Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Félags- og hugvísindabraut (Staðfestingarnúmer 135) 16-135-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Nám á félags- og hugvísindabraut veitir nemendum víðtæka almenna menntun og undirbýr þá fyrir háskólanám. Námið er skilgreint á þriðja hæfniþrepi og lýkur með stúdentsprófi. Áhersla er lögð á félagsvísindi, tungumál og hugvísindi. Námið hentar m.a. þeim sem hafa hug á að leggja stund á háskólanám á ofantöldum sviðum. Eins veitir námið ákjósanlegan undirbúning fyrir nám í menntavísindum, lögfræði og fleiri greinum sem krefjast færni í samskiptum. Nemendum gefst kostur á að styrkja grunn sinn í íslensku og erlendum tungumálum með því að velja þessar greinar á kjörsviði eða í vali.

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði liggur eins og rauður þráður í gegnum nám á félags- og hugvísindabraut. Nemendur kynnast hugmyndafræðinni frá ýmsum sjónarhornum í ólíkum námsáföngum jafnframt því sem útskriftarverkefni þeirra snýst að stórum hluta um nýsköpun.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Almenn inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafi lokið grunnskólaprófi. Til þess að nemandi geti hafið nám á öðru þrepi í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði þarf hann að hafa hlotið einkunnina B á grunnskólaprófi. Aðrir nemendur taka sérstaka undirbúningsáfanga. Sjá nánar í skólanámskrá.
Skipulag: Nám á félags- og hugvísindabraut er bóknám sem byggir á hefðbundnum grunni. Náminu er ætlað að undirbúa nemendur undir samfélagslega þátttöku og frekara nám á háskólastigi. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda með verkefnavinnu, samvinnunámi og leiðsagnarnámsmati. Námið er 200 einingar og geta nemendur lokið því á þremur árum. Grunnáfangar eru samtals 125 einingar, kjarnagreinar félags- og hugvísindabrautar 35 einingar, kjörsvið brautar (bundið val) er 30 einingar og frjálst val 10 einingar.

Áhersla er lögð á nýsköpun og frumkvöðlamennt og fléttast sú hugmyndafræði víða inn í nám á brautinni. Náminu lýkur með lokaverkefni þar sem nemendur ganga sjálfir í gegnum nýsköpunarferli.
Námsmat Kennari ber ábyrgð á framkvæmd námsmats í þeim áföngum sem hann kennir. Námsmat skal vera fjölbreytt og taka til allra hæfniviðmiða áfangans. Sem dæmi um fjölbreyttar námsmatsaðferðir má nefna jafningjamat, sjálfsmat og leiðsagnarmat og próf. Í námsmati skal endurspeglast viðleitni til að stuðla að því að nemendur séu virkir í námi sínu.

Með áðurnefndum aðferðum fá nemendur endurgjöf á vinnu sína með reglubundnum hætti sem nýtist þeim til að endurskoða vinnubrögð sín við námið. Því er námsmat ekki einungis tæki kennarans til að meta árangur einstakra nemenda heldur einnig tæki nemandans til að bæta eigin árangur.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Námið er skipulagt sem sex anna nám (3 ár). Til þess að standast námsáfanga þurfa nemendur að ná einkunninni 5,0 eða S (staðið). Nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn. Skólameistari getur heimilað undantekningu frá þessari reglu vegna skilgreindra námsörðugleika, veikinda og annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi.
 • sýna öðrum virðingu óháð kyni, þjóðerni, aðstæðum og lífsgildum.
 • rökræða og hafa skoðun á efni fjölmiðla.
 • kynna sér og tjá sig um hugðarefni sín á íslensku og erlendum tungumálum.
 • leysa verkefni sem fela í sér meðferð á tölum og tölfræði.
 • sýna ábyrgð í umgengni um umhverfi sitt og náttúru.
 • tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.
 • sýna frumkvæði og beita sköpunargáfu til lausnar viðfangsefnum.
 • ástunda vönduð og heiðarleg vinnubrögð við lausn smárra og stórra verkefna.
 • semja ritgerðir og skýrslur um fjölbreytt efni og nota til þess viðurkenndar aðferðir t.d. við heimildaöflun og úrvinnslu gagna.
 • gera grein fyrir skoðunum sínum og hugmyndum á fjölbreyttan hátt.
 • meta og fjalla um mismunandi menningu þjóða.
 • skilja og tjá sig um sögu mismunandi menningarheima.
 • sýna skilning á fjölbreyttu atferli mannsins.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Grunnur bóknámsbrauta - 105 einingar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjarni félags- og hugvísindabrautar - 35 einingar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Franska - 20 einingar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þýska - 20 einingar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið áfangaval

