- með því að nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit, læsi, túlkun og framsetningu margs konar upplýsinga.
- með því að nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig, bæði í ræðu og riti.
- með því að nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti og líðan annarra.
- með því að nemendur læra að vera gagnrýnir á upplýsingar í fjölmiðlum og fræðigreinum.
- Með því að þjálfa nemendur í vinnu með stærðfræðilíkön til að túlkan rauveruleg viðfangsefni.
|
- með því að nemendur taki ábyrgð á eigin námi.
- með því að nemendur verði læsir á styrkleika sína.
- með því að þjálfa nemendur í raunhæfri markmiðssetningu.
- með því að hvetja nemendur til gagnrýnna vinnubragða og að færa ætíð rök fyrir máli sínu
- með því að nemendur eru gerðir meðvitaðir um nám sitt í gegnum kennsluaðferðir og námsmat
- með því að nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
- með því að nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeina um hvað betur megi fara, þ.e. leiðsagnarmat.
|
- með því að nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi og nýta styrkleika sína í vinnu.
- með því að ögra og virkja nemendur til sköpunar og að leita ólíkra leiða við lausn verkefna sinna.
- Með því að nemendur geti notað sérhæfðan stærðfræði hugbúnað og forritun við lausn viðfangsefna.
|
- með því að nemendur fái kynningu á félagsauði, mannauði og náttúru- og umhverfisauði
- með því að nemendur læri að taka gagnrýna afstöðu til þessara þátta og samspils þeirra
- með því að nemendur þjálfast í að taka tillit til annarra og skoðana þeirra
- með því að nemendur skoða hvernig má bæta samfélagið og láta gott af sér leiða, ekki síst í nærumhverfi sínu.
|
- með því að nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verði að einhverju marki læsir á helstu innviði ólíkra samfélaga.
- með því að lesa sérhæfða fræðitexta á ensku í náttúruvísindagreinum og túlka þá, t.d. við vinnu á verkefnum sínum.
|
- með því að koma til móts við þarfir, getu og áhugasvið nemenda
- með því að auka sjálfsþekkingu nemenda, styrkja og byggja upp jákvæða sjálfsmynd þeirra
- með því að nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín
- með því að nemendur kynnist verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ og taki þátt í því.
- með því að nemendur kynnast helstu þáttum heilbrigðiskerfisins og hvernig ber að nýta þjónustu þess.
- með því að læra um lífeðlisfræði mannsins og skilja þá flóknu ferla er hafa áhrif á heilbrigði mannsins.
|
- með því að lögð er áhersla á miðlun, skilning og túlkun upplýsinga
- með því að leggja áherslu á eflingu orðaforða og íslenska hugtakanotkun í raun- og náttúruvísindagreinum
- með því að nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem þeir kynnast ýmsum hliðum á læsi
- með því að nemendur þjálfast í vandaðri málnotkun í ræðu og riti, m.a. með því að kynnast bókmenntum og menningu frá ýmsum tímum
|
- með því að mannréttindi eru skoðuð út frá mörgum sjónarhornum, bæði í námi og leik
- með því að nemendur læra að hlusta á aðra og virða skoðanir þeirra
- með því að nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi, m.a. í þróun skólastarfsins og félagsstarfi nemenda
- með því að nemendur fá val um verkefni og framsetningarform þeirra
- með því að nemendur taka þátt í sjálfs- og jafningjamati
|
- með því að skoða hinar ýmsu tegundir jafnréttis, s.s. kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti, jafnan rétt fatlaðra og ófatlaðra og jafnan rétt allra jarðarbúa til auðlinda jarðarinnar
- með því að nemendur taka viðhorf sín og samnemenda til skoðunar með gagnrýnum hætti
- með því að nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um samfélag jafnræðis, jafnréttis og réttlætis.
- Með því að skoða jafnréttisáætlun eigin skóla til betrumbóta.
|