Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Viðskipta- og hagfræðibraut - íþróttaafrekssvið (Staðfestingarnúmer 196) 16-196-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Viðskipta- og hagfræðibraut - íþróttaafrekssvið, byggir á fjölbreyttu og góðu almennu námi með lykiláherslu á sérfög brautarinnar og íþróttaástundun nemandans. Markmiðið með náminu er að efla kunnáttu nemenda í fjármála- og viðskiptafögum og grunnþekkingu á rekstri fyrirtækja. Brautin veitir góðan undirbúning undir háskólanám í viðskipta- og hagfræði og skyldum námsleiðum, um leið og hún styður nemandann í ástundun afreksíþrótta.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til þess að geta innritast á viðskipta- og hagfræðibraut - íþróttaafrekssvið, þarf nemandi við lok grunnskóla að hafa náð hæfnieinkunn B í íslensku og stærðfræði og C í ensku. Til þess að geta hafið nám á öðru hæfniþrepi í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla í þessum greinum. Að öðrum kosti hefur nemandi nám sitt í þessum greinum á fyrsta hæfniþrepi. Einnig þarf nemandinn að vera skráður iðkandi hjá íþróttafélagi sem er í samstarfi við skólann.
Skipulag: Námið er að mestu leyti bóklegt og fer fram í skólanum, en afreksæfingar eru á vettvangi íþróttafélaganna. Skólinn leggur áherslu á fjölbreyttar kennslu- og námsaðferðir. Leitast er við að nemendur kynnist helstu stofnunum og fyrirtækjum á hverju fræðasviði, með heimsóknum og verkefnum.
Námsmat Fjölbreyttum námsmatsaðferðum er beitt í skólanum. Umgjörð námsmatsins er útfærð í skólanámskrá en nánar er kveðið á um námsmat einstakra áfanga í námsáætlun hverju sinni. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar. Nám til stúdentsprófs er þrjú ár og þarf því nemandi að ljúka 33-34 einingum á önn. Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • tjá skoðanir sínar á skýran hátt í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • sýna ábyrgðartilfinningu og lýðsræðislega hugsun í leik og starfi
  • gera sér grein fyrir gildi sjálfbærni í víðum skilningi og umhverfisvernd
  • sýna ábyrgð í námi sínu og vera meðvitaður um styrkleika sína í námi og starfi
  • beita skapandi vinnubrögðum við lausn verkefna
  • beita góðri almennri þekkingu á sviði viðskipta- og hagfræðigreina og sértækri þekkingu á afmörkuðum sviðum þeirra
  • beita skipulögðum vinnubrögðum i greinum sem tengjast viðskipta- og efnahagslífi
  • sýna skilning á viðskipta- og hagfræðilegum viðfangsefnum
  • takast á við frekara nám í viðskipta- og hagfræðigreinum á háskólastigi
  • meta gildi heilsueflingar fyrir eigin farsæld
  • bæta árangur sinn í þeirri íþrótt sem hann leggur stund á

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni viðskipta- og hagfræðibrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið áfangaval

