Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Listnám (Staðfestingarnúmer 92) 16-92-3-7 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Listnámsbraut er þriggja ára námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi á þriðja þrepi. Námið miðar að því að efla grunnþætti menntunar með áherslu á fræðilega undirstöðu og verklega þjálfun í kvikmyndagerð, grafískri hönnun og leiklist.

Áhersla er lögð á að þroska sköpunargáfu og persónulegan tjáningarmáta, m.a. með virkri þátttöku og fræðslu á sviði menningar og lista.

Auk þess að veita almenna menntun og undirbúa nemendur undir virka þátttöku í samfélaginu er miðað að því að veita undirbúning undir háskólanám og störf í ýmsum list- og hönnunargreinum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á listnámsbraut eru að nemandi hafi lokið grunnskólaprófi og að skólaeinkunn 10. bekkjar í íslensku, ensku og stærðfræði sé að lágmarki C. Til þess að nemandi geti hafið nám á öðru þrepi í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði þarf hann að hafa hlotið einkunnina B á grunnskólaprófi. Aðrir nemendur taka sérstaka undirbúningsáfanga.
Skipulag: Námið skiptist í kjarna og kjörsvið og er í senn fræðilegt og verklegt. Að kjarnagreinum loknum er hægt að velja um kjörsvið í grafískri hönnun, kvikmyndagerð eða leiklist. Sérhæfing í þessum greinum miðar að undirbúningi undir háskólanám í þessum eða skyldum greinum. Nemendur listnámsbrautar fá þjálfun í undirstöðugreinum myndlistar- og hönnunar, kvikmyndagerðar og leiklistar. Almennt nám á brautinni miðar að því að veita nemendum almenna menntun til að takast á við líf í nútímasamfélagi með áherslu á grunnþætti menntunar en jafnframt með fræðslu um sögu og hlutverk lista og hönnunar í sama tilgangi og til að efla fagvitund á viðkomandi sérsviði.
Nám á listnámsbraut er 200 einingar. Í grunni brautarinnar eru 135 einingar sem allir nemendur ljúka. Nemendur velja eitt af þremur kjörsviðum og ljúka 55 einingum á völdu sviði. Frjálst val er 10 einingar. Nemendur geta útskrifast af brautinni með framhaldsskólapróf að loknum fyrstu tveimur námsárunum.

GRAFÍSK HÖNNUN:
Sérhæfðir áfangar í grafískri hönnun miða að því að gera nemendur hæfa til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði grafískrar hönnunar. Veitt er þjálfun í hugmynda- og skissuvinnu og nauðsynlegri tækni til að útfæra hugmyndir og fullvinna verk fyrir prent- og skjámiðla. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í ljósmyndun, myndvinnslu, umbroti, vefsíðuhönnun, auglýsingahönnun, auðkenningu og leturfræði. Sérhæfðir fræðilegir áfangar gefa nemendum yfirlit yfir sögu, inntak og lykilhugtök grafískrar hönnunar.

KVIKMYNDAGERÐ:
Sérhæfðir áfangar í kvikmyndagerð miða að því að gera nemendur hæfa til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði kvikmyndagerðar. Veitt er þjálfun í hugmynda- og handritsgerð, upptökum, klippingu og eftirvinnslu kvikmynda. Auk undirstöðuatriða í þessum þáttum fá nemendur þjálfun í heimildamyndagerð, útsendingum úr stúdíói og kvikmyndun á vettvangi. Sérhæfðir fræðilegir áfangar gefa nemendum yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð, inntak hennar og lykilhugtök.

