Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Félagsfræðabraut (Staðfestingarnúmer 368) 18-368-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing:

Á félagsfræðabraut er lögð áhersla á menningu, tungumál, sögu og samfélag. Þar fá nemendur tækifæri til að efla samskiptahæfni sína, lýðræðis- og jafnréttisvitund, læsi í víðum skilningi og tjáningu í ræðu og riti.

Á félagsfræðabraut er sérstök áhersla lögð á að nemendur þjálfist í vinnubrögðum sem nýtast þeim í áframhaldandi námi á háskólastigi, einkum á sviði hug- og félagsvísinda, viðskipta- og hagfræðigreina.

Námið er verkefnabundið. Lögð er áhersla á skapandi greinar og umhverfisvitund nemenda. Nemendur á félagsfræðabraut fá tækifæri til að fást við viðfangsefni sem auka hæfni þeirra að þessu leyti. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum, styrki og efli málhæfni sína og hæfni sína til að skilja hvernig maðurinn hefur mótandi áhrif á samfélagið og hvernig saga, bókmenntir, listir, félagsfræði og hagfræði túlka og skilgreina þau lögmál sem þar eru að verki.


Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Skilyrði þess að hefja nám til stúdentsprófs er að hafa lokið námi úr grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku þarf að hafa hlotið einkunnina B, B+ eða A. Við úrvinnslu umsókna er vísað í kynningarefni frá skólanum.
Skipulag: Nám til stúdentsprófs á félagsfræðabrautinni er 206 feiningar. Námið er skipulagt þannig að það veiti sem bestan undirbúning undir frekara nám á háskólastigi. Nemendur velja sér sérhæfða námslínu innan brautar og eina sérhæfingu til viðbótar óháða braut. Áhersla er lögð á verkefnabundið nám með fjölbreyttum kennsluaðferðum og námsmati. Áhersla er á umhverfismál og skapandi námsgreinar. Allir bóklegir og listaáfangar eru 5 feiningar.


Í almennum kjarna þarf að ljúka: Listgrein (5. fein á 1. þrepi), danska (5. fein á 2. þrepi), Umhverfisfræði (5. fein á 2. þrepi), saga (5. fein á 2. þrepi), félagsfræði (5. fein á 2. þrepi), lýðræðisvitund og siðferði (5. fein á 1. þrepi), stærðfræði (10 fein á 2. þrepi), enska (5 fein á 2. þrepi og 10 fein á 3. þrepi), íslenska (10 fein á 2. þrepi og 5 fein á þriðja þrepi).

Í brautarkjarna þarf að ljúka: Saga (5 fein á 2. þrepi), hagfræði (5 fein á 1. þrepi), félagsfræði (5 fein á 2. þrepi), 4ða félagsgreinin (5 fein á 1. eða 2. þrepi), raungrein (5. fein á 1. eða 2. þrepi), stærðfræði (5 fein á 2. þrepi), þriðja mál (5 fein á 1. þrepi, 10 fein á 2. þrepi), íslenska (10 fein á 3. þrepi).

Sérhæfing brautar skiptist í þrennt: Námslínu (35 fein), önnur sérhæfing (15 fein) og bundið val (10 fein).
Námslínur eru félagsfræði og sögulína (20 fein á 2. þrepi og 3. þrepi í félagsfræði og 15 fein í sögu á 3. þrepi) og hagfræði og stærðfræðilína (10 fein á 2. þrepi og 10 fein á 3. þrepi í hagfræði og 5 fein á 2. þrepi og 10 fein á 3. þrepi í stærðfræði).
Önnur sérhæfing er samkvæmt nánari ákvörðun skóla og er óháð braut (15 fein þar af a.m.k. 5 fein á 2. þrepi).
Bundið val samkvæmt nánari ákvörðun skóla (10 fein).

Nemendur þurfa að ljúka 6 fein í íþróttum.

Námsmat Námsmat áfanga byggir á fjölbreyttum matsaðferðum þar sem metin er þekking, leikni og hæfni nemenda. Námsmat gefur upplýsingar um stöðu nemandans í náminu og hvernig miðar að ná markmiðum áfanga. Nánar er kveðið á um námsmat í námsáætlun hvers áfanga.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemandi sem ætlar sér að ljúka námi til stúdentsprófs á þremur námsárum þarf að ljúka 206 feiningum á námstímanum. Nemandi þarf að ljúka á þessum tíma 40 áföngum í bók- og listgreinum auk 6 feininga í íþróttum. Nemandi þarf að ljúka að lágmarki 10 feiningum á önn (í þriggja anna kerfi skólans) en þó ekki færri en 40 feiningum á skólaárinu. Ef nemandi lýkur færri feiningum þarf hann að sækja sérstaklega um að halda áfram námi við skólann.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • lesa, rita, skilja og tjá sig á viðeigandi máta á íslensku og erlendum málum
  • meta heimildir á sviði félagsfræðagreina á gagnrýninn hátt
  • nýta sér almenna og sértæka þekkingu og færni á sviði félagsfræðagreina
  • nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
  • hugsa og starfa á gagnrýninn og skapandi hátt
  • sýna sjálfstæði og ábyrgð á eigin námi
  • nýta styrkleika sína og seiglu til að takast á við líf og starf
  • eiga málefnaleg samskipti í ræðu og riti
  • sýna heiðarleika, virðingu og ábyrgð í samskiptum
  • tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur
  • virða umhverfið og meta sjálfbærni
  • virða jafnrétti og fjölbreytileika lífs
  • takast á við frekara nám á sviði félagsvísinda, sagnfræði, hagfræði- og viðskiptagreina

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

206  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennur kjarni án listgreinar (5 fein) og ensku (5 fein), alls 60 fein - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Listir í almennum kjarna 5 fein á 1. þrepi - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Enska í almennum kjarna 5 fein á 3. þrepi - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni (er alls 55 fein) - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Raungrein 5 fein í brautarkjarna á 2. þrepi - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
4ða félagsgreinin 5 fein í brautarkjarna á 2. þrepi - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Stærðfræði 5 fein í brautarkjarna á 2. eða 3. þrepi - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Íslenska 10 fein í brautarkjarna á 3. þrepi - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Félagsfræði 5 fein í brautarkjarna á 2. þrepi - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál 15 fein í brautarkjarna á 1. þrepi - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Íþróttir 6 fein á 1. þrepi - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Félagsfræði og sögulína, 35 fein - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hagfræði og stærðfræðilína, 35 fein - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Önnur sérhæfing 15 fein - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 1

Bundið pakkaval

Bundið val á námsbraut 10 fein - sjá nánar í skólanámskrá
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 1

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val á brautinni eru 15 feiningar.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að fjalla um efnið í áföngum félagsgreina og stærðfræði
  • með því að þjálfa talnalestur og túlkun á tölulegum upplýsingum
  • með því að afla gagna og kynna niðurstöður á skapandi hátt
Námshæfni:
  • með því að þjálfa nemendur í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim
  • með því að þjálfa nemendur í námstækni
  • með því að þjálfa nemendur í vinnubrögðum félagsgreina
  • með því að efla seiglu meðal nemenda
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með fjölbreyttri verkefnavinnu
  • með námi í listgreinum í kjarna
  • með því að leggja áherslu á rétta meðferð heimilda og reglur um höfundarrétt
  • með því að fara í vettvangsferðir
Jafnrétti:
  • með því að skapa jafnrétti til náms
  • með því að fjalla um fjölmargar hliðar jafnréttis svo sem staðalmyndir, kynímyndir, kyn og kyngervi
  • með því að halda jafnréttisdaga
  • með því að ástunda jafnrétti
Menntun til sjálfbærni:
  • með námi í umhverfisfræði í kjarna
  • með því að fjalla um sjálfbærni í öðrum áföngum
  • með því að halda á lofti gagnrýnni umræðu um umhverfi, samfélag, náttúru og sameiginlega ábyrgð
  • með því að fjalla um jöfnuð innan kynslóða og á milli kynslóða
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að kenna erlend tungumál á fjölbreyttan máta
  • með því að stuðla að því að tjáningu og samskiptum á erlendu tungumáli
  • með því að nemendur afli sér upplýsinga á erlendum tungumálum
  • með því að nemendur kynnist menningu í þeim löndum sem tungumálið er notað
Heilbrigði:
  • með því að gera nemendum skylt að taka íþróttaáfanga
  • með því að taka þátt í heilsueflandi verkefnum
  • með því að vera með virka eineltisáætlun og þátttöku í forvarnarverkefnum
  • með samstarfi við nemendafélag og foreldraráð
  • með því að efla sjálfstraust nemenda
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því kenna íslensku
  • með því að leggja áherslu á læsi, tjáningu og samskipti á íslensku
  • með því að leggja áherslu á hópavinnu, að nemendur færi rök fyrir skoðunum sínum og haldi kynningar á íslensku
  • með lestri bókmennta á íslensku
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að kenna í kjarna áfangann Lýðræðisvitund og siðferði
  • með lýðræðislegum vinnubrögðum og áherslu á virðingu og kurteisi í samskiptum
  • með því að leggja áherslu á hópavinnu og jákvæð samskipti í verkefnavinnu
  • með því að bera virðingu fyrir fjölbreytileika