5 af 45
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 45

Bundið áfangaval

25 af 60
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 25 af 60

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val - 10 einingar

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti um tölur og upplýsingar í stærðfræðiáföngum og náttúrufræði. Einnig er unnið með tölfræði og töluleg gögn í félags- og sálfræði. Sjá viðkomandi áfangalýsingar.
Námshæfni:
 • Á námsbrautinni er unnið með námshæfni í öllum námsáföngum. Námshæfni felur m.a. í sér að nemandi þekki eigin styrkleika og geti sett sér raunhæf markmið, geti deilt þekkingu sinni með öðrum, notað fjölbreyttar námsaðferðir og gögn og sé sjálfstæður í vinnubrögðum. Enn fremur er mikilvægt að nemandi geti lagt mat á eigið vinnuframlag, tekist á við áskoranir í námi, skipulagt vinnutíma sinn og forgangsraðað viðfangsefnum, geti borið ábyrgð á eigin námi og nýtt fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Á námsbrautinni er unnið með skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar með því að gefa nemendum tækifæri til að vinna á skapandi hátt að verkefnum sem tengjast námsefninu. Nemendur eru hvattir til að leita frumlegra leiða til lausnar þeirra verkefna sem þeir glíma við hverju sinni. Færni í skapandi hugsun öðlast nemendur víða í námi sínu, m.a. í heimspeki, félagsfræði, sálfræði, sögu og tungumálum. Hagnýting þekkingar er hluti náms í öllum áföngum.
Jafnrétti:
 • Á námsbrautinni er unnið með jafnrétti í fjölbreyttu samhengi. Fjallað er um tengd hugtök, s.s. kynhneigð, kynheilbrigði og kyngervi. Leitast er við að efla skilning nemenda á því hvernig t.d. aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni getur skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks. Einnig er fjallað um áhrif fyrirmynda og staðalmynda á ímynd og lífsstíl. Lífsleikni, félagsfræði, heimspeki og tungumál eru lykilgreinar í þessu sambandi.
Menntun til sjálfbærni:
 • Á námsbrautinni er unnið með menntun til sjálfbærni í samhengi við viðfangsefni nemenda hverju sinni. Lögð er áhersla á að nemendur séu meðvitaðir um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og geti tekið afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra, þekki, skilji og virði umhverfi sitt og náttúru, skilji hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir og hvernig vitund um vistspor einstaklinga og samfélaga getur stuðlað að sjálfbærri þróun. Unnið er með menntun til sjálfbærni í landafræði, náttúrufræði, lífsleikni og fleiri greinum.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á erlendum tungumálum í ensku-, dönsku-, frönsku- og þýskuáföngum. Sjá viðkomandi áfangalýsingar.
Heilbrigði:
 • Á námsbrautinni er unnið með heilbrigði á fjölbreyttan hátt. Nemendur hljóta þjálfun í íþróttum og markvissa fræðslu um heilbrigðan lífsstíl. Þeir eru jafnframt hvattir til þess að tileinka sér þess konar lífstíl og fá tækifæri til að ástunda hann undir leiðsögn. Íþróttaáfangar og lífsleikni gegna lykilhlutverki í að veita nemendum þekkingu, leikni og hæfni á sviði heilbrigðis.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á íslensku í íslenskuáföngum og víðar. Sjá áfangalýsingar í íslensku.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Á námsbrautinni er unnið með lýðræði og mannréttindi í tengslum við ólíka námsþætti. Leitast er við að gera námsumhverfið lýðræðislegt m.a. með því að veita nemendum tækifæri til þess að hafa mótandi áhrif á námsfyrirkomulag. Nemendur eru vaktir til vitundar um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra og að virða mannréttindi og manngildi. Nemendur hljóta þjálfun í að setja fram eigin skoðanir og taka þátt í rökræðum og eru þjálfaðir í að taka gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála. Nemendur leita skilnings á grundvallarreglum samfélagsins og mikilvægi jákvæðrar og uppbyggilegrar félags- og samskiptahæfni. Lífsleikni gegnir mikilvægu hlutverki við þjálfun borgaravitundar nemenda svo og ýmsir áfangar í félagsgreinum og tungumálum þar sem reynir á samvinnu og samskipti.