Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Félagsfræðabraut (Staðfestingarnúmer 98) 15-98-3-6 | stúdent | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Á félagsfræðabraut er megin áherslan á samfélagsgreinar og kjarnagreinar. Í samfélagsgreinum er lögð áhersla á nám til jafnréttis, lýðræðis og mannréttinda. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í mennta- félags- og hugvísindadeildum háskóla. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. |
Skipulag: | Á félagsfræðabraut er fyrst og fremst verkefnamiðað bóklegt nám. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, t.d. fyrirlestrar, leitarnám, hópvinna, samvinnunám og rauntengt nám. |
Námsmat | Námsmatið er fyrst og fremst leiðsagnarmat en formleg lokapróf í lok anna eru ekki til staðar. Vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Í upphafi hverrar annar skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Sjá nánar í skólanámskrá. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Lágmarkseiningafjöldi á brautinni eru 200 einingar. Reglur um námsframvindu eru samkvæmt skólareglum. Námstími til stúdentsprófs er 3 ár og þarf nemandi að taka 33-34 einingar á önn til að ljúka á þeim tíma. Nemendur velji áfanga í samráði við náms- og starfsráðgjafa með aðgangsviðmið háskólanna til hliðsjónar. Sjá nánar í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Bundið pakkaval
Fjöldi pakka sem nemendur velja: | 1 af 2 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur velja 20 einingar af vali brautar eða öðrum brautum. Þeir áfangar sem kenndir eru hverju sinni eru í boði. |