Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Garð- og skógarplöntubraut (Staðfestingarnúmer 130) 18-130-3-9 | garðplöntufræðingur | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Markmið garð- og skógarplöntubrautar er annars vegar að búa nemendur undir fjölbreytt störf á sviði garðyrkjuframleiðslu með þeim hætti að þeir uppfylli hæfnikröfur starfsins og hins vegar að búa nemendur undir frekara nám. Starfsvettvangur garðplöntufræðings/garðyrkjufræðings á sviði garðplöntuframleiðslu er garð- og skógarplöntuframleiðsla, ýmist eigin rekstur, í garð- og skógarplöntustöð eða á vegum sveitarfélags, þá gjarnan sem verkstjóri eða garðyrkjustjóri. Garðplöntufræðingur/garðyrkjufræðingur á sviði garðplöntuframleiðslu sér um sölu á plöntum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf um ræktun plantna í görðum og á opnum svæðum á Íslandi. Hann gætir að umhverfi og öryggi. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikum af 60 vikna verknámi á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, áður en bóknám hefst. Umsækjandi þarf að hafa lokið að lágmarki eftirtöldum áföngum í almennum framhaldsskóla alls 20 einingar: • Almenn efnafræði á öðru hæfniþrepi 5 ein. • Almenn líffræði á öðru hæfniþrepi 5 ein • Bókfærsla á fyrsta hæfniþrepi 5 ein • Stærðfræði á öðru hæfniþrepi 5 ein. Æskilegt er að umsækjandi hafi jafnframt lokið eftirtöldum áföngum í almennum framhaldsskóla alls 25 einingar: • Íslenska á öðru hæfniþrepi 10 ein • Enska á öðru hæfniþrepi 10 ein • Danska á öðru hæfniþrepi 5 ein. Gert er ráð fyrir að nemendur séu vel tölvufærir og hafi góð tök á námstækni. Æskilegt er að nemandi hafi gilt skyndihjálparskírteini. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði eru á heimasíðu skóla. |
Skipulag: | Nám á garð- og skógarplöntubraut skiptist í bóklegt nám, 4 annir (alls 120 fein) og starfsnám í 60 vikur (alls 100 fein) á verknámsstað viðurkenndum af skólanum, undir handleiðslu verknámskennara. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar í skólanum, samhliða bóknáminu. |
Námsmat | Námsmat á brautinni er ýmist með mati á frammistöðu á kynningum eða í verklegum æfingum, mati á þátttöku í umræðum, frammistöðu í bóklegum/verklegum verkefnum og með skriflegum prófum í áföngum. |
Starfsnám: | Starfsnámið er verklegt vinnustaðanám í 60 vikur á verknámsstað viðurkenndum af skólanum, undir handleiðslu verknámskennara. Þessar 60 vikur eru dagbókarskyldar og er dagbókin metin til einkunnar. Verknámið er 100 fein. Nánari upplýsingar um starfsnám er að finna í skólareglum. |
Reglur um námsframvindu: | Nám í garð- og skógarplöntuframleiðslu er rekið sem bekkjakerfi þannig að nemendur þurfa að jafnaði að ljúka öllum áföngum fyrri annar til að geta haldið áfram á aðra önn. Lágmarkseinkunn til að standast áfanga er að jafnaði 4,5 en heimilt er að setja strangari kröfur í séráföngum brauta. Nánari upplýsingar um námsframvindu er að finna í skólareglum. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
240 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft