Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Fiskeldisbraut 18-398-2-5 | fiskeldistæknir | hæfniþrep 2 |
Lýsing: | Nám á fiskeldisbraut er 120 einingar með námslokum á öðru hæfniþrepi. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur undir sérhæfð störf á sviði fiskeldis og er lögð áhersla á að þjálfa nákvæmni í vinnubrögðum, áreiðanleika og hæfni til að vinna sjálfstætt undir stjórn yfirmanns. Að loknu námi á nemandi að geta skipulagt og forgangsraðað störfum sínum, veitt jafningjum ráðgjöf og leiðbeiningar í samvinnu við yfirmann. Við námslok getur nemandi hafið störf við fiskeldi eða haldið áfram námi til stúdentsprófs kjósi hann svo. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Grunnskólapróf. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum (íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku) þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. |
Skipulag: | Námið er 120 einingar þar sem nemandinn tileinkar sér hæfni á 2. þrepi. Námið er skipulagt sem fjögurra anna nám sem skiptist í kjarnagreinarnar íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði auk sérhæfðari námsgreina sem tengjast fiskeldi. 26% námsins eru á 1. þrepi og 74% á 2. þrepi. Brautin er skipulögð þannig að auðvelt er að fara af henni yfir á opna stúdentsbraut og ljúka stúdentsprófi. |
Námsmat | Námsmat við skólann er í formi leiðsagnarmats og er nánar útfært í skólanámskrá. |
Starfsnám: | Markmið vinnustaðanámsins er að nemandi öðlist þekkingu á þeim fjölbreyttu störfum sem eru í fiskeldi og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsmanna. Nemendur fara í samtals 14 vikur í vinnustaðanám þar sem þeir fá kynningu á störfum í fiskeldi og fá að lokum að taka þátt í þeim. Vinnustaðanámið er skipulagt í tveimur áföngum sem áætlað er að nemandinn taki á síðara námsári sínu. Annar áfanginn myndi þá vera á haustönn og er 10 einingar og skiptist í vinnustaðanám og bóklegt nám í skóla. Hinn áfanginn er á lokaönn og er 15 einingar og skiptist eins og sá fyrri í vinnustaðanám og bóklegt nám í skóla. Í báðum áföngum vinna nemendur að dagbók um reynslu sína á vinnustað og vinna svo verkefni tengd náminu í fyrirtækinu. |
Reglur um námsframvindu: | Nemandi þarf að ljúka fullnægjandi árangri (5) í áfanga til að fá hann metinn og til að öðlast rétt til að sækja framhaldsáfanga. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
120 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft