Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Vélvirkjabraut (Staðfestingarnúmer 252) 19-252-3-8 vélvirki hæfniþrep 3
Lýsing: Vélvirki annast uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði og flutningakerfum í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum, orkuverum og orkuveitum. Hann skipuleggur fyrirbyggjandi viðhald, fylgist með ástandi vélbúnaðar og greinir bilanir. Hann starfar í fyrirtækjum sem smíða og annast viðhald vélar og vélbúnað, í framleiðslufyrirtækjum og bygginga- og skipasmíðafyrirtækjum. Vélvirki les teikningar og notar tæknilegar upplýsingar við uppsetningu véla og tæknibúnaðar. Hann sér um uppsetningu, viðhald og viðgerðir á loft- og vökvakerfum og annast stýrikerfi þeirra. Hann sér um eftirlit og viðhald kæli- og frystikerfa. Um hæfnikröfur vélvirkja í málmsuðu: sjá hæfnikröfur í málmsuðu. Vélvirki er lögverndað starfsheiti og stálsmíði er löggilt iðngrein.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi. Gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem hafa hlotið einkunnina B eða B+ við lok grunnskóla hefji nám í kjarnagreinum á öðru hæfniþrepi. Aðrir sitja sérstaka undirbúningsáfanga. Inntökuskilyrði eru nánar útfærð í skólanámskrá.
Skipulag: Námi í vélvirkjun á málm- og véltæknibraut er ætlað að búa nemendur undir sérhæfð störf á sviði málmiðna. Því er einnig ætlað að veita undirbúning undir áframhaldandi nám á ýmsum sviðum, með sérstakri áherslu á nám í verk- og tæknigreinum. Vélvirki er lögverndað starfsheiti og vélvirkjun löggilt iðngrein. Heildarnámstími er fjögur ár, þrjú ár í skóla og eitt ár í starfsþjálfun en námstíminn ræðst einnig af undirbúningi nemenda er þeir hefja nám. Nemendur geta lokið hluta af starfsþjálfun á vinnustað samhliða skóla og þannig stytt námstímann. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist í námi sínu þeim verkferlum og tækni sem beitt er í atvinnulífinu og er leitast við að hafa samstarf við þau iðnfyrirtæki sem fremst standa á sviði málm- og véltækni hverju sinni þannig að nemendur kynnist því verklagi sem þar er stundað. Nemendur takast á við hagnýt verkefni og er verklegt nám að stærstum hluta einstaklings- og verkefnamiðað. Hagnýtir og fræðilegir þættir eru tengdir saman eins og kostur er þannig að nemendur öðlist sem dýpstan skilning á þeim aðferðum sem beitt er við hvern verkþátt. Í bóklegum greinum er leitast við að svara kröfum samfélagsins um breiða, almenna menntun. Grunnþáttum menntunar eru gerð skil í ýmsum námsáföngum og leitast við að efla gagnrýna hugsun og sköpunarkraft nemenda með fjölbreyttum hætti. Nám á vélvirkjabraut er 237 einingar. Kjarni brautarinnar er 119 einingar, brautarkjarni 118 einingar en þarf af falla 80 einingar undir starfsþjálfun á vinnustað. Námslok eru á þriðja hæfniþrepi.
Námsmat Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat. Hverri önn er skipt í tvo hluta og fer námsmat fram í hvorum hluta fyrir sig. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara, en það byggir á leiðsagnarmati í samræmi við hæfniviðmið einstakra áfanga.
Starfsnám: Starfsþjálfun á vinnustað er skilgreindur hluti af námi á málm- og véltæknibraut. Starfsþjálfun á vinnustað er ætlað að þjálfa frekar hæfni nemenda á þeim sviðum sem nám þeirra á brautinni nær til. Á vinnustað fá þeir tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni við þær aðstæður sem fyrir hendi eru hverju sinni. Nemendur kynnast af eigin raun þeirri menningu sem fyrir hendi er í íslenskum fyrirtækjum og eru beinir þátttakendur í henni. Gert er ráð fyrir að hverjum nema fylgi ferilbók þar sem grein er gerð fyrir þjálfun hans. Þeir verkþættir sem nemandi framkvæmir eru tíundaðir, mat lagt á framgöngu hans, verktækni, vinnuhraða og hæfni í viðkomandi iðngrein. Bera nemandi og atvinnurekandi eða fulltrúi hans sameiginlega ábyrgð á skráningu í ferilbók. Nám á málm- og véltæknibraut er skipulagt sem ein heild. Því er mikilvægt að starfsþjálfun á vinnustað endurspegli eins og kostur er þau hæfniviðmið sem sett eru í einstökum áföngum. Þau fyrirtæki sem taka að sér að sjá um starfsþjálfun á vinnustað skuldbinda sig því til þess að sjá þeim fyrir þjálfun í samræmi við þau hæfniviðmið, auk þess sem þau veita verklega þjálfun og leiðsögn í faglegum vinnubrögðum. Nánari útfærslu á fyrirkomulagi starfsþjálfun á vinnustað er að finna í áfangalýsingum fyrir starfsþjálfun og í skólanámskrá.
Reglur um námsframvindu: Reglur um námsframvindu er að finna í skólanámskrá. Miðað er við að fullt nám sé allt að 30 einingar á önn.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi
  • tileinka sér heilbrigðan lífsstíl
  • sýna öðrum virðingu óháð kyni, þjóðerni, aðstæðum og lífsgildum
  • sýna frumkvæði og beita sköpunargáfu til lausnar viðfangsefna
  • leysa verkefni sem fela í sér meðferð á tölum og tölfræði
  • gera grein fyrir skoðunum sínum og hugmyndumá fjölbreyttan hátt
  • fara eftir viðhaldsbókum og vélateikningum
  • velja málmsmíðaefni út frá eiginleikum, notkun og hagkvæmni
  • framkvæma MAG, MIG og TIG suður í járn, stál og ál
  • lesa lagnateikningar og skipuleggja uppsetningu lagnakerfa
  • greina, setja upp og gera við vökva-, loft- og rafknúin lágspennukerfi
  • setja upp, viðhalda og gera við flutningakerfi
  • framkvæma mælingar og lesa vökvakerfisteikningar
  • setja upp handbók fyrir vökvakerfi
  • meðhöndla og farga kælimiðlum á ábyrgan hátt
  • umgangast háþrýsting og rafmagn á öruggan hátt
  • fara eftir öryggismerkingum efna og reglum um meðferð spilliefna og úrgangs
  • viðhafa öguð vinnubrögð umgengni á vinnustað
  • vinna skv. verkáætlun og gæðakerfi
  • tileinka sér nýja þekkingu og takast á við frekara nám
  • vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra
  • sinna almennum og sérhæfðum störfum sem tengjast málmiðngreinum
  • gæta ávallt fyllsta öryggis við störf sín
  • lesa teikningar og verk- og framleiðsluleiðbeiningar
  • meðhöndla efni, áhöld og tæki sem notuð eru í málmiðngreinum
  • tileinka sér nýjungar á starfsvettvangi sínum
  • greina almenna þætti í málmiðngreinum, m.a. gæða- og framleiðslumál
  • meta efnismagn og kostnað fyrir tiltekin verkefni
  • meta verk og aðstæður með tilliti til þekkingar sinnar, m.a. á afl- og straumfræði og efnisfræði málmiðna
  • takast á við frekara nám, t.d. nám til meistararéttinda eða nám á háskólastigi

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

237  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti um tölur og upplýsingar í stærðfræðiáföngum, eðlis- og rafmagnsfræði og iðnreikningi. Sjá viðkomandi áfangalýsingar.
Námshæfni:
  • Á námsbrautinni er unnið með námshæfni í öllum námsáföngum.
  • Nemandinn lærir að þekkja eigin styrkleika og að seja sér raunhæf markmið, deila þekkingu sinni með öðrum og nota fjölbreyttar námsaðferðir og gögn
  • Hann lærir að takast á við áskoranir í námi, skipuleggja vinnutíma sinn og forgangsraða viðfangsefnum
  • Hann lærir að bera ábyrgð á eigin námi og nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Á námsbrautinni er unnið með skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar með því að gefa nemendum tækifæri til að vinna á skapandi hátt að verkefnum sem tengjast námsefninu.
  • Nemendur eru hvattir til að leita frumlegra leiða til lausnar þeirra verkefna sem þeir glíma við hverju sinni.
  • Nemendur fá innsýn í áhrif skapandi greina t.d. list- og hönnunargreina á iðnframleiðslu
  • Nemendur öðlast færni í skapandi hugsun m.a. í plötuvinnu, grunnteikningu og lífsleikni. Hagnýta þekkingu öðlast nemendur í öllum áföngum brautarinnar.
  • Nemendur öðlast hagnýta þekkingu í öllum áföngum brautarinnar.
Jafnrétti:
  • Á námsbrautinni er unnið með jafnrétti í víðu samhengi. Fjallað er um tengd hugtök, s.s. kynhneigð, kynheilbrigði og kyngervi. Leitast er við að efla skilning nemenda á því hvernig t.d. aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni getur skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks. Einnig er fjallað um áhrif fyrirmynda og staðalmynda á ímynd og lífsstíl.
