Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Myndlistarbraut fyrir nemendur með þroskahömlun 19-427-1-2 listnám hæfniþrep 1
Lýsing: Nám á myndlistarbraut fyrir nemendur með þroskahömlun er eins árs nám í myndlist þar sem áhersla er lögð á að nemandinn kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum, tækni og hugtökum sem notuð eru um myndlist og hönnun og öðlist innsýn í listasögu og samtímalist. Rík áhersla er lögð á valdeflingu og að námið sé ánægjulegt fyrir nemendur. Námið veitir engin formleg réttindi en það gefur nemendum möguleika á að skapa sér starfsvettvang á sviði listsköpunar, á eigin spýtur eða með stuðningi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á brautina er að nemandinn hafi lokið starfsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi. Umsækjendur skila inn skissubókum og sýnishornum af eigin verkum og eru ennfremur kallaðir í viðtal við inntökunefnd.
Skipulag: Nám í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun er 30 framhaldsskólaeiningar þar sem nemandi tileinkar sér hæfni á fyrsta þrepi. Um er að ræða hálft nám sem skiptist í tvær annir og er gert ráð fyrir hálfsdagsviðveru nemenda. Náminu lýkur með verkstæðisáfanga þar sem nemendur vinna sjálfstætt að eigin verkum til sýningar á útskriftarsýningu skólans. Áfangar eru ýmist kenndir reglubundið yfir önnina eða í samfelldum námslotum.
Námsmat Umgjörð námsmats er útfærð í skólanámskrá en námsmat við skólann byggir á símati með áherslu á fjölbreyttar matsleiðir til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Við lok áfanga á myndlistarbraut fyrir nemendur með þroskahömlun er lögð áhersla á leiðbeinandi umsögn fremur en einkunn. Námsmat byggir á þeim námsmarkmiðum sem sett eru fram í áfangalýsingu en þar sem námið er mjög einstaklingsmiðað er fyrst og fremst tekið mið af færni hvers og eins.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Til að ljúka áfanga þarf skólasókn nemanda að vera minnst 80%. Nánar er kveðið á um námsframvindu og ástundun í skólanámskrá.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • nota margskonar aðferðir og miðla myndlistarinnar
  • umgangast helstu verkfæri og tæki sem notuð eru í myndlist
  • vinna að eigin listsköpun, sjálfstætt eða með stuðningi
  • tjá sig um eigin verk og annarra á skilmerkilegan hátt, miðað við færni og tjáningarmáta
  • tjá sig um áhugamál sín á skilmerkilegan hátt, miðað við færni og tjáningarmáta
  • vera skapandi þátttakandi í samfélaginu

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

30  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Myndlæsi er lykilatriði í náminu en vinna með myndræna þætti er meginþáttur í öllum áföngum. Nemendur vinna með margskonar tölulegar upplýsingar í námi sínu við skólann. Í teikningu er unnið með stærðir, hlutföll og mælingar. Í litafræði er m.a. unnið með hlutföll lita í litablöndum. Í formfræði er unnið með hlutföll og skala í uppbyggingu tví- og þrívíðra verka. Ýmist er unnið af nákvæmni með þessar upplýsingar, t.d. í vinnu með litaskala og módel en stundum er unnið frjálslega út frá staðreyndum og ríkari áhersla lögð á sköpun og túlkun, t.d. í skissuvinnu. Í listasögu, margmiðlun og menningarlæsi vinna nemendur á fjölbreyttan hátt með margvíslegar upplýsingar. Nemendur kynna verk sín fyrir samnemendum og kennurum í lok hvers áfanga og fá þannig reglulega þjálfun í tjáningu.
Námshæfni:
  • Námi á myndlistarbraut fyrir nemendur með þroskahömlun er góður undirbúningur fyrir hverskyns frekara nám. Í skólanum er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Áföngum lýkur ávallt með yfirferð þar sem nemendur gera grein fyrir hugmynd og vinnuferli á þann hátt sem best verður á kosið miðað við færni og tjáningarmáta. Þátttaka í umræðum um verk félaganna er mjög mikilvæg. Þannig læra nemendur að meta eigin vinnubrögð og annarra með sjálfsmati og jafningjamati og að gagnrýna á ábyrgan hátt. Nemendur gera ferilmöppu sem heldur utan um verkefni þeirra á brautinni. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni. Jöfnum höndum er unnið að því að kynna nýja þekkingu fyrir nemendum og að gefa þeim kost á að vinna með efni og hugmyndir sem þeir þekkja vel og eftir því sem lengra líður á námið eykst sjálfstæði þeirra. Í öllum áföngum þurfa nemendur að takast á við ýmsar áskoranir og smám saman læra nemendur að þekkja styrkleika sína og veikleika og að setja sér raunhæf markmið. Í listrænni vinnu er sjaldnast eitt rétt svar. Því er viðmið hvers nemanda hans eigin verk og markmiðið að bæta eigin frammistöðu í stað þess að miða sig við félagana. Í lokaverkefni velja nemendur sér viðfangsefni og skipuleggja í samráði við leiðbeinanda. Lokaverkið er sett fram á opinberri sýningu á vegum skólans. Uppsetning sýningarinnar og utanumhald er ábyrgðarstarf en á sýningunni koma nemendur fram sem fulltrúar skólans út á við. Nemendur þurfa að geta lagt mat á eigið vinnuframlag og þróað verkefni sín samkvæmt endurgjöf leiðbeinanda.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Í öllum áföngum reynir á frumkvæði og skapandi hugsun en sköpun og gleði er rauði þráðurinn í námi á brautinni. Nemendur þurfa ávallt að nýta sköpunargáfu sína í fjölbreyttri verkefnavinnu og kynningu á niðurstöðum sínum. Í listasögu vinna nemendur fjölbreytt verkefni, gera t.d. myndverk og fremja gjörninga út frá verkum ákveðinna listamanna eða listastefnum sem fjallað er um og myndskreyta eða leika lesið efni. Verklegum áföngum lýkur á skapandi vinnu þar sem nemendur hagnýta þá verklegu þekkingu og beita þeirri tækni/þeim miðli sem áfanginn hverfist um í vinnu með viðfangsefni að eigin vali. Lokaverkefni reynir á hæfni nemenda til að samþætta skapandi hugsun og þá verklegu og tæknilegu þekkingu sem þeir hafa öðlast en í áfanganum vinna nemendur sjálfstætt myndverk til opinberrar sýningar, allt frá frumskissu til fullmótaðs listaverks.
