Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Tölvuleikjagerð (Staðfestingarnúmer 430) 19-430-3-7 | stúdent | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð er námsleið þar sem hugað er sérstaklega að því að námið sé áhugavekjandi, skapandi og eflandi. Námskráin er gerð í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla og samkvæmt leiðbeinandi viðmiðum frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Skipulag og uppbygging brautarinnar var unnin í samstarfi við ýmsa aðila úr atvinnulífinu bæði hérlendis og á alþjóðavísu. Þróun brautarinnar á komandi árum miðar við áframhaldandi samstarf þessara aðila. Brautin er að lágmarki 200 framhaldsskólaeiningar og námslokin eru á hæfniþrepi þrjú skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Lögð er rík áhersla á bæði nútímalega kennsluhætti og vinnuaðstöðu. Fyrir utan nám í hefðbundnum kjarnagreinum munu nemendur vinna sérstaklega með færni og þekkingu sem býr þá undir áframhaldandi nám á háskólastigi í greinum sem tengjast tölvuleikjagerð á fjölbreyttan máta. Nemendur sem útskrifast af brautinni öðlast hagnýta menntun í tölvuleikjagerð, skapandi greinum og frumkvöðla- og markaðsfræðslu. Námið mun taka mið að þörfum allra nemenda á einstaklingsbundinn hátt. Hver nemandi fær tækifæri til að nýta styrkleika sína, sem er lykilþátturinn í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Stefnt er að því að nemendur sem útskrifast úr tölvuleikjagerð hafi eftirfarandi gildi að leiðarljósi: sjálfstæði - skapandi hugsun - rökvísi - jákvæð samskipti |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. |
Skipulag: | Allir nemendur ljúka 140 ein. sameiginlegum kjarna (samanstendur af annars vegar 80 ein. grunnkjarna og hins vegar 60 ein. tölvuleikjagerðarkjarna). Nemendur taka þriðja mál (15 ein.) og listgreinar (15 ein.). Nemendur þurfa sjálfir að setja saman hluta af sínu námi (30 ein.) og munu njóta aðstoðar námsráðgjafa við það val m.t.t. áhugasviðs og markmiðasetningu hvers og eins. Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla. Áfangar í tölvuleikjagerð og lokaverkefni síðustu annar er unnið í samstarfi við valin fyrirtæki úr atvinnulífinu. Sú þekking og færni sem nemendur afla sér á námstímanum nýta þeir við úrlausn lokaverkefnis með aðstoð sérfræðinga hjá samstarfsaðilum og undir leiðsögn kennara. |
Námsmat | Tilgangur námsmats er meðal annars að kanna að hve miklu leyti nemandi hefur náð markmiðum í viðkomandi áföngum. Brautin er á þriðja hæfniþrepi í aðalnámskrá framhaldsskóla og kennarar skilgreina áfangamarkmið sérstaklega fyrir hvern áfanga út frá henni. Stuðlað er að námshvetjandi mati þar sem nemendur taki ábyrgð á eigin vinnu, ögri sjálfum sér og geti fylgst með eigin framförum. Niðurstöður námsmats veita hverjum kennara tilefni til endurskoðunar markmiðssetningar og er í sumum tilvikum tilefni til breytinga á áherslum í námsefni og vinnubrögðum. Þess skal gætt að námsmatið taki til allra þátta námsins þannig að þekking nemenda, leikni og hæfni auk framfara sé metin. Námsmat er með fjölbreyttum hætti og byggir að miklu leyti á símati á vinnu nemenda sem felur í sér t.d.: sjálfsmat, jafningjamat, mat á úrlausnum, mat á afurðum auk nýtingu fjölbreyttra miðla til greinargerða. Áhersla er lögð á hæfni nemenda á vegferð þeirra og mikilvægt að námsmatið styðji við þau markmið sem stefnt er að. Æskilegt er að í námsmati felist jafnframt leiðsagnarmat, það er leiðbeining til nemenda um hvernig þeir geti með árangursríkustum hætti hagað námi sínu í framhaldinu. Reynt skal að afla sem öruggastrar og víðtækastrar vitneskju um árangur nemenda og fylgjast vel með því hvernig þeim gengur að ná þeim markmiðum sem námskráin og skólinn setur. Námsmat á að vera áreiðanlegt, óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Reglur um námsframvindu eru samkvæmt skólareglum. Hefðbundinn námstími til stúdentsprófs er 3 ár og þarf nemandi að taka ~34 ein. á önn til að ljúka á þeim tíma. Nemendur velji áfanga í samráði við náms- og starfsráðgjafa með aðgangsviðmið háskólanna til hliðsjónar. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur taka 30 einingar í frjálsu vali. Einingarnar þurfa að raðast í samræmi við þrepaviðmið brautarinnar. |