Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Náttúruvísindabraut (Staðfestingarnúmer 88) 15-88-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á náttúruvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði náttúru- og raunvísinda. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám í náttúru- og raunvísindum, heilbrigðisvísindum og tæknigreinum á háskólastigi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Nám á brautinni skiptist í almennan kjarna, bundið val, bundið áfangaval og frjálst val. Við valið þurfa nemendur að huga að þrepaskiptingu aðalnámskrár sé fullnægt. Við bundið áfangaval skulu a.m.k. 3 áfangar vera á 3. þrepi. Nemendur skipuleggi valið í samráði við náms- og starfsráðgjafa í samræmi við framtíðaráætlanir.
Námsmat Fjölbreytt námsmat er lykilatriði í námsmati skólans. Umgjörð námsmatsins er útfærð í skólanámskrá en nánar er kveðið á um námsmat einstakra áfanga í námsáætlun hverju sinni. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 feiningar. Námstími til stúdentsprófs er 3 – 4 ár. Nemandi sem hyggst ljúka námi á þremur árum þarf að jafnaði að ljúka um 67 feiningum á hverju skólaári.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • hafa góða almenna þekkingu á sviði raungreina og stærðfræði
  • nálgast verkefni á sjálfstæðan og faglegan hátt
  • afla sér upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt
  • beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna
  • lesa úr rannsóknarniðurstöðum og greini þær
  • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi
  • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
  • geta unnið einir og í samvinnu við aðra
  • skilja aðstæður fólks og geti sett sig í spor þeirra sem búa við önnur skilyrði en þeir sjálfir
  • virða umhverfi sitt og læri að nýta það á skynsamlegan hátt
  • sýna frumkvæði og beiti sköpun við lausn flókinna verkefna
  • takast á við frekara nám, einkum í náttúru- og raunvísindum, heilbrigðis- og tæknigreinum

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennur kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni náttúruvísindabrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 2 af 2

Bundið áfangaval

20 af 55
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 20 af 55

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val er 50 feiningar. Nemendur geta ráðið úr hvaða námsgreinum þessar einingar koma allt eftir því hvert þeir stefna. Nemendur þurfa að gæta að hlutfalli milli þrepa í valinu, Hámark eininga á 1. þrepi verði 33%, hámark á 2. þrepi 50% og lágmark á þriðja þrepi 17%.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • mikið reynir á alla þessa þætti í fjölmörgum áföngum brautarinnar. Á brautinni er sérstakur rannsóknaráfangi og lokaverkefni þar sem gerðar eru kröfur um læsi á upplýsingar og að nemendur geti aflað ganga, flokkað gögn og nýtt sér upplýsingar og komið þeim frá sér. Gerðar verða kröfur um vinnubrögð á háskólastigi.
  • í stærðfræði á brautinni verður markvisst unnið með talnalestur og túlkun á tölulegum upplýsingum.
  • í náttúruvísindum þurfa nemendur að geta lesið í tölfræðilegar, myndrænar og skrifaðar upplýsingar. Þegar þeir framkvæma verklegar æfingar í raunvísindum þurfa þeir að gera margvíslegar mælingar, flokka þær og nýta sér upplýsingar til að sannreyna tilgátur.
Námshæfni:
  • í nýnemafræðslu er lögð áhersla á að nemendur átti sig á námskröfum skólans og hvað felst í því að ljúka námi á stúdentsprófsbraut.
  • nemendur eru aðstoðaðir við að átta sig á eigin styrkleikum og hvernig þeir geti bætt árangur sinn í námi.
  • í skólanum er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum og þeir aðstoðaðir við að meta eigin vinnubrögð og annarra m.a. með sjálfsmati og jafningjamati.
  • nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir sem kalla á fjölbreyttar námsaðferðir og gögn.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi og sýna ígrundun og gagnrýna hugsun.
  • nemendur eru hvattir til að leita ólíkra leiða við lausn verkefna og skila verkefnum á skapandi hátt eftir áhuga og hæfni.
  • í lokaverkefni reynir verulega á hagnýtingu þekkingar og skapandi hugsun.
Menntun til sjálfbærni:
  • nemendur verði meðvitaðir um sjálfbæra þróun, eðli hugtaksins og þróun þess.
  • nemendur fá kynningu í mörgum áföngum á sjálfbærni s.s. félagsauði, mannauði og náttúru- og umhverfisauði.
  • nemendur hvattir til að vera virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • nemendur þurfa að tjá sig og taka þátt í samræðum í ræðu og riti.
  • nemendur kynnast ólíkum textagerðum og vinna með textana á mismunandi hátt eftir tilgangi hverju sinni.
  • í lokaverkefnisáföngunum er gerð krafa um að nemendur nýti sér heimildir á erlendu máli og afli sér þannig upplýsinga sem birtar eru á öðru tungumáli en íslensku.
  • lögð áhersla á erlend samskipti og nemendum gefinn kostur á að taka þátt í nemendaskiptaverkefnum eða taka valáfanga sem ganga út á að undirbúa heimsóknir til annarra landa.
Heilbrigði:
  • í skólastarfinu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl m.a. í tengslum við heilsueflandi framhaldsskóla.
  • skólinn kemur til móts við mismunandi þarfir, getu og áhugasvið nemenda.
  • nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín.
  • unnið er að því að byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • í skólastarfinu er unnið með eflingu orðaforða og nemendur þjálfast í vandaðri málnotkun í ræðu og riti.
  • í öllum áföngum er læsi og tjáning í forgrunni og þurfa nemendur að geta rökstutt skoðanir sínar.
  • nemendur kynnast bókmenntum og menningu frá ýmsum tímum.
  • nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem áhersla er á tjáningu.
Lýðræði og mannréttindi:
  • nemendur læri um mannréttindi og lýðræði og þjálfist í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi.
  • nemendur hafi val um verkefni og framsetningu verkefna sinna.
  • nemendur öðlist hæfni í samskiptum við aðra í hópavinnu.
  • nemendur taki þátt í jafningjamati og sjálfsmati.
  • nemendur taki þátt í ýmsum könnunum og rýnihópum varðandi skólastarfið.
Jafnrétti:
  • nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um jafnrétti og skoði viðhorf sín og samnemenda.
  • nemendur skoða ýmsar tegundir jafnréttis s.s. kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti, trúarjafnrétti og jafnan rétt fatlaðra og ófatlaðra.
  • nemendur hvattir til að vera virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu.