Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Hársnyrtibraut (Staðfestingarnúmer 452) 20-452-3-8 hársnyrtir hæfniþrep 3
Lýsing: Námsbrautin er alls 234 einingar og þar af eru 25 einingar sem nemendur hafa lokið áður en þeir hefja nám á brautinni. Skólinn kennir bóklegar og verklegar sérgreinar í hársnyrtiiðn og náminu lýkur með sveinsprófi. Námslok eru á 3. hæfniþrepi, nemendur taka 209 einingar í skólanum og námið tekur að jafnaði tvö ár,12 mánuðir í skóla og 52 vikur á námssamning á hársnyrtistofum. Fyrirtæki sem samþykkt eru af nemaleyfisnefnd geta ein tekið við nemum í starfþjálfun. Í starfsþjálfun öðlast nemar mikilvæga reynslu og dýpri fagþekkingu sem undirbýr þá til að starfa við hársnyrtiiðn á vinnumarkaði að loknu sveinsprófi. Í náminu eru einnig fjölda verkefna sem tengjast atvinnulífinu beint. Sveinspróf veitir réttindi til að starfa í iðngreininni auk inngöngu í nám til iðnmeistara. Skólinn er sniðinn að þörfum nemenda ásamt því að bjóða upp á gott og frjótt vinnuumhverfi fyrir bæði nemendur og starfsmenn.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemandi skal hafa lokið grunnskólanámi, náð 18 ára aldri og klárað 25 bóklegar einingar á framhaldsskólastigi. Áfangar sem nemandi þarf að hafa lokið á 1. hæfniþrepi eru bókfærsla 5 einingar og lífsleikni 5 einingar. Áfangar sem nemandi þarf að hafa lokið á 2. hæfniþrepi eru, íslenska 5 einingar, enska 5 einingar og stærðfræði 5 einingar.
Skipulag: Hársnyrtinámið er í heild sinni 234 einingar þar af eru almennar greinar 25 einingar. Nám við skólann er 209 eininga 12 mánaða heilstætt nám með haust-, vor- og sumarönn. Skipulag námsins er með þeim hætti að nemendur taka bæði bóklegt og verklegt nám á hverri önn. Áfangar í vinnustaðarnámi 15 einingar eru teknir í 8 vikur innan skólans og starfsþjálfun 80 einingar á hársnyrtistofu sem getur verið 52-64 vikur en það ræðst af því hvenær nemi hefur ná tilskilinni hæfni.
Námsmat Námið er kennt í 4 vikna lotum og er námsmat unnið útfrá bæði símati og lotuprófum. Námsmat byggist m.a. á • verkefnum sem nemandi vinnur í kennslustundum • frammistöðu í kennslustundum og árangri í skyndiprófum • skriflegu lokaprófi í bóklegum þætti sem reynir á þekkingu á efnisatriðum og rökum fyrir tengslum ólíkra efnisþátta • verklegum prófum sem tekin eru yfir annirnar með símati. Í kennsluáætlun hvers áfanga kemur fram hvernig námsmat kennara er háttað.
Starfsnám: Starfsþjálfun er til að auka færni nemenda til að takast á við raunveruleg verkefni í fyrirtækjum, þjálfa verktækni og fagleg vinnubrögð og getur verið í 52-64 vikur en það ræðst af því hvenær nemi hefur ná tilskilinni hæfni. Skólinn aðstoðar nemendur að komast á samning á hársnyrtistofur í samráði við nemendur og hársnyrtistofur, ljúki nemandi skólanum með 90% mætingu eða meira. Hársnyrtistofur gera samning um þjálfun nemenda á vinnustað, skuldbinda sig til fylgja þeim markmiðum sem tilgreind eru í þeim námsþáttum og verklegri þjálfun nemandans sem iðngreinin gerir kröfu um. Þau fyrirtæki sem samþykkt eru af nemaleyfisnefnd geta ein tekið við nemum í starfþjálfun.
Reglur um námsframvindu: Hverri önn lýkur með prófi. Til að ljúka hverjum áfanga þarf nemandi að ná lágmarks einkuninni 6. Nái nemandi ekki lágmarks einkunn hefur hann ekki staðist áfangann og verður því að þreyta upptökupróf til að eiga rétt á að halda áfram. Hægt er að taka með sér einn áfanga yfir á næstu önn og þreyta lokaprófi um miðbik næstu annar. Ef nemandi fellur í tveimur áföngum eða fleiri er það fall á önn og brottvísun úr skóla. Nemandi sem ekki uppfyllir mætingaskyldu sem er 90% á í hættu á að vera vísað úr námi. Skrifleg aðvörun er lögð fram til nemanda ef mæting er orðin ábótavön eða komin undir 85%.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • • þekkir og getur beitt mismunandi aðferðum við permanent, sléttun, litun og litatækni
  • • getur formað og rakað skegg
  • • hefur víðtæka kunnáttu á efnafræðilegum áhrifum og almennri meðhöndlun kemískra efna í hársnyrtiiðn
  • • getur framkvæmt mismunandi útfærslur á hárgreiðslum (dag-, kvöld-, brúðar-, gala-, tímabilagreiðslur og bylgjur).
  • • velur vörur og meðferð út frá faglegri þekkingu sinni og eiginleikum hárs
  • • þekkir sögu hársnyrtigreinarinnar og síbreytilega tísku í aldanna rás, fylgist með tískustraumum og getur tileinkað sér þá.
  • • getur teiknað og útbúið verklýsingu í máli og myndum, unnið eftir sinni eigin og annarra
  • • sýnir fágaða framkomu, sjálfstæði í vinnubrögðum, ber ábyrgð á eigin verkum og er hæfur til að kynna sig og verk sín á gagnrýnin og faglegan hátt.
