Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Fiskeldisbraut 18-398-2-5 fiskeldistæknir hæfniþrep 2
Lýsing: Nám á fiskeldisbraut er 120 einingar með námslokum á öðru hæfniþrepi. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur undir sérhæfð störf á sviði fiskeldis og er lögð áhersla á að þjálfa nákvæmni í vinnubrögðum, áreiðanleika og hæfni til að vinna sjálfstætt undir stjórn yfirmanns. Að loknu námi á nemandi að geta skipulagt og forgangsraðað störfum sínum, veitt jafningjum ráðgjöf og leiðbeiningar í samvinnu við yfirmann. Við námslok getur nemandi hafið störf við fiskeldi eða haldið áfram námi til stúdentsprófs kjósi hann svo.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum (íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku) þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Námið er 120 einingar þar sem nemandinn tileinkar sér hæfni á 2. þrepi. Námið er skipulagt sem fjögurra anna nám sem skiptist í kjarnagreinarnar íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði auk sérhæfðari námsgreina sem tengjast fiskeldi. 26% námsins eru á 1. þrepi og 74% á 2. þrepi. Brautin er skipulögð þannig að auðvelt er að fara af henni yfir á opna stúdentsbraut og ljúka stúdentsprófi.
Námsmat Námsmat við skólann er í formi leiðsagnarmats og er nánar útfært í skólanámskrá.
Starfsnám: Markmið vinnustaðanámsins er að nemandi öðlist þekkingu á þeim fjölbreyttu störfum sem eru í fiskeldi og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsmanna. Nemendur fara í samtals 14 vikur í vinnustaðanám þar sem þeir fá kynningu á störfum í fiskeldi og fá að lokum að taka þátt í þeim. Vinnustaðanámið er skipulagt í tveimur áföngum sem áætlað er að nemandinn taki á síðara námsári sínu. Annar áfanginn myndi þá vera á haustönn og er 10 einingar og skiptist í vinnustaðanám og bóklegt nám í skóla. Hinn áfanginn er á lokaönn og er 15 einingar og skiptist eins og sá fyrri í vinnustaðanám og bóklegt nám í skóla. Í báðum áföngum vinna nemendur að dagbók um reynslu sína á vinnustað og vinna svo verkefni tengd náminu í fyrirtækinu.
Reglur um námsframvindu: Nemandi þarf að ljúka fullnægjandi árangri (5) í áfanga til að fá hann metinn og til að öðlast rétt til að sækja framhaldsáfanga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • umgangast fóðurkerfi á ábyrgan hátt og þekkja næringar- og orkuþörf eldisfisks
  • gera framleiðslu- og markaðsáætlanir fyrir fiskeldi
  • þekkja helstu sjúkdóma í fiskeldi og leiðir til að koma í veg fyrir þá
  • framkvæma mælingar á gæðum, örverum og gerlum í fiskeldi
  • vinna með gæðakerfi í fiskeldi og þeim þáttum sem hafa áhrif á gæðin
  • leiðbeina jafningjum um umhirðu eldisfisks, umgengni og hreinlæti
  • vinna eftir gæðaviðmiðum í gæðahandbók
  • umgangast tæki í fiskeldi af ábyrgð
  • þekkja lög, reglugerðir og öryggisferla í fiskeldi
  • viðhalda þekkingu sinni, tileinka sér nýjungar og sýna frumkvæði

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að þjálfa talnalestur, framsetningu og túlkun á tölulegum upplýsingum.
  • með því að kenna vinnubrögð og aðferðir sem nýtast til frekara náms.
  • með kennslu og þjálfun í rökhugsun.
Námshæfni:
  • með því að kenna góð vinnubrögð og þjálfa markvissa notkun þeirra.
  • með leiðsagnarmati.
  • með því að nemandi læri að setja sér markmið í námi og starfi.
  • með því að nemandi læri að bera ábyrgð á eigin námi.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með leiðsagnarmati
  • með samvinnu milli ólíkra námsgreina, kennara og atvinnulífs.
  • með fjölbreyttum kennsluaðferðum og verkefnum þar sem mismunandi hæfileikar nemenda fá að njóta sín.
Jafnrétti:
  • með fjölbreyttum kennsluaðferðum.
  • með leiðsagnarmati.
  • með því að allir nemendur fái tækifæri til að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að kenna mikilvægi þess að skapa samábyrgt samfélag.
  • með því að nemandur þekki, skilji og virði umhverfi sitt og náttúru.
  • með því að kynna nemendum mikilvægi þess að nýta auðlindir jarðar á sjálfbæran hátt.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar.
  • með þjálfun í framsögn, lestri og lesskilningi.
  • með því að kynna nemanda menningu og siði viðkomandi málsvæðis.
Heilbrigði:
  • með góðri forvarnarfræðslu.
  • með kennslu í íþróttum.
  • með því að stuðla að heilbrigði og velferð.
  • með því að styrkja sjálfsmynd nemenda.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar.
  • með þjálfun í framsögn, lestri og lesskilningi.
  • með því að kenna nemendum að færa rök fyrir máli sínu í ræðu og riti.
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að hvetja nemendur til gagnrýninnar hugsunar.
  • með því að kenna lýðræði með lýðræði í lýðræði.
  • með því að allir nemendur fái tækifæri til að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.