Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Framhaldsskólabraut - Fornám (Staðfestingarnúmer 293) 18-293-1-1 framhaldsskólapróf hæfniþrep 1
Lýsing: Brautin er skipulögð sem bekkur fyrsta árið í framhaldsskóla. Umsjónarkennarar nemenda eru bekkjarkennarar. Námið er meira einstaklingsmiðað en á öðrum brautum. Þegar brautinni er lokið geta nemendur farið á þá braut sem þeir fullnægja inntökuskilyrðum á.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Fyrir nemendur sem eru með C eða D í einkunn í 10. bekk í tveimur af þremur kjarnagreinum, þ.e. íslensku, ensku og stærðfræði eða voru með aðlagað námsefni í 10. bekk grunnskóla og stjörnumerktar einkunnir. Inntökuskilyrði eru nánar útfærð í skólanámskrá.
Skipulag: Námið er 120 feininga nám og fer fram á fjórum önnum.
Námsmat Mikilvægt er að námsmat sé fjölbreytt og endurspegli tilhögun og markmið námsins. Í upphafi hverrar annar skulu nemendum kynntar kennsluáætlanir, námsmarkmið og tilhögun námsmats hvers áfanga. Æskilegt er að í námsmati felist leiðsagnarmat og leiðbeining til nemenda um hvernig þeir geti hagað nám sínu með árangursríkum hætti.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Til að útskrifast af brautinni þarf að hafa lokið 120 fein. Nemandi þarf að hafa lokið fullnægjandi árangri (5) í áfanga til að fá hann metinn og til að öðlast rétt til að sækja framhaldsáfanga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
 • tileinka sér almennar siðareglur eins og heiðarleika, stundvísi, ábyrgðarkennd, nákvæmni og snyrtimennsku
 • eiga í góðum samskiptum og eiga samstarf á vinnustað
 • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
 • sýna umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og lífsýn
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir
 • takast á við frekara nám

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennar greinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

