Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Matreiðsla (Staðfestingarnúmer 405) 18-405-3-8 matreiðslumaður hæfniþrep 3
Lýsing: Matreiðslumaður matreiðir og útbýr rétti til framreiðslu. Hann er hæfur til að beita öllum höfuðmatreiðsluaðferðum, jafnt í sígildri sem nútíma matargerð. Hann tekur tillit til óska viðskiptavina og aðlagar matreiðslu sína að neysluþörfum markhópa og einstaklinga. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Matreiðslumaður starfar þar sem seldar eru veitingar í atvinnuskyni, s.s. á hótelum, veitingahúsum, kaffihúsum og farþegaskipum og þar sem matreiðsla er þjónustuþáttur við aðra starfsemi eins og í mötuneytum, á fraktskipum og á heilbrigðisstofnunum. Hann vinnur í samræmi við gæðaferla um innra eftirlitskerfi vinnustaða, vinnureglur um rekjanleikja og afgreiðslu á vörum og þjónustu og almennar siðareglur. Matreiðsla er löggilt iðngrein.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á brautinni þurfa nemendur að vera á námssamningi í matreiðslu. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum, þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þeim greinum.
Skipulag: Matreiðslunám er verklegt og bóklegt samningsbundið starfsnám á 3. hæfniþrepi sem lýkur með sveinsprófi. Það er skipulagt sem fjögurra ára 290 eininga nám. Þar af eru 200 einingar á viðurkenndum vinnustað í 126 vikur og 90 einingar í skóla í þrjár annir.
Námsmat Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um námið og hvernig markmiðum þess verður náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á símat með leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmati með vel útfærðum matsatriðalistum. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.
Starfsnám: Nemendur fara í starfsnám í 126 vikur utan lögbundinna fría. Námið fer fram í viðurkenndu eldhúsi á veitingastað, hóteli eða öðru eldhúsi þar sem starfandi er meistari í matreiðslu með leyfi til að taka nemanda á námssamning.
Reglur um námsframvindu: Nemendur verða að ná hæfniviðmiðum í hverjum áfanga með lágmarkseinkunnina 5,0.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • vinnur sjálfstætt við matreiðslu, skipuleggur verkferla, forgangsraðar verkefnum, undirbýr vinnusvæði og sér um pantanir
 • hefur umfangsmikla hráefnisþekkingu, tekur á móti unnu og óunnu hráefni, þekkir uppruna þess, flokkar, metur ástand og gæði þess og gengur frá hráefnum til geymslu. hefur tileinkað sér meginstrauma í íslenskri og alþjóðlegri matreiðslu.
 • setur saman matseðla eftir tilefni og óskum viðskiptavina og leiðbeinir um val og röð rétta á matseðli
 • getur beitt viðeigandi matreiðsluaðferðum með tilliti til hráefnis
 • getur matreitt allan algengan mat m.a með hliðsjón af hollustu og næringargildi. getur beitt matreiðsluaðferðum sem fellur hráefni og matreiðslu ólíkra þjóða og menningarsvæða
 • þekkir helstu áhrifaþætti fæðuofnæmis og fæðuóþols og viðbrögð gegn því
 • hefur þekkingu á hlutun og hagnýtingu á kjöti og fiski ásamt gæðamati þess
 • getur beitt handverkfærum, notar viðurkennd eldunartæki með faglegum hætti og hefur góða færni í skurði og meðferð á grænmeti, fisk og kjöti
 • getur tjáð sig og leiðbeint um fagleg málefni greinarinnar á ábyrgan hátt og hefur vald á fagorðum greinarinnar
 • hefur þekkingu á mikilvægi góðrar þjónustu og gæðum í þjónustu
 • reiknar út verð sem byggir á framleiðslustöðlum, uppskriftum og framlegð. vinnur í samræmi við umhverfisstefnu vinnustaðarins, tekur þátt í að efla umhverfisvitund, draga úr matarsóun, efla sjálfbærni o.s.frv. og tekur þátt í almennri heilsueflingu á vinnustað eftir því sem við á
 • ber ábyrgð á að þrif vinnusvæðis og búnaðar sé í samræmi við staðlaðar hreinlætiskröfur
 • sýnir frumkvæði í þróun matreiðslu
 • greinir áhættuþætti í starfi matreiðslumanna, nýtir öryggisvarnir og fylgir eftir reglum um vinnuvernd, m.a. um rétta líkamsbeitingu og kann grunnþætti í fyrstu hjálp
 • ber virðingu fyrir starfi sínu og ber ábyrgð á þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. Gætir að trúnaði og þagnarskyldu við gesti og samstarfsfélaga og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu
 • hafa færni í ensku, íslensku og stærðfræði sem svarar til krafna af öðru náms þrepi
 • getur beitt matreiðsluaðferðum sem fellur hráefni og matreiðslu ólíkra þjóða og menningarsvæða
 • hefur tileinkað sér meginstrauma í íslenskri og alþjóðlegri matreiðslu

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

290  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Bóklegt og verklegt nám í skóla 90 einingar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Starfsnám á vinnustað 200 einingar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • nemendur læra að túlka upplýsingar og setja þær fram
 • nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit, að vera gagnrýnir á heimildir
 • nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig í ræðu og riti
 • nemendur kynnast ýmsum menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög með tilliti til matar og menningar
 • nemendur gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegra samskipta og hvernig þau eru háð umhverfi og aðstæðum, jafnt á vinnustað sem í samfélagi
 • nemendur leggja áherslu á eflingu orðaforða síns og íslenska hugtakanotkun við störf í matreiðslu
Námshæfni:
 • nemendur vinna með styrkleika sína til þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
 • nemendur læra að setja sér raunhæf markmið og meta hvort þau hafi náðst
 • nemendur eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni
 • nemendur eru gerðir meðvitaðir um hæfniviðmið námsins, kennsluaðferðir og námsmat
 • nemendur taka ábyrgð á eigin námi
 • nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
 • nemendur læra að færa rök fyrir máli sínu á gagnrýninn hátt
 • nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeina um hvað betur megi fara
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi, ígrunda og efla gagnrýna hugsun
 • nemendur eru hvattir til að nýta sköpunarkraft sinn í þeim verkefnum sem þeir fást við
 • nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sinni
 • nemendur sýni sjálfstæð vinnubrögð við úrvinnslu verkefna
 • nemendur nýti þekkingu sína og geti yfirfært hana á mismunandi hráefni
Menntun til sjálfbærni:
 • nemendur séu færir um að taka upplýsta afstöðu til umhverfis, náttúru, samfélags, menningar og efnahagskerfis.
 • nemendur fái þjálfun í að taka ábyrga afstöðu við val á hráefni til matargerðar
 • nemendur fái þjálfun í sjálfbærri hugsun með því að nýta vel þau aðföng sem til þarf
 • nemendur fái þjálfun í að ígrunda vel innihald og uppruna hráefnis
 • nemendur fái þjálfun í að flokka úrgang og nýta afganga sem best
 • nemendur fái þjálfun í að taka ábyrga afstöðu til nýtingar orku og auðlinda
 • nemendur fá þjálfun í margþættri notkun hráefna og hvernig er hægt að nota það á sem fjölbreytilegastan máta
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að, í áföngum er nemendum gerð grein fyrir mikilvægi þekkingar í erlendum tungumálum við störf í eldhúsum
 • með því að, í áföngum vinna nemendur með uppskriftir úr erlendum fagbókum og af netmiðlum
Heilbrigði:
 • nemendur geri sér grein fyrir hvernig mögulegt er að auka lífsgæði með heilbrigðu líferni
 • nemendur byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd með því að gera sér grein fyrir sterkum hliðum sínum og hæfileikum
 • nemendur verði meðvitaðir um tengsl hollrar fæðu og heilbrigðis
 • nemendur geri sér grein fyrir tengslum persónulegs hreinlætis og eigin heilbrigðis
 • nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi öryggisvarna á vinnustað
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • nemendur fá þjálfun í öllum þáttum læsis, tjáningar og samskipta í áföngum námsins
 • nemendur þjálfast í samskiptum og samskiptahæfni í verklegu námi
 • nemendur þjálfast í tjáningu bæði í rituðu og töluðu máli við kynningu á verkefnum
 • nemendur þurfa að geta svarað spurningum á málefnalegan hátt og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður í verkefnaflutningi
Lýðræði og mannréttindi:
 • nemendur fá val um og taka þátt í fjölbreyttum verkefni og námsmati
 • nemendur fá val um framsetningu verkefna á fjöbreytilegan máta
 • nemendur öðlast hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópvinnu í fjölbreyttum nemendahópi
 • nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi s.s. með því að hlusta á skoðanir annarra nemenda varðandi útfærslu mismunadi rétta í matreiðslustarfinu
Jafnrétti:
 • nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um sérþarfir einstaklinga og hópa og rétt þeirra til sérþjónustu
 • nemendur vinna með mismunandi matseðla frá ólíkum menningarheimum og fyrir hópa með sérþarfir
 • nemendur vinni að fjölbreyttum verkefnum með fjölbreyttu námsmati sem hentar fjölmenningarlegu umhverfi