Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Læknaritarabraut (Staðfestingarnúmer 166) 18-166-3-8 læknaritari hæfniþrep 3
Lýsing: Læknaritaranám er viðurkennt starfsnám sem lýkur með prófi í læknaritun, sem felur einnig í sér viðbótarnám til stúdentsprófs af þeirri braut. Námið er sett upp sem 6 anna nám og eru námslok á 3. hæfniþrepi. Námið er að stórum hluta sameiginlegt með bóknámsbrautum og öðrum starfsmenntabrautum á heilbrigðissviði, en þriðjungur þess er sérhæfður að læknaritarabraut. Nám í sérgreinum brautarinnar er að mestu bóklegt nám, en starfsþjálfun fer fram utan skóla. Markmið læknaritaranáms er að búa nemendur undir fjölbreytt störf læknaritara, hvort sem er á heilbrigðisstofnunum eða hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Einnig er nám á brautinni góður undirbúningur fyrir frekara nám. Í náminu er lögð rík áhersla á að þjálfa nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Starfsheitið læknaritari er lögverndað.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum (íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku), þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Nám á læknaritarabraut er samtals 210 framhaldsskólaeiningar sem skiptast í almennan kjarna sem er 76 feiningar og brautarkjarna sem er 134 feiningar. Í brautarkjarna eru almennar heilbrigðisgreinar, sérgreinar læknaritarabrautar og starfsþjálfun sem tekur við að bóknámi loknu. 23% námsins er á 1. hæfniþrepi, 43% á 2. hæfniþrepi og 34% á 3. hæfniþrepi.
Námsmat Skólinn leggur áherslu á að námsmat sé fjölbreytt og að símat sé notað þar sem því verður við komið. Námsmat getur þó verið mismunandi eftir áföngum. Leitast er við að beita leiðsagnarmati þar sem nemendur eru aðstoðaðir við að bæta frammistöðu í ljósi mats. Tilhögun námsmats í einstökum greinum skal vera nemendum ljós í upphafi annar.
Starfsnám: Til að hefja starfsþjálfun þarf nemandi að hafa náð 18 ára aldri. Starfsþjálfunin fer fram á vinnustað, heilbrigðisstofnun eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, sem skólinn samþykkir. Til að tryggja fjölbreytni fer hver nemandi á tvo vinnustaði þar sem unnið er með mismunandi sjúkraskrár. Kennslustjóri brautar sækir um nemapláss í samráði við nemanda og skólinn gerir námssamning við vinnustaðinn fyrir hönd nemandans. Í samningnum skal tilgreina lengd vinnutíma, gildistíma samnings og skyldur nemanda, skóla og stofnunar. Í samningi skal einnig koma fram hvernig fara skuli með ágreining sem upp kann að koma. Hverjum nemanda skal fenginn leiðbeinandi sem skal vera reyndur læknaritari á viðkomandi vinnustað. Í starfsþjálfun færir nemandi námsframvindu í ferilbók sem leiðbeinandi kvittar fyrir. Ferilbók er hluti af námsmati. Það er á ábyrgð nemanda og leiðbeinanda að skrá námsframvindu í ferilbók.
Reglur um námsframvindu: Nemandi þarf að hafa lokið undanförum til þess að halda áfram námi í hverri grein, þar sem við á. Þegar starfsþjálfun hefst skal meginþorra bóklegra greina vera lokið.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • rita sjúkraskrár, sjúkdómsgreiningar, sjúkrasögu, aðgerðalýsingar, röntgenlýsingar, niðurstöður rannsókna og fleira, samkvæmt viðurkenndum aðferðum og reglum stofnunar
  • skrá sjúkdómsgreiningar og aðgerðir eftir ákveðnu númerakerfi
  • hafa umsjón með spjaldskrá og skjalasafni þar sem sjúkraskrár eru varðveittar
  • kóða samkvæmt DRG kerfi (diagnostic related group) og hafa eftirlit með þeirri kóðun
  • nýta ensku og eitt Norðurlandamál í starfi
  • eiga samskipti á faglegan hátt
  • virða þagmælsku í störfum sínum og sýna siðferðisvitund
  • vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og nákvæmni ásamt því að forgangsraða verkefnum eftir því sem við á
  • fylgja lögum, reglugerðum og starfsreglum, sem gilda um starfið
  • vinna eftir gæðaviðmiðum/gæðahandbók
  • tileinka sér nýjungar í starfi og vera meðvitaður um mikilvægi þeirra
  • virða vinnuvernd og öryggisferla á vinnustað og vera fær um að veita skyndihjálp ef slys eða óhöpp ber að höndum

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

210  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að vinna með mismunandi upplýsingar svo sem töflur, skífurit, meðatöl og samanburð
Námshæfni:
  • með því að vinna að margskonar verkefnum þar sem reynir á einstaklinginn og trú hans á eigin getu
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að vinna með og setja fram verkefni á fjölbreyttan og skapandi hátt. Reynsla nemenda úr starfi er nýtt, þegar tilefni gefst til þess að ígrunda og skoða aðstæður í nýju ljósi. Í starfsþjálfun vinna nemendur oft í aðstæðum þar sem reynir á hugkvæmni og sköpun við lausn verkefna.
Jafnrétti:
  • með því að fjalla um rétt allra til heilbrigðisþjónustu, menntunar, atvinnu og velsældar án tillits til aldurs, líkamsástands, búsetu, kyns eða félagslegrar stöðu.
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að leggja áherslu á ábyrgð hvers einstaklings á eigin heilsu og hvað einstaklingar geta gert til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl. Einnig er unnið með förgunarstjórnun og endurvinnslu.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að nota námsefni af erlendum miðlum
Heilbrigði:
  • með því að í flestum áföngum er fjallað um velferð. Í almennum heilbrigðisgreinaáföngum er meðal annars fjallað um heilbrigðishugtakið, forvarnir, áhættuþætti, heilsueflingu og heilbrigðisfræðslu. Einnig er fjallað um góða líkamsbeitingu. Í sérgreinaáföngum er meðal annars fjallað um mikilvægi þess að vinna af nákvæmni við skráningar í sjúkraskrá, áreiðanleika í fagorðanotkun og rétta geymslu gagna.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að leggja áherslu á vandaða málnotkun í ræðu og riti. Einnig eru nemendur hvattir til að nota íslensk fræðiheiti og hugtök um fagið
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að hafa að leiðarljósi að allir eiga siðferðilegan og lagalegan rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits til þjóðfélagsstöðu, sjúkdómsástands, kyns eða þjóðernis. Áhersla er lögð á að styrkja þessi viðhorf hjá nemendum með því að hafa virðingu og lýðræðisleg vinnubrögð að leiðarljósi í samskiptum milli kennara og nemenda, nemenda innbyrðis og nemenda og þjónustuþega.