LEIKLIST:
Sérhæfðir áfangar í leiklist miða að því að gera nemendur hæfa til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði leiklistar. Veitt er þjálfun í raddbeitingu, sviðshreyfingum ásamt leiktækni á sviði og fyrir kvikmyndir. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í fjölbreyttum þáttum sviðsetningar, leikgerðar, lýsingar, sviðsmuna, búningahönnunar, leikmyndagerðar og hljóðvinnslu. Sérhæfðir fræðilegir áfangar gefa nemendum yfirlit yfir faglegan og sögulegan grunn til sköpunar og rannsókna við uppsetningu sviðsverka.
Námsmat Námsmatið er fjölbreytt og felur m.a. í sér frammistöðumat, leiðsagnarmat, jafningjamat, sjálfsmat og próf. Áhersla er á reglulega endurgjöf og á einstaklingsmiðað nám.
Starfsnám: Á ekki við.
Reglur um námsframvindu: Námið er skipulagt sem 6 anna nám (3 ár), 18 vikur á önn. Nemendur þurfa að ljúka a.m.k. 15 einingum á önn að meðaltali. Miðað er við að fullt nám sé um 33-35 einingar á önn.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • hagnýta sér þá sérhæfðu þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu sem hann hefur aflað sér.
 • þróa hugmyndir sínar og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun.
 • meta fagurfræðilegt, siðferðilegt og samfélagslegt hlutverk listamannsins eða hönnuðarins.
 • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi.
 • standa að opinberri sýningu og miðla þar listrænum styrk sínum.
 • meta listrænan styrk sinn og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar.
 • nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun.
 • fjalla um listgrein sína og staðsetja hana í menningarlegu, list- eða hönnunarfræðilegu samhengi.
 • nýta þekkingu sína til áframhaldandi náms innanlands sem utan.
 • geta nýtt sér þau erlendu tungumál sem hann hefur lagt stund á.
 • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi.
 • ganga um umhverfi sitt og náttúru með ábyrgum hætti.
 • tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Grunnur listnámsbrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Grafísk hönnun
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kvikmyndagerð
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Leiklist
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val nemenda er 10 einingar.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Í áföngum brautarinnar er lögð áhersla á að nemendur geti aflað gagna, flokkað, unnið úr, notað og miðlað upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt.
 • Mikil áhersla er á upplýsingalæsi, að nemendur séu bæði læsir á þær upplýsingar sem þeir gefa frá sér og þær upplýsingar sem berast til þeirra.
 • Nemendur þekki til mismunandi skilnings- og tjáningarforma t.d. hugkorta, samvinnuskrifa, mismunandi tegunda prentmáls og myndmáls.
 • Í stærðfræðiáföngum er m.a. farið í tölfræðilega úrvinnslu gagna.
Námshæfni:
 • Í öllum áföngum brautarinnar er lögð áhersla á sjálfstæð, öguð og fagleg vinnubrögð.
 • Nemendur eru aðstoðaðir við að setja sér raunhæf markmið um frammistöðu og framvindu námsins, vinna að þeim og leggja mat á hvernig til hefur tekist.
 • Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á margvíslega hæfni nemenda.
 • Í lífsleikni er áhersla á að nemendur átti sig á vinnulagi og námskröfum brautarinnar.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Nemendur þurfa að sýna frumkvæði og skapandi hugsun í verkefnavinnu, kynningu verkefna og flutningi þeirra.
 • Verk nemenda eru sýnileg og geta orðið öðrum nemendum og kennurum innblástur og hvatning.
 • Nemendur fást við fjölbreytilegan efnivið og eiga val um ólíkar leiðir til að vinna úr hugmyndum sínum.
 • Í hönnunar-, kvikmynda- og leiklistaráföngum er leiðarljósið skapandi hugsun, framsækni og metnaður.
 • Í nýsköpun- og frumkvöðlafræði er unnið með framsækni, skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar.
 • Lögð er áhersla á vettvangsheimsóknir og öflun efnis utan veggja skólans.
 • Í lokaáföngum koma nemendur verkum sínum á framfæri á opinberum vettvangi sem krefst áræðni, framsækni, sköpunar og hagnýtingar þeirrar hæfni sem þeir hafa öðlast.
Jafnrétti:
 • Í öllum áföngum listnámsbrautar er áhersla lögð á að nemendur tileinki sér víðsýni og umburðarlyndi.
 • Unnið er markvisst gegn fordómum og að styrkingu jafnréttissjónarmiða hvort sem horft er til kynferðis, aldurs, uppruna, trúargbragða, búsetu eða félaglegra aðstæðna.