10 af 20
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 10 af 20

Bundið áfangaval

10 af 20
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 10 af 20

Bundið áfangaval

10 af 45
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 10 af 45

Bundið áfangaval

30 af 95
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 30 af 95

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemandi tekur 10 einingar í frjálst val, þannig að hann uppfylli 200 eininga lágmark brautarinnar. Gæta þarf að hlutfalli eininga á hæfniþrep, einingar á 1. hæfniþrepi eiga að vera 33-67, 67-100 á 2. hæfniþrepi og 33-67 á 3. hæfniþrepi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að þjálfa talnameðferð í öllum stærðfræðiáföngum
  • með því að skylda nemendur til að taka tölfræðiáfanga, þar sem þjálfuð er meðhöndlun tölulegra gagna og myndræn framsetning á þeim
  • með því að vinna með og túlka, munnlega og skriflega, niðurstöður og aðrar tölulegar upplýsingar í raungreinaáföngum skólans. Nemendur utan raunvísindabrautar taka a.m.k. tvo kynningaráfanga
  • með því að þjálfa söfnun og túlkun og greiningu ýmissa tölulegra upplýsinga í félagsgreinum og umhverfis- og auðlindafræði, skilja samhengi þeirra og túlka, bæði munnlega og skriflega
Námshæfni:
  • með því að kenna nemendum að tileinka sér gróskuhugarfar í einum HÁMA-áfanganum, þ.e. að tileinka sér jákvætt viðhorf til áskorana og krefjandi verkefna og koma auga á styrkleika sína til að efla sig í námi og starfi
  • með því að í skólanum er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Í mörgum áföngum skólans, er notað jafningjamat og sjálfsmat
  • með því að nota fjölbreyttar kennslu- og námsaðferðir sem reyna á ýmsa hæfni og eftir því sem lengra líður á námið, eru gerðar meiri kröfur um að þekking og fyrri reynsla, bæði í viðkomandi grein og öðrum, sé nýtt við lausn nýrra viðfangsefna. T.d. eru notuð spegluð kennsla, hugkort, samvinnunám, uppgötvunarnám, einstaklingsvinna, paravinna og hópvinna
  • með því að stuðla að því að nemendur þjálfi hæfni sína til að miðla til annarra og styrkja þannig námshæfni sína, t.d. með kynningum á verkefnum og töfludæmum
  • með því að vinna metnaðarfull verkefni, t.d. í umhverfis- og auðlindafræði þar sem verulega reynir á námsæfni nemenda. Þeir þurfa að nota fjölbreytt gögn og vera sjálfstæðir í vinnubrögðum
  • með því að nemendur fái umsagnir um verkefnin sín, þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeina um hvað betur megi fara, þannig að nemendur nýti umsagnir til þess að betrumbæta verkefnin sín
  • með því að stuðla að aukinni þekkingu og hæfni nemenda á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl, í heilsueflingaráföngum skólans
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með með því að nemendur fái oft frjálsar hendur um úrlausn verkefna og framsetningu þeirraþví að
  • með því að nemendur í einum HÁMA-áfanganum búa til auglýsingu fyrir Flensborgarhlaupið sem er góðgerðarhlaup, skipulagt af nemendafélagi skólans og starfshópi um heilsueflandi framhaldsskóla
  • með því að vinna á mjög skapandi hátt með ritun í íslensku og ensku, þar sem nemendur þjálfa skapandi skrif
  • með því að hvetja nemendur til að taka frumkvæði í eigin námi, ígrunda og beita gagnrýninni hugsun
  • þar sem margir þættir í skólastarfinu falla undir skapandi starf, t.d.þátttaka í félagslífi skólans
Jafnrétti:
  • með því að skólinn fylgi eftir jafnréttisstefnu sinni og hafi virka jafnréttisnefnd
  • með því að vinna með jafnréttishugtakið í víðum skilningi í einum HÁMA-áfanganum, þar sem nemendur skilgreina hugtakið, kynna sér stöðu jafnréttismála á Íslandi og stöðu hinna mismunandi minnihlutahópa
  • með því að leggja áherslu í öllu skólastarfinu á að hver og einn nemandi fái tækifæri til að efla hæfni sína á eigin forsendum, jafnt einstaklingar með fötlun og aðrir
  • með því að skólinn hvetur nemendafélagið að stuðla að jafnri kynjaskiptingu í ábyrgðarstörfum og nefndum þess
  • með því að skólinn stuðli að því að raddir allra nemenda heyrist, t.d. í verkefninu „hlýtt á nemendur“
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að allir nemendur skólans taki þátt í samstarfsverkefni skólans við samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs þar sem unnið er að uppgræðslustarfi í Krýsuvík og nemendur læra um sjálfbæran lífstíl
  • með því að allir nemendur taki kjarnaáfanga í umhverfis- og auðlindafræði
  • með því að í einum HÁMA-áfanganum safni nemendur notuðum fötum og leikföngum til að gefa í hjálparstarf og læra um leið um endurnýtingu og sjálfbæran lífsstíl
  • með því að vinna að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu
  • með því að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi í einum HÁMA-áfanganum
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að þjálfa almennt læsi í tungmálaáföngum, bæði með lestextum, kvikmyndum, fjölmiðlaefni og fræðigreinum
  • með því að þjálfa nemendur í að mynda sér skoðun, endursegja og tjá sig um sín hugðarefni og samfélagsleg málefni
  • með því að nýta efni í mörgum áföngum, sem ekki eru tungumálaáfangar, á erlendu tungumáli og/eða leita eftir stuðningsefni sem er með erlendu tali
  • með því að ætlast til þess að nemendur nýti sér heimildir á erlendum tungumálum, s.s. umhverfis-og auðlindafræði
Heilbrigði:
  • þar sem skólinn er forystuskóli í Heilsueflandi framhaldsskólaverkefninu og er því heilbrigði og heilsuefling rauði þráðurinn í gegnum skólastarfið
  • með því að bjóða upp á heilsusamlegt fæði í mötuneytinu
  • með því að kenna nemendum að tileinka sér núvitund til að efla geðheilsu
  • með því að hvetja til hreyfingar, t.d. í gegnum Flensborgarhlaupið og val í heilsueflingu um ýmsar íþróttir, þannig að allir finni eitthvað við hæfi
  • með því að bjóða upp á íþróttafrekssvið í tengslum við íþróttafélögin
  • með því að vinna að því að efla sjálfsmynd nemenda og öllum nemendum kynnt heilafræði (brainology
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að allir nemendur skólans fái námskeið í hraðlestri og þeim kenndar mismunandi lestraraðferðir til að efla bæði lestarhæfileika þeirra og minni
  • með því að þjálfa framsögn markvisst í öllum áföngum í íslensku
  • með því að láta reyna á samskipti og samskiptahæfni í flestum áföngum skólans með allskyns verkefnavinnu
  • með því að reyna á tjáningu í rituðu og mæltu máli við framsetningu á fjölbreyttum verkefnum í hinum ýmsu áföngum
  • með því að ætlast til þess að nemendur svari spurningum og rökstyðji skoðanir sínar, bæði í umræðuhópum og verkefnakynningum
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að hvetja nemendur, í einum HÁMA-áfanganum til að taka þátt í samfélaginu og mynda sér skoðun á hinum ýmsu þjóðfélags- og samfélagsmálum. Nemendur velja sér málfefni til að berjast fyrir eða góðgerðarfélag til að vinna fyrir í sjálboðastarfi
  • með því að leggja áherslu á að gera nemandann virkan þegn í lýðræðissamfélagi, m.a. í HÁMA-áföngunum
  • með því að hafa lýðræði að leiðarljósi í öllu starfi skólans, t.d. á hverju ári eru umræðutímar: „hlýtt á nemendur“, þar sem þeir ræða málefni skólans og koma með tillögur og ábendingar, sem tekið er tillit til
  • með því að nemendur sitja í ýmsum ráðum við skólann, þar sem málefni hans eru til umfjöllunar
  • með því að halda ráðstefnur í skólanum og örnámskeið, sem nemendur taka þátt í að skipuleggja. Ýmis málefni hafa verið tekin fyrir og oftar en ekki tengjast lýðræði og mannréttindum, t.d. hjálparsamtök og málefni flóttafólks