  • • þekkir og fer eftir lögum og reglugerðum um hreinlæti, öryggi, vinnuvernd, forvarnir, réttindi og skyldur í hársnyrtiiðn
  • • getur veitt skyndihjálp.
  • • þekkir leiðir til sjálfbærni, lög og reglugerðir um umhverfisvernd, þekkir umhverfisvænar vörur og leiðir til að öðlast viðurkenningu sem umhverfisvænn hársnyrtir
  • • sýnir viðskiptavinum, samstarfsfólki og umhverfi virðingu.
  • • er meðvitaður um mikilvægi þjónustulundar fyrir vinnustaðinn, og hefur tileinkað sér fagtengdar siðareglur og gætir trúnaðar í hvívetna.
  • • sýnir leikni í tölvunotkun varðandi gagnavörslu, upplýsingaöflun, myndvinnslu, upplýsingagjöf um og til viðskiptavinar.
  • • greinir hár, hársvörð, þvær hár og hefur vald á mismunandi nuddaðferðum.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

234  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
25 einingar í almennum bóklegum greinum (sjá inntökuskilyrði)
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Nemendur öðlast færni í að lesa í verklýsingar
  • Nemendur læra samspil forma
  • Nemendur læra grunnleikni í notkun þeirra verkfæra sem notuð eru í greininni
  • Nemendur framkvæma verkefni á sjálstæðan hátt og útfylla verklýsingu á verkinu
  • Verða við óskum viðskiptavina sinna með sjálfstæðum vinnubrögðum
  • Nemendur þurfa að beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við útfærslu á klippingu
  • - Nemendur læra að nýta sér kosti ólíkra samfélagsmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri
Námshæfni:
  • Nemdur þróa eigin hugmyndir og koma þeim á framfæri
  • Nemendur hafi skilning á að blanda formum saman
  • Við námslok geta nemendur nýtt sér faglega-, sérhæfða og almenna þekkingu og leikni við ákvarðanatöku og hagnýtt sér við raunverulegar aðstæður
  • Við námslok geta nemendur sýnt fram á með handverki sínu þekkingu á ákveðnum aðferðum, borið saman mismunandi verklag og valið það sem hentar hverju sinni.
  • Nemendur læra að beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við útfærslu á klippingu
  • Námið kennir nemendum að meta styrk- og veikleika sína í faginu og að vera virkirr í þekkingarleit sinni
  • Nemendum er veitt sjálfstraust og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Nemendur þurfa að nýta víðtæka fagþekkingu og leikni í að meta hvað þarf til að verða að ósk viðskiptavinar
  • Skólinn leggur áherslu á fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir sem reyna á mismunandi hæfni nemenda
  • Tengsl skólans við nærumhverfi eru mikil og einnig við atvinnulífið. Námið er því nátengt raunverulegum viðfangsefnum sem bíða nemenda eftir að námi lýkur. Það eykur áhuga og gefur náminu gildi.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Nemendur læra að þróa eigin hugmyndir og koma þeim á framfæri
  • Nemendur þurfa að tjá sig munnlega og skriflega um þær upplýsingar og athuganir sem gerðar eru
  • Í áföngunum eru nemendur eru hvattir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir
  • Verða að óskum viðskiptavina sinna með sjálfstæðum vinnubrögðum
  • Nemendur þurfa að geta greint faglega-, sérhæfða-, og almenna þekkingu og leikni við ákvarðanatöku og hagnýtt sér við raunverulegar aðstæður
  • Nemendur verða að nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við lausn nýrra viðfangsefna
  • Nemendum er kennt að beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við útfærslu á klippingu
Jafnrétti:
  • Skólinn leitast við að taka á móti fjölbreyttum hópi nemenda, bæði er varðar bakgrunn og fyrri námsárangur.
  • Í skólanum er hverjum nemanda mætt þar sem hann er staddur og virðing er borin fyrir starfsfólki og nemendum.
Menntun til sjálfbærni:
  • Nemendur læra að nýta sér þekkingu sýna á umhverfinu
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Nemendur læra almenn hugtök á erlendum tungumálum sem eru ríkjandi innan greinarinnar
  • Nemendur leita að upplýsingum á erlendum heimasíðum og samfélagsmiðlum á mismunandi tungumálum, vinna úr þeim og tjá sig um innihaldið í ræðu og riti.
Heilbrigði:
  • Í allri kennslu og samskiptum við nemendur er áhersla lögð á jákvæð samskipti milli nemenda innbyrðis, sem og milli nemenda og kennara. Slík samskipti stuðla að félagslegu heilbrigði.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Nemendur þurfa að sýna hæfni til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir
  • Nemendur þurfa að geta tjáð sig munnlega og skriflega um þær upplýsingar og athuganir sem gerðar eru.
  • Í náminu verða nemendur að geta komið sínum hugmyndum á framfæri
  • Nemendur nýta sér faglega, sérhæfða og almenna þekkingu og leikni við ákvarðanatöku og hagnýtt sér við raunverulegar aðstæður
  • Að námi loknu búa nemendur yfir faglegri hæfni sem ber vott um djúpan skilning og víðtæka þekkingu á handverki, hugtökum og aðferðum í faginu
Lýðræði og mannréttindi:
  • Námið kennir og hvetur nemendur til að deila þekkingu sinni með öðrum
  • Nemendur læra að taka á móti ólíkum viðskiptavinum
  • lögð er fyrir nemendur kennslukönnun þar sem þeir segja álit sitt á áföngum og gæði kennslu
  • Skólinn hefur það að markmiði að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur og hjálpa honum að rækta hæfileika sína.
  • Skólinn leitast við að taka á móti fjölbreyttum hópi nemenda, bæði er varðar bakgrunn og fyrri námsárangur.