Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Lyfjatæknabraut (Staðfestingarnúmer 260) 17-260-3-8 lyfjatæknir hæfniþrep 3
Lýsing: Lyfjatækni er 220 feininga nám með námslok á 3.hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum lyfjatæknabrautar. Nám í sérgreinum lyfjatæknabrautar er bóklegt nám í skóla og starfsnám í apótekum eða lyfjafyrirtækjum. Tilgangur lyfjatæknináms er að búa nemendur undir fjölbreytt störf lyfjatækna. Námslengd er sjö annir miðað við fullt nám og miðar námið að því að þjálfa nemendur til þess að standast kröfur heilbrigðisþjónustunnar hverju sinni. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa færni í að takast á við raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Enn fremur er lögð áhersla á að nemendur kynnist notagildi upplýsinga- og samskiptatækni og læri að beita henni í námi sínu. Lyfjatæknir er lögverndað starfsheiti.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Skilyrði til innritunar í nám á lyfjatæknabraut er að nemandi hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í kjarnagreinum þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í viðkomandi grein.
Skipulag: Meðalnámstími á lyfjatæknabraut er um þrjú og hálft ár, samtals 220 feiningar sem skiptist í 3 anna nám í almennum greinum og heilbrigðisgreinum (96 fein.), 3 anna nám í sérgreinum brautarinnar (100 fein.) og fjórtán vikna ólaunað starfsnám í apóteki/lyfjafyrirtæki (24 fein.).
Námsmat Með námsmati er kannað að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér þau markmið sem sett eru í viðkomandi áföngum. Námsmat skal vera fjölbreytt og æskilegt er að í námsmati felist leiðsögn til nemenda um hvernig þeir geti með árangursríkum hætti hagað námi sínu. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.
Starfsnám: Vinnustaðanám er skipulagt sem fjórtán vikna nám í apóteki að loknu sérnámi í skóla undir leiðsögn lyfjafræðings eða lyfjatæknis. Tilgangur vinnustaðanáms er að gera nemendur færa um að axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í starfi. Vinnustaðanám er skipulagt út frá lokamarkmiðum náms. Hverjum nemanda fylgir ferilbók þar sem gerð er grein fyrir þjálfun hans í vinnustaðanámi, verkefnum er lýst og mat lagt á verktækni, starfshæfni og framvindu náms. Við upphaf vinnustaðanáms setur nemandi sér markmið með náminu sem verður leiðarljós í samskiptum hans við leiðbeinanda. Nemandi og leiðbeinandi bera ábyrgð á skráningu ferilbókar sem er hluti af námsmati. Apótek/lyfjafyrirtæki sem gerir samning um vinnustaðanám nemanda skuldbindur sig til að fylgja þeim markmiðum sem tilgreind eru fyrir nám lyfjatækna. Kennslustjóri lyfjatæknabrautar skipuleggur og heldur utan um vinnustaðanám nemanda og metur í samvinnu við leiðbeinanda hvort hann hafi staðist námið.
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að hafa lokið undanförum til þess að halda áfram námi í hverri grein þar sem það á við. Miðað er við að lyfjatækninám taki að jafnaði sjö annir.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • vinna ásamt öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að sameiginlegum markmiðum heilbrigðisyfirvalda hverju sinni
 • skipuleggja og forgangsraða störfum sínum
 • sýna faglegan metnað og færni við störf sín
 • afgreiða og meðhöndla lyf
 • veita fræðslu og ráðgjöf um rétta og hagkvæma notkun lausasölulyfja
 • veita faglega ráðgjöf um notkun hjúkrunar- og sjúkragagna
 • meðhöndla lyfseðla samkvæmt lögum og reglum
 • nýta sér upplýsingatækni í starfi
 • vinna samkvæmt gæðastefnum og gæðareglum lyfjafyrirtækja og apóteka
 • taka þátt í þróunarverkefnum á vinnustað sínum
 • sjá um vöru- og lyfjapantanir, móttöku lyfja og frágang þeirra
 • starfa eftir siðareglum, sýna siðferðisvitund og gæta þagmælsku í störfum sínum
 • nota réttar vinnuaðferðir, þannig að hvorki hann né vinnuumhverfi hans beri skaða af
 • vinna fjölbreytt störf í lyfjafyrirtækjum og -stofnunum
 • tileinka sér nýjungar í starfi og vera meðvitaður um mikilvægi þess

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

220  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennar greinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Heilbrigðis- og raungreinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Sérgreinar í lyfjatækni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • í lokaverkefni, þar sem gerðar eru kröfur um fagleg vinnubrögð og að nemendur séu læsir á upplýsingar ólíkra miðla, geti nýtt sér fjölbreytta miðla í upplýsingaleit, aflað gagna, flokkað og nýtt sér á gagnrýninn hátt.
 • í stærðfræði læra nemendur talnameðferð og stærðfræði daglegs lífs.
 • í sérgreinum, þar sem komið er inn á nauðsyn gagnrýnnar hugsunar við úrvinnslu upplýsinga og áhersla er lögð á að nemendur geri sér grein fyrir að upplýsingar eru oft gildishlaðnar.
 • með því að kenna nemendum notkun töflureikna og verslunarreikning
 • með því að kenna nemendum lestur tölulegra upplýsinga, t.d. úr rannsóknum og notkun þeirra máli sínu til stuðnings.
Námshæfni:
 • á þann hátt að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum, þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra, t.d. með sjálfsmati og jafningjamati.
 • með því að þjálfa nemendur í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim.
 • með því að þjálfa nemendur í að tengja þekkingu og leikni við frekara nám og störf.
 • í vinnustaðanámi þar sem nemendur færa ferilbók þar sem þeir m.a. ígrunda framfarir sínar í námi og starfi. Þar er lögð áhersla á að nemendur yfirfæri bóklega þekkingu á störf lyfjatækna.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að nemendur þurfa að sýna hæfni í verkefnum, kynningu á þeim og flutningi.
 • í vinnustaðanámi, þar sem nemendur vinna oft í aðstæðum þar sem reynir á hugkvæmni og sköpun við úrlausn verkefna.
 • í lokaverkefni, þar sem nemendur þurfa að sýna frumkvæði, ígrundun og viðhafa gagnrýna hugsun við úrvinnslu.
Jafnrétti:
 • á þann hátt að allir einstaklingar geti þroskast á eigin forsendum, óháð staðháttum og félagslegum aðstæðum.
 • með því að leggja áherslu á jafnan rétt og tækifæri allra að námi óháð búsetu, trúarbrögðum, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldri, litarhætti eða tungumáli.
 • með því að aðlaga námsmat og kennsluaðferðir í áföngum að mismunandi leiðum nemenda til að læra og er fjölbreytt allan námstímann.
 • með því að sýna öllum viðskiptavinum/skjólstæðingum jafnræði í samskiptum.
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að vinna að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu.
 • í heilbrigðisfræði þar sem komið er inn á sjálfbærni þegar fjallað er um tengsl mengunar og sjúkdóma. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir gera grein fyrir mengunar- og slysavörnum í nánasta umhverfi sínu.
 • í vinnustaðanámi þar sem nemendur læra að ganga af virðingu, öryggi og ábyrgð um vinnuumhverfi sitt til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Auk þess læra nemendur að umgangast hættuleg efni og lyf ásamt förgun þeirra á umhverfisvænan og öruggan hátt.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • í dönsku- og enskunámi eru nemendur þjálfaðirí að koma máli sínu á framfæri í ræðu og riti.
 • með því að fara sérstaklega í enskan fagorðaforða í þeim tilgangi að nemendur verði hæfir í að lesa fræðigreinar sem tengjast lyfjafræði.
 • í lokaverkefni brautarinnar, þar sem nemendur þurfa að afla sér heimilda á erlendu tungumáli, nýta sér þær og fá þannig þjálfun í að lesa viðkomandi fagmál.
Heilbrigði:
 • í heilbrigðisfræði er fjallað er um heilbrigðan lífsstíl, heilsueflingu, forvarnir og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu.
 • með því að gera nemendur meðvitaða um ábyrgð á eigin heilsu og eru þeir hvattir til að temja sér heilbrigðan lífsstíl.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með verkefnavinnu þar sem reynir á tjáningu í rituðu og töluðu máli við kynningu niðurstaðna.
 • í mörgum áföngum þar sem nemendur þurfa að svara spurningum á málefnalegan hátt og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í verkefnaflutningi.
 • í náminu vinna nemendur verkefni þar sem þeir gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum.
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að stuðla að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi.
 • með því að leita eftir viðhorfum nemenda til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið, t.d. með kennslukönnunum þar sem nemendur láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum.
 • á þann hátt að nemendur taka þátt í umræðum og læra að beita rökum í álitamálum.
 • í vinnustaðanámi þar sem nemendur sýna eigin störfum og annarra virðingu, sinna þeim af trúmennsku og heiðarleika og virði þagnarskyldu við skjólstæðinga.
 • sem kemur fram í því að nemendur eiga fulltrúa bæði í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skólans.
 • kennarar og starfsfólk umgangast nemendur með virðingu, jafnrétti og lýðræði að leiðarljósi.