Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Framhaldsskólabraut 1 (Staðfestingarnúmer 108) 15-108-1-1 framhaldsskólapróf hæfniþrep 1
Lýsing: Meginmarkmið framhaldsskólabrautar 1 er að bjóða upp á skilgreind námslok af stuttri braut sem undirbýr nemendur fyrir frekara nám og störf. Á brautinni eru nemendur aðstoðaðir við að byggja upp trú á eigin getu og seiglu í námi, auk þess að efla sjálfsmynd og sjálfsskilning. Nemendum eru kynntar mismunandi leiðir í menntakerfinu og þeir aðstoðaðir við að marka sér stefnu í námi og starfi. Nemendur fá hagnýta menntun í kjarnagreinum jafnt sem öðrum greinum auk þess sem þeir eru fræddir um vinnumarkaðinn, t.d. með vinnustaðanámi. Nám á brautinni er 90-120 einingar og tekur 6-9 spannir. Við námslok útskrifast nemendur með framhaldsskólapróf.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Að nemandi hafi lokið grunnskóla.
Skipulag: Nám á brautinni er 90-120 einingar þar sem nemandi tileinkar sér hæfni á fyrsta þrepi. Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki að minnsta kosti 60 einingum á skólaári. Námið er að mestu bóklegt og er kennslustundum skipt í bundnar kennslustundir og verkefnatíma. Skólaárið skiptist í fjórar spannir og eru nemendur að jafnaði í þremur áföngum á spönn auk íþrótta. Nám á brautinni skiptist í kjarnagreinar og bundið val. Kjarninn og bundna valið samanstanda af áföngum á 1. hæfniþrepi sem veita undirbúning undir frekara nám og störf. Þegar nemandi hefur lokið kjarna brautarinnar og að minnsta kosti 90 einingum samanlagt telst hann útskrifaður af framhaldsskólabraut 1.
Námsmat Símat er ríkjandi þáttur í námsmati við skólann og áhersla lögð á fjölbreyttar aðferðir við námsmat til þess að mæta ólíkum nemendum. Leiðsagnarmat er rauði þráðurinn í námsmati. Umgjörð námsmatsins er útfærð í skólanámskrá en nánar kveðið á um námsmat tiltekinna áfanga í kennsluáætlun hverju sinni.
Starfsnám: Fræðsla um atvinnulífið fer fram í NÁSS áföngum í kjarna brautarinnar. Að því loknu á nemandi þess kost að stunda vinnustaðanám í samræmi við áhugasvið. Vinnustaðanám byggir á samvinnu við fyrirtæki atvinnulífsins og er háð jákvæðum undirtektum þeirra.
Reglur um námsframvindu: Nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn (tveimur spönnum) og telst hann annars fallinn á viðkomandi önn. Skólasóknareinkunn nemanda er reiknuð í lok hverrar annar. Sé hann undir viðmiðunarmörkum telst hann fallinn á önninni. Ekki er skylt að endurinnrita nemanda hafi hann fallið á tveimur önnum í röð. Nemanda er heimilt að þreyta próf þrívegis í sama áfanga. Ætli nemandi að færa sig yfir á stúdentsbraut þarf hann að hafa lokið 1. þrepi áföngum í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • nýta í daglegu lífi það sjálfstraust og þá seiglu sem byggð er upp í náminu
  • meta mismunandi valkosti í menntakerfinu og setja sér raunhæf markmið varðandi nám og störf
  • þekkja sjálfan sig og trúa á eigin getu
  • tjá sig á greinargóðri íslensku í ræðu og riti
  • gera sig skiljanlegan á einfaldri ensku
  • meta tölur og stærðir í umhverfinu og takast á við hagnýtar reikniaðgerðir
  • afla sér upplýsinga með þeim verkfærum sem eru til taks
  • taka þátt í atvinnulífinu
  • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
  • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
  • vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
  • tjá skoðanir sínar og taka sjálfstæðar ákvarðanir
  • eiga jákvæð samskipti við aðra er byggja á umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og lífssýn
  • leysa úr ágreiningi, taka sameiginlegar ákvarðanir með öðrum og setja gagnrýni fram á viðeigandi og árangursríkan hátt

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

90  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Íslenska fyrir framhaldsskólabraut
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Íslenska hægferð
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Enska fyrir framhaldsskólabraut
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Enska hægferð
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Enska hraðferð
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið pakkaval

Stærðfræði fyrir framhaldsskólabraut
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Stærðfræði hægferð
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið áfangaval

40 af 122
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 40 af 122

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Í bundnu áfangavali eru þeir valáfangar sem eru í boði á framhaldsskólabraut 1. Nemendur velja valáfanga brautarinnar og annað námsframboð skólans eftir því sem við á. Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn. Markmiðið er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að efla talnalæsi þar sem unnið er með tölur, fjármál og stærðfræði daglegs lífs
  • með því að þjálfa nemendur í að nýta sér upplýsingatækni á markvissan hátt
  • með því að nemendur vinni hagnýt og áhugaverð verkefni sem þeir geta miðlað í töluðu eða rituðu máli
Námshæfni:
  • með því að nemendur þjálfist í árangursríkum vinnubrögðum og því að fara eftir leiðbeiningum
  • með því að nemandi öðlist sjálftraust og læri að þekkja styrkleika sína og veikleika
  • með því að nemandi læri að setja sér markmið í námi og starfi
  • með því að nemandi takist á við áskoranir í náminu
  • með því að nemandi geti beitt góðum vinnubrögðum á vinnustað undir leiðsögn
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að í áföngum brautarinnar er lögð áhersla á skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar
  • með því að nemendur geti yfirfært þá hæfni sem þau tileinka sér við leik og störf
  • með fjölbreyttum kennsluaðferðum og verkefnum þar sem mismunandi hæfileikar nemenda fá að njóta sín
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að gera nemendur meðvitaða um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og skynsamlega nýtingu þeirra, s.s. með verkefnavinnu og vettvangsferðum
  • með því að efla vitund nemenda um sjálfbærni umhverfis, samfélags, menningar og efnahagskerfis þannig að þeir geti tekið upplýsta afstöðu til álitamála
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að nemendur geti skilið einfaldan texta á enskri tungu, tjáð sig á einfaldan og skiljanlegan hátt, lesið sér til fróðleiks og tekið þátt í samræðum
  • með því að bjóða upp á nám við hæfi í fleiri tungumálum en ensku
Heilbrigði:
  • með því að, hafa íþróttir og heilsutengda áfanga í kjarna brautarinnar þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, svefnvenjur, matarræði, heilbrigðan lífstíl, forvarnir og þjálfun í að taka ábyrgð á eigin heilsu
  • með því að styrkja nemendur í heilbrigðum lífsstíl án hverskonar vímuefna
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að í íslenskunámi er sérstök áhersla lögð á að þjálfa lestur, lesskilning, ritun, og fjölbreytta málnotkun
  • með því að þjálfa nemendur í að tjá sig á íslensku í ræðu og riti
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að lögð er áhersla á rétt einstaklinga til náms við hæfi meðan fræðsluskylda varir
  • með því að komið er til móts við þarfir mismunandi einstaklinga og hópa með virku utanumhaldi í umsjón og einstaklingsbundinni aðstoð
  • með því að efla vitund nemenda um réttindi þeirra og skyldur
Jafnrétti:
  • með því að gefa öllum kost á að sækja nám við hæfi eftir lok grunnskóla
  • með því að á brautinni er lögð áhersla á jafnan rétt allra til náms meðan fræðsluskylda varir
  • með því að fræða nemendur um jafnréttismál og vinna með viðhorf þeirra þannig að þeir tileinki sér jafnréttishugsun