Jafnrétti:
  • Áhersla er lögð á jafnrétti í öllu starfi skólans og jafnréttishugsunin endurspeglast í starfsháttum skólans, samskiptum og skólabrag. Jafnréttisstefna sem birt er á vef skólans hljóðar svo: Skólinn hefur jafnrétti í heiðri og brýnir fyrir nemendum og starfsfólki að jafnrétti skuli ríkja, hvort sem er jafnrétti kynja, jafnrétti einstaklinga eftir trú, kynhneigð, kyngervi, stétt, aldri, kynþætti og litarhætti eða jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra. Umburðarlyndi og víðsýni eru gildi skólans og grannt er fylgst með því að nemendur og starfsmenn virði þau. Nemendur fá fræðslu um jafnréttismál og er bent á leiðir til að koma auga á og vinna gegn hvers konar misrétti. Við inntöku nemenda í skólann er vandlega hugað að jafnrétti í víðum skilningi. Nemendur í hinum ýmsu deildum skólans eru á öllum aldri, fullorðnir og börn, með ólíkan bakgrunn og af ýmsu þjóðerni, ófatlaðir, líkamlega fatlaðir og fólk með þroskahömlun. Stuðlað er að opnum samskiptum innan skólans til að auka víðsýni og umburðarlyndi, m.a. með heimsóknum og samstarfi milli deilda og sameiginlegum sýningum ólíkra hópa. Í verklegu námi er gætt að samþættingu kynjasjónarmiða í kennslu og stuðlað að sjálfsvirðingu og sjálfstæði allra nemenda. Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir og kennsluefni til að mæta ólíkum þörfum og áhuga nemenda og þess er gætt að vitna í heimildir sérfræðinga af báðum kynjum eftir því sem tök eru á. Í listasögu er þess gætt að nemendur kynnist verkum listamanna af báðum kynjum og ólíkum kynþáttum. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist sem fjölbreyttustum sjónarmiðum lista- og fræðimanna og fái innsýn í mismunandi samfélög.
Menntun til sjálfbærni:
  • Unnið er að því að nemendur verði virkir þátttakendur í samfélaginu og umhverfi sínu. Í áfanga um starfsumhverfi myndlistarmanna fá nemendur að hitta breiðan hóp listamanna og kynnast því að hægt er að skapa sér starfsvettvang sem listamaður. Skólinn hefur verið þátttakandi í grænfána verkefni Landverndar. Í öllu skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Allt sorp er flokkað og nemendur eru eindregið hvattir til að nýta allt efni sem best. Í verkstæðisáföngum er sérstök áhersla lögð á að kynna fyrir nemendum hvernig lágmarka má umhverfisáhrif af þeim efnum sem unnið er með, ýmist með endurnýtingu eða frágangi á sorpi. Virðing fyrir samnemendum, kennurum og öðrum er mikilvægur þáttur í daglegu skólastarfi. Í yfirferð þegar fjallað er á gagnrýninn hátt um verkefni nemenda er lögð rík áhersla á að nemendur átti sig á muninum á niðurrifi og uppbyggilegri gagnrýni.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Stjórnendur skólans eru vakandi fyrir möguleikum á ýmis konar samstarfi, bæði innanlands og utan en skólinn leitast markvisst við að taka þátt í fjölbreyttum alþjóðlegum samskiptum til þess að auka víðsýni nemenda, efla kunnáttu þeirra í erlendum tungumálum og veita þeim innsýn í líf og störf fólks erlendis. Viðfangsefni námsferða getur tengst mismunandi námsáföngum.
Heilbrigði:
  • Í skólastarfinu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl m.a. í tengslum við næringu. Nemendur hafa aðgang að eldhúsi og matsal í skólanum. Þar geta þeir geymt nesti sitt í kæliskáp og þar eru tæki til að hita upp mat, rista brauð og annað.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Í öllum áföngum vinna nemendur verkefni sem reyna á samskiptahæfni og tjáningu. Nemendur þurfa að geta svarað spurningum og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður. Viðfangsefni nemenda eru oftar en ekki mjög huglæg og því er mikilvæg áskorun fólgin í að skerpa hugsunina og setja hana fram á skilmerkilegan hátt miðað við færni og tjáningarmáta. Í náminu fá nemendur mikilvæga þjálfun í að tjá sig með hugtökum og orðaforða myndlistar sem er talsvert frábrugðinn hversdagslegu máli.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Allt nám við skólann miðar að því að gera nemendur að virkum þátttakendum í lýðræðissamfélagi með því að hvetja þau til að mynda sér skoðun og deila henni í umræðum. Leitað er eftir viðhorfum nemenda í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. Nemendafélag starfar innan skólans en það á fulltrúa í skólaráði og skólanefnd og leggur þannig sitt af mörkum við stjórnun skólans. Nemendur hafa ávallt greiðan aðgang að stjórnendum skólans og geta auðveldlega komið sjónarmiðum sínum á framfæri Nemendur eru hvattir til umburðarlyndis og virðingar fyrir mismunandi lífsgildum.