 • Leitast er við að virkja sköpunargáfu nemandnans þannig að hann sé meðvitaður um samfélagslega ábyrgð sína m.t.t. jafnréttis, jafnræðis og góðra samskiptasiða.
 • Í námsvinnu er leitast við að fá nemandann til að vinna á gagnrýnin hátt á með þau áhrif sem fyrirmyndir og staðalmyndir hafa á einstaklinginn.
 • Á listnámsbraut er ætlast til að nemandinn virði jafnrétti í samskiptum.
 • Við undirbúning miðlunarverkefna er leitast við að gera nemandann meðvitaðann um eigin kynhneigð og kynheilbrigði þannig að sköpunargáfa hans fái sem best notið sín.
 • Við undirbúning og úrlausn verkefna er nemandinn látinn íhuga samfélagslega ábyrgð sín í umfjöllun um álitamál og meta hvernig t.d. aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni getur skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks.
Menntun til sjálfbærni:
 • Í áföngum brautarinnar er sérstök áhersla lögð á hlutverk menningar, miðlunar og lista í að uppgötva, upplýsa og miðla þekkingu sem leiðir til aukinnar sjálfbærni.
 • Í verkefnavinnu er lögð áhersla á nýsköpun, m.a. með það að leiðarljósi að efla skilning á eðli, mikilvægi og ábyrgð einstaklingsins og samfélagsins í að viðhalda jafnvægi í vistkerfi jarðar.
 • Í skólastarfinu er áhersla á meðvitund um neysluvenjur, lífshætti og samspil efnahagsþróunar og skynsamlegrar nýtingar auðlinda.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Í mörgum greinum kynna nemendur sér ítarefni og nýta sér heimildir á erlendu tungumáli í tengslum við verkefnavinnu og fá þannig þjálfun í viðkomandi fagmáli.
 • Námsumhverfið krefst þess að nemendur læri að nýta sér forrit og ýmsar leiðbeiningar á erlendum tungumálum.
 • Í kjarna brautarinnar fá nemendur þjálfun í tveimur erlendum tungumálum: ensku og dönsku.
Heilbrigði:
 • Í íþróttaáföngum er lögð áhersla á hreyfingu og fræðslu um hollar lífsvenjur, s.s. mataræði, daglega lifnaðarhætti.
 • Í lífsleikni er áhersla á fræðslu og forvarnarstarf sem miðar að því að hindra hvers kyns áráttu- og ofbeldishegðun. Þar fer m.a. fram forvarnafræðsla um vímuefni, áfengi, átraskanir, mataræði, kynheilbrigði, svefn og streitu.
 • Stuðlað er að jákvæðri sjálfsmynd, árangri og ánægju nemenda með því að efla almenna menntun og fagmennsku á sviði skapandi greina lista og hönnunar
 • Í skólastarfinu öllu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl, m.a. í tengslum við heilsueflandi skóla þar sem unnið er með næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl.
 • Í miðlunaráföngum er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir áhrifum fjölmiðla og netnotkunar á heilbrigði fólks.
 • Nemendur eru hvattir til að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl og jákvæð samskipti þar sem einelti og annað ofbeldi líðst ekki.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Á brautinni er lögð áhersla á læsi, tjáningu og samskipti, m.a. með skoðun og greiningu upplýsinga í formi texta og mynda sem daglega ber fyrir augu í ólíkum miðlum.
 • Í leiklistaráföngum er markvisst unnið með tjáningu og samskipti á fjölbreyttan hátt.
 • Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í samvinnu, læri að taka eftir, hlusta, setja sig í spor annarra og ákveða verkaskiptingu.
 • Áhersla er á nauðsyn þess að nemendur átti sig á hlutverki fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og geri sér grein fyrir þeim áhrifum sem þeir geta haft á hegðun fólks og skoðanir.
 • Allir áfangar brautarinnar nota námsvettvang þar sem áherslan er á virkt lærdómssamfélag. Þar miðla nemendur og kennarar þekkingu og eiga í gagnkvæmum samskiptum.
 • Á brautinni er unnið með hönnun, framleiðslu, greiningu og miðlun sem felur í sér læsi, tjáningu og samskipti.
 • Nemendur þjálfast markvisst í að útskýra og rökstyðja verk sín og hugmyndir á skýran hátt, bæði í ræðu og riti.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Lögð er áhersla á mannréttindi sem eitt af höfuðeinkennum lýðræðislegs samfélags, með fræðslu um eðli og forsendur lýðræðislegs samfélags þar sem samábyrgð, gegnsæi, frelsi til orðs og athafna og virk þátttaka einstaklingsins í mótun samfélagsins er þungamiðja.
 • Í áföngum brautarinnar er mikið um hópvinnu og samræður þar sem nemandinn fær tækifæri til að tjá sig, rökstyðja skoðanir sínar, sýna skoðunum annarra virðingu og leita að lausnum og málamiðlunum.