3 af 14
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 3 af 14

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val er 76 fein. Mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt í samráði við náms- og starfsráðgjafa þannig að tryggt sé að eðlileg framvinda og sérhæfing sé í náminu sem nýtist þeim í áframhaldandi námi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Lögð er áhersla á talna- og upplýsingalæsi nemenda í áföngum brautarinnar. Við námslok er ætlast til að nemendur séu læsir á upplýsingar úr ólíkum miðlum, geti nýtt sér margvíslega tækni í upplýsingaleit, aflað gagna, flokkað þau og nýtt sér á gagnrýninn hátt. Nemendur fá þjálfun í að lesa, meta, túlka og kynna tölfræðilegar og myndrænar upplýsingar í náminu.
Námshæfni:
 • Í náminu er unnið að því að efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda og gera þá ábyrga fyrir námi sínu. Nemendur læra að þekkja getu sína og fá aðstoð við að setja sér raunhæf námsmarkmið, forgangsraða verkefnum, skipuleggja nám sitt og vinnutíma. Nemendur þjálfast í að vinna ólík verkefni sem reyna á ýmsa hæfni. Þeir fá þjálfun í að deila þekkingu sinni með öðrum t.d. með hópavinnu, paravinnu, kynningum á verkefnum og samvinnunámi. Nemendur læra að meta eigið vinnuframlag og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Með stigvaxandi kröfum í námi læra nemendur að takast á við ný verkefni og áskoranir, yfirstíga hindranir og nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Í skólastarfinu nýta nemendur sköpunarkraft sinn á margvíslegan hátt í lífi og starfi bæði innan skólans og utan. Í skólanum eru settar upp leiksýningar, listsýningar, söngleikir og ýmsar skemmtanir sem krefjast þess að nemendur sýni frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun. Í náminu vinna nemendur margvísleg verkefni og skila þeim af sér með ólíku sniði t.d. sem myndbandi, vefsíðu, veggspjaldi, munnlegri kynningu, ferilmöppu eða smásögu. Þar reynir á frumkvæði og frjóa hugsun og að nemendur geti miðlað þekkingu sinni og hæfni á skapandi hátt og dregið lærdóm af.
Jafnrétti:
 • Í skólanum er í gildi jafnréttisáætlun sem kveður á um að sérhver einstaklingur fái tækifæri til að nýta hæfileika sína óháð andlegu og líkamlegu atgervi, kynferði, kynhneigð, litarhætti, þjóðerni, trú, búsetu eða efnahag. Jafnframt er stefnt að því að tryggja hverjum og einum viðfangsefni og menntun við hæfi. Nemendur eru hvattir til að velja sér nám eftir áhugasviði og leitast er við að gera þá meðvitaða um áhrif fyrirmynda og staðalmynda á eigin ímynd og lífsstíl. Nemendur vinna ýmis verkefni sem tengjast jafnrétti í víðum skilningi t.d. fordómum, fjölmenningu, kynhneigð, fötlun og trúarbrögðum. Þá læra nemendur að greina áhrif þessara þátta á líf einstaklinga og hópa.
Menntun til sjálfbærni:
 • Í skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Unnið er að því að nemendur séu virkir og ábyrgir borgarar. Mikilvægt er að nemendur skilji hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir í nýtingu auðlinda. Þeir vinna á gagnrýninn hátt með upplýsingar um eigin neysluvenjur og setja í samhengi við nýtingu náttúruauðlinda. Einnig taka nemendur þátt í samræðum sem varða umhverfisvitund og sjálfbærni. Lögð er áhersla á að nemendur virði mannréttindi, skoðanir annarra og umhverfi sitt. Þeir læra um sjálfbærni á víðum grundvelli og eru hvattir til að taka ábyrga og upplýsta afstöðu til umhverfismála, nýtingu náttúruauðlinda og samfélagsins.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Nemendur eru hvattir til að tjá sig á erlendum tungumálum í því tungumálanámi sem þeir leggja stund á. Þeir fá fjölbreytta texta til að vinna með og tjá sig bæði munnlega og skriflega um innihald þeirra og auka þannig orðaforða sinn. Í tungumálanáminu er leitast við að veita nemendum innsýn í ólíka menningarheima og siði sem einkenna þau svæði þar sem viðkomandi mál er talað. Markmið tungumálanáms er ekki síst að nemendur geti nýtt sér kunnáttu sína í daglegum samskiptum. Í mörgum námsgreinum kynna nemendur sér námsefni og nýta sér heimildir á erlendu tungumáli í tengslum við verkefnavinnu og fá þannig þjálfun í að lesa viðkomandi fagmál. Skólinn tekur þátt í samskiptum við aðra skóla og skyldar stofnanir erlendis eins og kostur er og leggur áherslu á að nemendur taki þátt í erlendum samstarfsverkefnum.
Heilbrigði:
 • Skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli. Lögð er áhersla á heilsusamlegan lífsstíl þar sem næring, hreyfing og geðrækt eru í forgrunni. Að loknu námi þekkja nemendur gildi reglulegrar hreyfingar og mikilvægi fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu og verða þannig ábyrgir fyrir eigin heilsu. Við skólann er markvisst unnið að fræðslu sem tengist forvörnum þannig að nemendur verði meðvitaðir um skaðsemi tóbaksnotkunar, áfengisneyslu og notkunar annarra vímuefna. Fjallað er um neyslu og fíkn, tengsl hugar og líkama og ýmsa félagslega þætti sem stýra hegðun og athöfnum einstaklinga og hafa áhrif á heilbrigði og lífsstíl.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Í náminu er lögð áhersla á íslensku í margvíslegri vinnu nemenda. Tekið er á öllum þáttum læsis, tjáningar og samskipta t.d. með lestri bóka, kynningum nemenda á verkefnum sínum og umræðum í para- og hópavinnu. Nemendur fá þjálfun í að rökstyðja skoðanir sínar og hugmyndir í ræðu og riti. Stígandi í námi og sérhæfing stuðlar að fjölbreyttari orðaforða og blæbrigðaríkara tungutaki nemenda.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Skólinn stuðlar að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi. Í skólanum er kennslumat lagt fyrir nemendur en í slíku mati meta nemendur kennslutengda þætti í þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. Niðurstöðurnar eru notaðar til að auka gæði kennslunnar. Einnig er lögð fyrir nemendur og kennara þjónustukönnun en þar er lagt upp með að meta ýmsa þjónustu sem skólinn veitir nemendum t.d. þjónustu bókasafns, skrifstofu, mötuneytis o.s.frv. Að auki eiga nemendur fulltrúa í skólaráði og skólanefnd og í skólanum er starfrækt nemendafélag sem er hagsmunafélag nemenda.