Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 369) |
1523443828.28 |
1 |
4fb2704e874d802e5451c0b5 |
Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 369) 18-369-1-12 |
starfsbraut |
hæfniþrep 1 |
Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild og/eða verið kennt skv. einstaklingsnámskrá í grunnskóla.
Nám á starfsbraut er fjögur ár og er á 1. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt og miðast við stöðu hvers og eins. Nemendur geta tekið áfanga af öðrum námsbrautum innan starfsbrautar eða utan allt eftir getu hvers og eins. Nemendur sem taka áfanga utan brautar býðst að taka áfanga innan hennar sem stuðning við nám sitt.
Markmið brautarinnar er að auka sjálfstæði, ábyrgð og frumkvæði nemenda og að veita þeim tækifæri til þess að takast á við verkefni í samræmi við eigin færni og hæfileika. Ennfremur að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í atvinnulífinu og/eða áframhaldandi nám. Mikil áhersla er lögð á sköpun, lýðheilsu og forvarnir ásamt því að veita nemendum tækifæri til að nýta sér þá möguleika sem felast í tækninýjungum.
Nemendur brautarinnar eru hluti af skólasamfélaginu og fylgja þeim áherslum sem eru ríkjandi hverju sinni í skólastarfinu. |
Grunnupplýsingar
Meginatriði brautarlýsingar
Viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. |
Nám á starfsbraut miðast við átta annir og fylgir skóladagatali skólans. Brautinni er skipt í kjarna, pakkaval og val. Í kjarna eru skylduáfangar brautarinnar. Nemendur taka valáfanga jafnt og þétt í náminu samhliða kjarnaáföngum. Nám á brautinni er blanda af bóklegu og verklegu námi. Áhersla er á að styrkja námslega, starfslega og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstrausti
|
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat sem sniðið er að getu hvers nemanda. Það getur m.a. falið í sér leiðsagnarmat, símat, mat á virkni, ástundun og lokapróf. Í kennsluáætlun áfanga sem nemendur fá í upphafi annar er gerð grein fyrir hvernig árangur þeirra verður metinn og vægi einstakra þátta í námsmati. |
Starfsnám getur farið fram innan skólans eða utan hans. Allir nemendur fara í starfsnámsáfanga sem eru fjölbreyttir og mismunandi. Nemendur kynnast vinnumarkaðinum, starfsheitum, réttindum og skyldum, ýmis konar vinnustöðum og mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. Áhersla er á að finna út hvar styrkleikar og áhugasvið nemenda liggja, ásamt því að efla jákvæðni og áhuga þeirra í garð atvinnulífsins. Markmið náms og þjálfunar á vinnustað er að kynna nemendum möguleika á störfum í nærumhverfi sínu og gera þá hæfari til að takast á við almenn störf á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á vinnubrögð, öryggismál, mætingar og vinnu í hópi. Jafnframt fá nemendur reynslu og yfirsýn sem nýtist þeim í framtíðinni. Vinna nemenda er skipulögð í samráði við vinnuveitendur en er undir eftirliti kennara. |
Nemendur ljúka burtfararprófi af starfsbraut eftir fjögurra ára nám. Brautskráning er óháð fjölda eininga sem nemandi hefur lokið. |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
- vera virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi
- sýna ábyrgð í umgengni við umhverfi sitt
- þekkja styrkleika sína
- eiga í jákvæðum samskiptum
- tjá skoðanir sínar
- sýna sjálfstæði við daglegar athafnir
- lesa í umhverfi sitt - hvað er viðeigandi hverju sinni
- nýta sér aðstöðu í nærumhverfi sér til heilsueflingar
- nýta sér upplýsingatækni og aðra tækni við daglegt líf
- meta möguleika sína til áframhaldandi náms
- taka þátt á vinnumarkaði á sínum forsendum
|
Einingafjöldi
Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
Kjarni
Skylduáfangar brautarinnar
Áfangar:
|
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
1 af 2
|
Áfangar:
|
Félagsfræði
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Áfangar:
|
Félagsfræði
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
1 af 2
|
Áfangar:
|
Saga
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Áfangar:
|
Saga
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
1 af 2
|
Áfangar:
|
Stærðfræði
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Áfangar:
|
Stærðfræði
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Frjálst Val
Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nemendur taka 70 einingar í frjálsu vali. |