Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Hársnyrtibraut (Staðfestingarnúmer 452) 20-452-3-8 | hársnyrtir | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Námsbrautin er alls 234 einingar og þar af eru 25 einingar sem nemendur hafa lokið áður en þeir hefja nám á brautinni. Skólinn kennir bóklegar og verklegar sérgreinar í hársnyrtiiðn og náminu lýkur með sveinsprófi. Námslok eru á 3. hæfniþrepi, nemendur taka 209 einingar í skólanum og námið tekur að jafnaði tvö ár,12 mánuðir í skóla og 52 vikur á námssamning á hársnyrtistofum. Fyrirtæki sem samþykkt eru af nemaleyfisnefnd geta ein tekið við nemum í starfþjálfun. Í starfsþjálfun öðlast nemar mikilvæga reynslu og dýpri fagþekkingu sem undirbýr þá til að starfa við hársnyrtiiðn á vinnumarkaði að loknu sveinsprófi. Í náminu eru einnig fjölda verkefna sem tengjast atvinnulífinu beint. Sveinspróf veitir réttindi til að starfa í iðngreininni auk inngöngu í nám til iðnmeistara. Skólinn er sniðinn að þörfum nemenda ásamt því að bjóða upp á gott og frjótt vinnuumhverfi fyrir bæði nemendur og starfsmenn. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Nemandi skal hafa lokið grunnskólanámi, náð 18 ára aldri og klárað 25 bóklegar einingar á framhaldsskólastigi. Áfangar sem nemandi þarf að hafa lokið á 1. hæfniþrepi eru bókfærsla 5 einingar og lífsleikni 5 einingar. Áfangar sem nemandi þarf að hafa lokið á 2. hæfniþrepi eru, íslenska 5 einingar, enska 5 einingar og stærðfræði 5 einingar. |
Skipulag: | Hársnyrtinámið er í heild sinni 234 einingar þar af eru almennar greinar 25 einingar. Nám við skólann er 209 eininga 12 mánaða heilstætt nám með haust-, vor- og sumarönn. Skipulag námsins er með þeim hætti að nemendur taka bæði bóklegt og verklegt nám á hverri önn. Áfangar í vinnustaðarnámi 15 einingar eru teknir í 8 vikur innan skólans og starfsþjálfun 80 einingar á hársnyrtistofu sem getur verið 52-64 vikur en það ræðst af því hvenær nemi hefur ná tilskilinni hæfni. |
Námsmat | Námið er kennt í 4 vikna lotum og er námsmat unnið útfrá bæði símati og lotuprófum. Námsmat byggist m.a. á • verkefnum sem nemandi vinnur í kennslustundum • frammistöðu í kennslustundum og árangri í skyndiprófum • skriflegu lokaprófi í bóklegum þætti sem reynir á þekkingu á efnisatriðum og rökum fyrir tengslum ólíkra efnisþátta • verklegum prófum sem tekin eru yfir annirnar með símati. Í kennsluáætlun hvers áfanga kemur fram hvernig námsmat kennara er háttað. |
Starfsnám: | Starfsþjálfun er til að auka færni nemenda til að takast á við raunveruleg verkefni í fyrirtækjum, þjálfa verktækni og fagleg vinnubrögð og getur verið í 52-64 vikur en það ræðst af því hvenær nemi hefur ná tilskilinni hæfni. Skólinn aðstoðar nemendur að komast á samning á hársnyrtistofur í samráði við nemendur og hársnyrtistofur, ljúki nemandi skólanum með 90% mætingu eða meira. Hársnyrtistofur gera samning um þjálfun nemenda á vinnustað, skuldbinda sig til fylgja þeim markmiðum sem tilgreind eru í þeim námsþáttum og verklegri þjálfun nemandans sem iðngreinin gerir kröfu um. Þau fyrirtæki sem samþykkt eru af nemaleyfisnefnd geta ein tekið við nemum í starfþjálfun. |
Reglur um námsframvindu: | Hverri önn lýkur með prófi. Til að ljúka hverjum áfanga þarf nemandi að ná lágmarks einkuninni 6. Nái nemandi ekki lágmarks einkunn hefur hann ekki staðist áfangann og verður því að þreyta upptökupróf til að eiga rétt á að halda áfram. Hægt er að taka með sér einn áfanga yfir á næstu önn og þreyta lokaprófi um miðbik næstu annar. Ef nemandi fellur í tveimur áföngum eða fleiri er það fall á önn og brottvísun úr skóla. Nemandi sem ekki uppfyllir mætingaskyldu sem er 90% á í hættu á að vera vísað úr námi. Skrifleg aðvörun er lögð fram til nemanda ef mæting er orðin ábótavön eða komin undir 85%. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
234 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft