Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Myndlistarbraut fyrir nemendur með þroskahömlun 19-427-1-2 | listnám | hæfniþrep 1 |
Lýsing: | Nám á myndlistarbraut fyrir nemendur með þroskahömlun er eins árs nám í myndlist þar sem áhersla er lögð á að nemandinn kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum, tækni og hugtökum sem notuð eru um myndlist og hönnun og öðlist innsýn í listasögu og samtímalist. Rík áhersla er lögð á valdeflingu og að námið sé ánægjulegt fyrir nemendur. Námið veitir engin formleg réttindi en það gefur nemendum möguleika á að skapa sér starfsvettvang á sviði listsköpunar, á eigin spýtur eða með stuðningi. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði á brautina er að nemandinn hafi lokið starfsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi. Umsækjendur skila inn skissubókum og sýnishornum af eigin verkum og eru ennfremur kallaðir í viðtal við inntökunefnd. |
Skipulag: | Nám í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun er 30 framhaldsskólaeiningar þar sem nemandi tileinkar sér hæfni á fyrsta þrepi. Um er að ræða hálft nám sem skiptist í tvær annir og er gert ráð fyrir hálfsdagsviðveru nemenda. Náminu lýkur með verkstæðisáfanga þar sem nemendur vinna sjálfstætt að eigin verkum til sýningar á útskriftarsýningu skólans. Áfangar eru ýmist kenndir reglubundið yfir önnina eða í samfelldum námslotum. |
Námsmat | Umgjörð námsmats er útfærð í skólanámskrá en námsmat við skólann byggir á símati með áherslu á fjölbreyttar matsleiðir til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Við lok áfanga á myndlistarbraut fyrir nemendur með þroskahömlun er lögð áhersla á leiðbeinandi umsögn fremur en einkunn. Námsmat byggir á þeim námsmarkmiðum sem sett eru fram í áfangalýsingu en þar sem námið er mjög einstaklingsmiðað er fyrst og fremst tekið mið af færni hvers og eins. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Til að ljúka áfanga þarf skólasókn nemanda að vera minnst 80%. Nánar er kveðið á um námsframvindu og ástundun í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
30 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft