Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Matartæknanám (Staðfestingarnúmer 246) 19-246-3-8 | matartæknir | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Matartæknanám er 204 eininga bóklegt og verklegt nám sem lýkur með fagprófi matartæknis á 3. námsþrepi. Matartæknanám er þrjár annir í skóla ásamt vinnustaðanámi í 15 vikur og starfsþjálfun í 38 vikur. Matartæknanám býr nemendur undir matreiðslu í eldhúsum heilbrigðisstofnana, leik-, grunn- og framhaldsskólum og mötuneytum vinnustaða. Matartæknar semja matseðla með fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi, breyta matseðlum fyrir einstaklinga sem þurfa á sérfæði að halda og skipuleggja innkaup. Þeir panta inn og taka á móti hráefni unnu og óunnu, undirbúa það til matargerðar og meðhöndla það til geymslu á viðeigandi hátt. Þeir matreiða máltíðir fyrir ólíka hópa, s.s. börn, unglinga, íþróttafólk og aldraða. Ennfremur þá sem þurfa á sérfæði og sjúkrafæði að halda og meta skammtastærðir hverju sinni. Þeir afgreiða fæði úr eldhúsi og stjórna skömmtunarfæribandi í stóreldhúsum. Þeir sjá um frágang samkvæmt heilbrigðisreglugerð. Matartæknar hafa einnig hæfni til að útbúa fínni kvöldverðarétti, leggja á borð, framreiða mat og annast þjónustu. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem matartæknir á Íslandi. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Nemandi sem lokið hefur námi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla getur innritast í matartæknanám. Inntökuskilyrði eru nánar útfærð í skólanámskrá. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í kjarnagreinum þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B, B+ eða A í þessum greinum í grunnskóla eða hafa lokið undirbúningsáfanga. |
Skipulag: | Bóklegt og verklegt nám sem lýkur með fagprófi á 3.námsþrepi sem matartæknir. Námið fer fram í skóla og á vinnustað. |
Námsmat | Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um námið og hvernig markmiðum þess verður náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á símat með leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmati með vel útfærðum matsatriðalistum. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga. |
Starfsnám: | Vinnustaðanám og starfsþjálfun fer fram í viðurkenndum eldhúsum mötuneyta, stóreldhúsum með starfsleyfi og eldhúsum heilbrigðisstofnana. |
Reglur um námsframvindu: | Nemendur verða að ná hæfniviðmiðum í hverjum áfanga með lágmarkseinkunnina 5,0. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
204 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft