Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Hönnunar- og nýsköpunarbraut (Staðfestingarnúmer 258) 17-258-3-7 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Markmið Hönnunar- og nýsköpunarbrautar er að búa nemendur undir hönnunar- og tæknitengdar greinar á háskólastigi. Náminu lýkur með stúdentsprófi og er ætlað að brúa bil á milli verklegrar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun þar sem unnið er með hönnunarferli í lausnaleit. Sérstök áhersla er á vinnu með verklag, nýsköpun og sjálfbærni. Að námi loknu eiga nemendur að vera með góðan undirbúning fyrir nám sem reynir á skapandi vinnu, lausnaleit og frumkvæði í einstaklingsvinnu sem og samvinnu.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í kjarnagreinum þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla.
Skipulag: Stúdentspróf af Hönnunar- og nýsköpunarbraut er að lágmarki 201 eining. Námið er bæði verklegt og bóklegt. Verklegi þátturinn byggir á skapandi vinnu í lausnaleit. Hluti af náminu fer fram á verkstæðum annarra skóla þar sem nemendur fá innsýn í fagnám ólíkra greina.
Námsmat Námsmat fer fram með lokaprófum, verkefnum og símati en lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat. