Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Grunnnámsbraut (Staðfestingarnúmer 283) 17-283-2-3 framhaldsskólapróf hæfniþrep 2
Lýsing: Á grunnnámsbraut er lögð áhersla á gott almennt nám með sérstaka áherslu á góða þekkingu á áhugasviði að eigin vali. Grunnnámsbraut er 90 einingar og skilar nemendum með hæfni á 2. þrepi. Að loknu námi eiga nemendur að hafa góða grunnþekkingu á áðurnefndu áhugasviði. Þannig geta þeir undirbúið sig undir frekara nám eða öðlast færni sem þörf er fyrir vegna atvinnu.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á grunnskólabraut eru að nemandi hafi lokið grunnskóla.
Skipulag: Nám á grunnnámsbraut getur verið bæði verklegt og bóklegt og fer fram í skólanum eða á stað sem skólinn viðurkennir. Á brautinni er lögð áhersla á nám á völdu áhugasviði. Brautin er 90 einingar og samanstendur af 40 eininga bundnu áfangavali og 50 eininga í frjálsu vali á völdu áhugasviði. Áhugasvið nemenda getur kallað á að æskilegt sé að sækja nám í einstaka áfanga/áföngum til annarra skóla/staða s.s. með fjarnámi.
Námsmat Símat er ríkjandi þáttur í námsmati skólans og er áhersla lögð á fjölbreyttar matsaðferðir til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda. Leiðsegjandi mat er lykilatriði í námsmati. Umgjörð námsmats er útfært í skólanámskrá, en nánar er kveðið á um námsmat einstakra áfanga í kennsluáætlunum hverju sinni. Stöðumat er gefið tvisvar á önn í öllum námsgreinum.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Námstími grunnnámsbrautar er áætlaður 3 annir en getur verið sveigjanlegur. Nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn. Skólameistari getur heimilað undantekningu frá þessari reglu vegna skilgreindra námsörðugleika, veikinda og annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5,0.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni og nýta styrkleika sína
 • takast á við frekara nám eða atvinnu sem tengist skilgreindu áhugasviði þeirra
 • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
 • taka þátt í lýðræðislegri umræðu og samstarfi
 • njóta, nýta og virða umhverfi sitt á skynsamlegan hátt
 • tengja námið á brautinni nærumhverfi sínu, hvort heldur er skóla eða heimabyggð
 • vera skapandi í leik og starfi
 • geta tekið þátt í umræðum og rökstutt mál sitt

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

90  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

16 af 31
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 16 af 31

Bundið áfangaval

8 af 24
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 8 af 24

Bundið áfangaval

8 af 16
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 8 af 16

Bundið áfangaval

8 af 16
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 8 af 16

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja 50 einingar í frjálsu vali. Við val á einingum í frjálsu vali þarf að hafa í huga að uppfylla skilyrði um þrepaskiptingu.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit, læsi, túlkun og framsetningu margs konar upplýsinga
 • með því að nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig, bæði í ræðu og riti
 • með því að nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti og líðan annarra
 • með því að nemendur læra að vera gagnrýnir á upplýsingar í fjölmiðlum og fræðigreinum
Námshæfni:
 • með því að nemendur taki ábyrgð á eigin námi.
 • með því að nemendur verði læsir á styrkleika sína.
 • með því að þjálfa nemendur í raunhæfri markmiðssetningu
 • með því að hvetja nemendur til gagnrýnna vinnubragða og að færa ætíð rök fyrir máli sínu
 • með því að hvetja nemendur til gagnrýnna vinnubragða og að færa ætíð rök fyrir máli sínu
 • með því að nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
 • með því að nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeina um hvað betur megi fara, þ.e. leiðsagnarmat.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi og nýta styrkleika sína í vinnu.
 • með því að ögra og virkja nemendur til sköpunar og að leita ólíkra leiða við lausn verkefna sinna.
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að nemendur fái kynningu á félagsauði, mannauði og náttúru- og umhverfisauði
 • með því að nemendur læri að taka gagnrýna afstöðu til þessara þátta og samspils þeirra
 • með því að nemendur þjálfast í að taka tillit til annarra og skoðana þeirra
 • með því að nemendur skoða hvernig má bæta samfélagið og láta gott af sér leiða, ekki síst í nærumhverfi sínu
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verði að einhverju marki læsir á helstu innviði ólíkra samfélaga
Heilbrigði:
 • með því að koma til móts við þarfir, getu og áhugasvið nemenda
 • með því að auka sjálfsþekkingu nemenda, styrkja og byggja upp jákvæða sjálfsmynd þeirra
 • með því að nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín
 • með því að nemendur kynnist verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ og taki þátt í því.
 • með því að nemendur kynnast helstu þáttum heilbrigðiskerfisins og hvernig ber að nýta þjónustu þess.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að lögð er áhersla á miðlun, skilning og túlkun upplýsinga
 • með því að leggja áherslu á eflingu orðaforða og íslenska hugtakanotkun á völdu áhugasviði
 • með því að nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem þeir kynnast ýmsum hliðum á læsi
 • með því að nemendur þjálfast í vandaðri málnotkun í ræðu og riti, m.a. með því að kynnast bókmenntum og menningu frá ýmsum tímum
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að mannréttindi eru skoðuð út frá mörgum sjónarhornum, bæði í námi og leik
 • með því að nemendur læra að hlusta á aðra og virða skoðanir þeirra
 • með því að nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi, m.a. í þróun skólastarfsins og félagsstarfi nemenda
 • með því að nemendur fá val um verkefni og framsetningarform þeirra
 • með því að nemendur taka þátt í sjálfs- og jafningjamati
Jafnrétti:
 • með því að skoða hinar ýmsu tegundir jafnréttis, s.s. kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti, jafnan rétt fatlaðra og ófatlaðra og jafnan rétt allra jarðarbúa til auðlinda jarðarinnar
 • með því að nemendur taka viðhorf sín og samnemenda til skoðunar með gagnrýnum hætti
 • með því að nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um samfélag jafnræðis, jafnréttis og réttlætis
 • með því að skoða jafnréttisáætlun eigin skóla til betrumbóta