Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Þjónustubraut - stuðningsfulltrúi í skóla (Staðfestingarnúmer 50) 16-50-2-5 stuðningsfulltrúi hæfniþrep 2
Lýsing: Námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í skólum er ætlað að veita fólki sem starfa við hlið og undir stjórn kennara starfstengda menntun. Brautin er góður undirbúningur fyrir þá nemendur framhaldsskóla sem stefna á kennaramenntun á háskólastigi. Stuðningsfulltrúar starfa flestir í grunnskólum en einnig í framhaldsskólum og felast verkefni þeirra í að vera kennurum til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Starfið miðar að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Það felur í sér að aðstoða þá við virka þátttöku í skólastarfi, í að ná markmiðum sem skólinn setur um námsframvindu, styrkja jákvæða hegðun þeirra og sjá til þess að þeir fylgi reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð. Í starfinu felst einnig að aðstoða nemendur sem þess þurfa við athafnir daglegs lífs eins og að klæðast og matast. Stuðningsfulltrúar vinna oft eftir sérstakri áætlun sem kennari, sérkennari og/eða sálfræðingur hafa gert fyrir einstaka nemendur þar sem staða þeirra kemur fram og hvaða markmiðum er stefnt að hverju sinni.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til þess að geta hafið nám á námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í skólum þurfa nemendur að hafa lokið námsmarkmiðum grunnskóla með lágmarksárangri. Í stærðfræði, íslensku og ensku skulu nemendur hafa hlotið einkunnina C eða hærri.
Skipulag: Námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í skólum er skipulögð sem fimm anna nám. Námið samanstendur af áföngum sem styrkja persónulega hæfni nemenda og almennri þekkingu en þegar á líður eykst hlutfall sérgreina og á síðustu tveimur önnunum koma til starfsþjálfunaráfangar sem m.a. fara fram í formi vinnustaðanáms. Til þess að koma til móts við þarfir fólks með langa starfsreynslu er boðið upp á svokallað brúarnám á stuðningsfulltrúabraut þar sem raunfærni og starfsreynsla er metin til styttingar á námi í samræmi við reglur sem menntamálaráðuneytið setur.
Námsmat Á stuðningsfulltrúabraut er leitast við að mynda sterka tengingu milli námsmats og kennsluhátta og að gera námsmat eins samofið náminu og kostur er. Tilgangur námsmats er tvíþættur: Annars vegar að kanna að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér þau viðmið um þekkingu, leikni og hæfni sem sett eru í einstökum námsáföngum en hins vegar gagnast matið nemanda við að meta stöðu sína og gengi í námi. Umfang þess er að jafnaði í samræmi við umfang náms í viðkomandi áfanga. Kennarar á stuðningsfulltrúabraut eru hvattir til þess að beita fjölbreyttum aðferðum við námsmat þannig að hver nemandi fái tækifæri til að sýna það sem í honum býr. Nám og kennsla skal vera einstaklingsmiðuð eftir því sem kostur er.
Starfsnám: Vinnustaðanám er mikilvægur þáttur náms stuðningsfulltrúa í skólum. Markmið náms á vettvangi er að gera nemanda kleyft að auka hæfni sína með því að hagnýta þá þekkingu og leikni sem hann hefur öðlast í námi sínu innan veggja skólans. Því skal vinnustaðanám taka tillit til viðmiða stuðningsfulltrúabrautar um þekkingu, leikni og hæfni. Nánari grein er gerð fyrir inntaki og sérstöðu vinnustaðanáms í áfangalýsingum (VAPÓ2VN15 og VAPÓ3FR5).
Reglur um námsframvindu: Til þess að nemandi standist áfanga þarf hann að hljóta einkunnina 5,0 eða S (staðist).
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • aðstoða börn og unglinga með sérstakar þarfir innan og utan kennslustunda og vinna samkvæmt einstaklingsáætlunum.
  • gera sér grein fyrir mikilvægi fagmennsku þegar um er að ræða aðstoð við börn með sérþarfir.
  • átta sig á hvernig gildandi lög og reglur, þ.m.t. aðal- og skólanámskrá, hafa áhrif á starf og fagmennsku stuðningsfulltrúa.
  • koma til móts við þarfir barna og unglinga fyrir umhyggju, heilbrigði og öryggi og vera þeim góð fyrirmynd.
  • stuðla að uppbyggilegum samskiptum í skólastarfi og leysa úr ágreiningi.
  • bera kennsl á vanlíðan eða erfiðleika barna og unglinga og taka á þeim sjálfstætt eða í samvinnu við annað starfsfólk skóla og/eða foreldra viðkomandi nemanda.
  • eiga góð samskipti við börn, foreldra og starfsfólk skóla og leysa úr ágreiningi.
