Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Fjallamennskubraut (Staðfestingarnúmer 111) 15-111-2-3 framhaldsskólapróf hæfniþrep 2
Lýsing: Fjallamennskubraut lýkur með framhaldsskólaprófi og námslok af brautinni eru á 2. hæfniþrepi. Námi á brautinni er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið veitir ekki formleg réttindi en á að gera nemendur færari um að skipuleggja ferðir um fjalllendi og óbyggðir og veita grunnþjálfun í að meta vettvang og velja úrræði við ólíkar aðstæður. Námið er hugsað sem fyrsta skref í fjallamennskunámi sem hægt verður að byggja ofan á með áframhaldandi námi og meiri þjálfun. Fjallamennskubraut er 90 einingar og miðað við að henni sé hægt að ljúka á tveimur árum. Kjarni brautar er 30 einingar og í honum eru almennar greinar í framhaldsskóla. Sérgreinar brautarinnar eru alls 60 einingar og geta einnig verið hluti af stúdentsprófi. Að loknu námi eiga nemendur að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á brautina eru að hafa lokið grunnskóla eða sambærilegri menntun.
Skipulag: Miðað er við að nemendur geti hafið nám á brautinni eftir lok grunnskóla. Kjarni er samtals 30 einingar. Sérgreinar brautarinnar eru skipulagðar sem 5 áfangar sem hægt er að ljúka á tveimur námsárum (4 önnum). Viðfangsefnin í sérgeinum skiptist í bóklegt nám, verklegt útinám, ferðir á eigin vegum, skyndihjálp, hópstjórnun og vettvangskynningar. Nemendur skipuleggja og undirbúa í byrjun stuttar ferðir og þær lengjast og taka til fleiri þátta eftir því sem líður á námið. Nemendur eru þjálfaðir í að skilja hvað skiptir mestu máli til að útivist í óbyggðum verði eins örugg og ánægjuleg og unnt er. Góð umgengni um landið og virðing fyrir náttúrunni eru höfð í fyrirrúmi í öllu skipulagi og framkvæmd. Lokaferð er farin við lok námsins á 4. önn þar sem þjálfun fæst í öllum helstu þáttum sérgeina fjallamennskunámsins og kennari metur frammistöðu nemenda á vettvangi. Megin áherslan er á nám og kennslu úti í náttúrunni þar sem nemendur takast á við raunverulegar aðstæður. Kennsla sérgreina og námsmat mótast af þessu. Gert er ráð fyrir fáum nemendum á hvern kennara í verklegu námi og nemendur þjálfaðir frá byrjun við að meta eigin frammistöðu og hæfni. Námslok fjallamennskubrautar eru á hæfniþrepi 2. Val nemenda á áföngum skal því miðast við að 25-50% (23-46 einingar) séu á hæfniþrepi 1, 50-75% (46-69 einingar) séu á hæfniþrepi 2 og á hæfniþrepi 3 séu að hámarki 10 einingar.
Námsmat Námsmat er fjölbreytilegt með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Matsaðferðir mótast af kennsluaðferðum námsins. Í bóklega náminu er lögð áhersla á skýra markmiðasetningu og tíða endurgjöf. Áhersla er lögð á tengingu milli greina. Námsmat í verklegu námi byggir á mati kennara og nemenda á hæfni hvers og eins á vettvangi. Þar er lögð áhersla á reynslunám, loggbækur, sjálfsmat, umsagnir og útlistun.
Starfsnám: Nemendur í fjallanámi fara í kynningar og vettvangsheimsóknir hjá fyrirtækjum og aðilum í ferðaþjónustu, meðal annars þeim sem skipuleggja fjalla- og óbyggðaferðir. Markmiðið er að nemendur kynnist umfangi og fjölbreytileika starfa á þessum vettvangi og fái jafnframt meiri innsýn í hvernig unnt er að skipuleggja ferðir með aðstoð aðila í nærumhverfinu.
Reglur um námsframvindu: Nemandi þarf að ná 5 í einkunn til að standast áfanga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • skipuleggja og undirbúa ferðir um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi
 • taka á virkan og ábyrgan hátt þátt í fjalla- og óbyggðaferðum
 • stunda áframhaldandi nám í útivist og fjallamennsku
 • velja sér markvissa þjálfun byggða á traustum grunni

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

90  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Sérgreinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemandi velur 25 einingar í almennum framhaldsskólagreinum í kjarna. Val nemenda á áföngum skal miðast við að í heildina séu 25-50% eininga (23-46 e.) á hæfniþrepi 1, 50-75% eininga (46-69 e.) á hæfniþrepi 2 og að hámarki 10 einingar á hæfniþrepi 3.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að leggja áherslu á sjálfstæða upplýsingaöflun nemenda í öllum námsgreinum
 • með áherslu á að nemendur miðli upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt
 • með því að nemendur fást við að meðhöndla talnagögn
 • með áherslu á lestur og túlkun tölfræðigagna og tölulegra upplýsinga.
Námshæfni:
 • með því að nemendur bera ábyrgð á námi sínu
 • með því að leggja áherslu á sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • með því að kenna nemendum að meta vinnu sína og setja sér raunhæf markmið
 • með því að nemendur geri áætlanir í námi til lengri og skemmri tíma.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að leggja áherslu á verk- og listgreinar
 • með því að áhersla er á skapandi verkefnavinnu nemenda í verkefnaáföngum og öðrum áföngum.
Menntun til sjálfbærni:
 • með kennslu sérgreinaáfanga brautarinnar
 • með því að nemendur afla sér ekki aðeins þekkingar heldur búa til nýja þekkingu á náttúru og samfélagi og miðla henni.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að leggja áherslu á menningarlæsi
 • með því að skólinn tekur þátt í erlendu samstarfi og nemendaskiptum
 • með umfjöllun um ólík samfélög.
Heilbrigði:
 • með því að skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli
 • með kennslu í heilsufræði
 • með áherslu skólans á jákvæð og opin samskipti nemenda og starfsfólks.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að leggja áherslu á tengsl náms við samfélagið
 • með umræðum og ígrundun um samfélagið.
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að félagslíf nemenda er hluti af skilgreindu námi við skólann
 • með góðu aðgengi nemenda að kennurum og stjórnendum skólans
 • með aðkomu nemenda að ákvörðunum varðandi skólastarfið.
Jafnrétti:
 • með þátttöku í umræðum um jafnrétti
 • með því að bjóða nemendum upp á nám við hæfi hvers og eins
 • með persónulegri þjónustu við nemendur sem eiga undir högg að sækja.