  • með því að, á brautinni er lögð áhersla á jafnan rétt og tækifæri kynja að námi á brautinni, aðgengi að starfsþjálfun og ráðningu kennara
  • með því að á brautinni, er lögð áhersla á jafnt aðgengi að kennurum og öðru starfsfólki skólans og brautarinnar óháð búsetu og efnahag
  • með því að, á brautinni er lögð áhersla á jafna aðstöðu nemenda s.s. með að bjóða uppá gistiaðstöðu og holla næringu
  • með því að, á brautinni er tekið tillit til jafnra réttinda nemenda til sveigjanlegs námsumhverfis, aðgengi að námi, kennslu og kennsluefni óháð búsetu, félagslegri stöðu, efnahag eða aldri
  • með því að, í áföngum er lögð áhersla á virka þátttöku nemenda, þjálfun í hlustun og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum, umburðarlyndi og umhyggju óháð kyni, kynhneigð, litarhætti, búsetu, efnahag, trúarbrögðum og félagslegri stöðu
Menntun til sjálfbærni:
  • Á námsbrautinni er unnið með menntun til sjálfbærni með því að, á brautinni er áhersla lögð á að hlúa að ábyrgðartilfinningu gagnvart góðu samstarfi við atvinnulífið bæði í nær og fjærumhverfi
  • með því að, í áföngum er áhersla á ábyrgð og virðingu fyrir náttúrunni t.d. hvað varðar frágang og losun á úrgangi og umhverfisvitundar almenn
  • með því að, í áföngum er áhersla á bóklega og verklega þekkingu, leikni, færni, þátttöku í innra eftirliti og góða starfshætti.
  • með því að í áföngum er lögð áhersla á að nemendur séu meðvitaðir um auðlindir náttúrunnar og geti tekið afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á erlendum tungumálum í ensku- og dönskuáföngum
  • Nemandinn nýtir sér eftir atvikum handbækur og netið til faglegrar upplýsingaöflunar á ýmsum tungumálum
Heilbrigði:
  • Á námsbrautinni er unnið með heilbrigði með því að, í skólanum er lögð áhersla á heilsueflandi skóla t.d. með því að bjóða uppá holla næringu í skólamötuneyti, góðan aðgang að skólahjúkrunarfræðingi og heilsugæslu, stoðkerfi og íþróttaaðstöðu
  • með því að, í skólanum er lögð áhersla á markvissar aðgerðir og forvarnir gegn ávana og fíkniefnum
  • með því að, í áföngum er lögð áhersla á að nemendur fái fræðslu, verkefni og umræður er reyna á eflingu jákvæðrar sjálfsmyndar
  • með því að, í áföngum er lögð áhersla á vellíðan m.a. með áherslu á samskipti í skóla og á vinnustað
  • með því að, í áföngum er lögð áhersla á að skapa gagnrýnar umræður um mikilvægi heilbrigðs lífernis.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á íslensku í öllum námsáföngum. Nemendur vinna ýmiss verkefni og skýrslur og er áhersla lögð á að málfar sé vandað og skýrt
  • þannig að nemendur geti nýtt sér lesmál til upplýsingaöflunar, skrifað texta s.s. skýrslur og umsagnir á skýru skrifmáli
Lýðræði og mannréttindi:
  • Á námsbrautinni er unnið með lýðræði og mannréttindi með því að, á brautinni er áhersla á rétt einstaklinga til náms og kennslu óháð aldri, búsetu, efnahag, fötlun, kyni, kynhneigð, litarhætti, lífsskoðunum, menningu, ætterni og þjóðerni
  • með því að í daglegu starfi brautarinnar er reynt að koma til móts við þarfir mismunandi einstaklinga og hópat t.d. hvað varðar íslenskukennslu fyrir útlendinga, stoðkennslu, námsráðgjöf, lengri og sveigjanlegri prófatíma og próftökustaði
  • með því að á brautinni er lögð áhersla á að hlusta á skoðanir allra nemenda við ákvarðanatöku t.d. hvað varðar nám og kennslu á brautinni
  • með því að, í áföngum er lögð áhersla á að virða og hlusta á skoðanir og lífsgildi samnemenda, kennara, og annars starfsfólks
  • með því að, í áföngum er lögð áhersla á kennslu, kennsluhætti og verkefni er leiða til þess að nemendur verði að loknu námi sínu sjálfstæðir, virkir og geti tekið frumkvæði í störfum sínum