  • tjá sig á einfaldan og skýran hátt á erlendu tungumáli.
  • veita fyrstu hjálp ef slys eða óhöpp verða á vinnustað.
  • vinna samkvæmt lögum og reglugerðum sem starfið byggist á.
  • bera virðingu fyrir grundvallarreglum starfsumhverfis, sýna siðgæði og virða trúnað.
  • eiga fagleg samskipti við ólíkar starfsstéttir.
  • tjá skoðanir sínar á ábyrgan og gagnrýninn hátt.
  • vera meðvitaður um mikilvægi heilbrigðis og öryggis á vinnustað.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Sérgreinar stuðningsfulltrúa í skólum
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

5 af 15
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 15

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti um tölur og upplýsingar í dægurdæmum og upplýsingatækni þar sem fengist er við það táknkerfi sem fólgið er í stærðfræði og meðferð tölulegra upplýsinga. Sjá nánar viðkomandi áfangalýsingu.
Námshæfni:
  • Á námsbrautinni er unnið með námshæfni í öllum námsáföngum.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Á námsbrautinni er unnið með skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar á fjölbreyttan hátt og hafa nemendur mörg tækifæri til að þjálfa sköpunarhæfni sína. Í áfanganum atvinnufræði er unnið að skapandi verkefnum í tengslum við samskipti á vinnustöðum og í siðfræði og gagnrýninni hugsun er leitast við að virkja nemendur sem gagnrýna og skapandi hugsuði í siðferðilegu samhengi. Í öllum áföngum brautarinnar takast nemendur á við verkefni af ýmsu tagi þar sem sköpunarkraftur þeirra er virkjaður til vinna að einhverju nýju og frumlegu en ekki síður til að leita nýrra og spennandi leiða til að hagnýta það sem fyrir er.
Jafnrétti:
  • Á námsbrautinni er unnið með jafnrétti á markvissan hátt í fjölmörgum námsáföngum og eru sjónarhornin fjölbreytt. Í fjölskyldan og félagsleg þjónusta er t.d. leitast við að efla skilning nemenda á margbreytileika mannlegra aðstæðna og leitað svara við þeim spurningum sem margbreytileikinn vekur um jafna stöðu einstaklinga. Í samskiptum er leitast við að efla vitund um jafnrétti og mannréttindi.
Menntun til sjálfbærni:
  • Á námsbrautinni er unnið með menntun til sjálfbærni á fjölbreyttan hátt. Komið er inn á efnið frá ýmsum sjónarhornum í mismunandi áföngum brautarinnar. Nefna má að í siðfræði og gagnrýninni hugsun er m.a. fjallað um virðingu fyrir öðru fólki út frá siðferðilegu sjónarmiði þar sem lögð er áhersla á virðingu fyrir mismunandi menningarheimum og ólíkum gildum sem fólk eða hópar fólks kunna að hafa. Með því móti er lagður grunnur að skilningi á hinni félagslegu hlið sjálfbærni.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á erlendum tungumálum í ensku. Sjá nánar í viðkomandi áfangalýsingu.
Heilbrigði:
  • Á námsbrautinni er unnið með heilbrigði á margvíslegan hátt og kemur efnið víða fyrir. Bæði er hugað að heilbrigði nemandans sjálfs og eins þeirra sem hann kemur til með að starfa með á vettvangi. Nefna má fjölmörg dæmi um áfanga á félags- og tómstundabraut þar sem heilbrigði og velferð nýtur sérstakrar athygli. Í íþróttaáföngum er líkamlega þættinum sinnt, í heilsueflingu og lífsstíl er farið í samspil næringar, hreyfingar og lífsstíls og áhersla lögð á mikilvægi rétts hugarfars. Í samskiptaáfanga er lögð áhersla á hinn félagslega þátt heilbrigðis og velferðar.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á íslensku í öllum áföngum. Málfræði, stafsetning og ritun eru hluti af námi nemenda í íslensku. Sjá nánar í viðkomandi áfangalýsingum.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Á námsbrautinni er unnið með lýðræði og mannréttindi í flestum námsáföngum og er hún sú grunnstoð sem er næst kjarna náms á félags- og tómstundabraut. Segja má að rauði þráðurinn í gegnum námið sé að auka þekkingu, leikni og hæfni nemenda til þess að koma fram af virðingu við fólk, aðstoða þá sem þess þurfa við samfélagslega þátttöku og stuðla að því að hver og einn njóti þeirrar virðingar og viðurkenningar sem hann á skilið í krafti manngildis síns. Víða er lögð áhersla á að nemendur læri lýðræðisleg vinnubrögð með því að ástunda slík vinnubrögð og í öllum áföngum eru grundvallarréttindum notenda þjónustu og samstarfsfólks gerð skil.