hátt
    • Vinna eftir viðurkenndu skipulagskerfi
    • Vinna í forritunarumhverfi
    • Nota forritun til að framkvæma hugmynd
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Finna raunhæfar hugmyndir og framkvæma þær með hjálp forritunar
    • Skilja mikilvægi viðurkenndra skipulagskerfa við forritun verkefna
    • Gera sér grein fyrir tilgangi og kostum teymisvinnu og verkaskiptingar við lausn forritunarverkefna
    • Nýta þekkingu á forritun og forritunarumhverfi til þess að beita sjálfstæðum skipulögðum vinnubrögðum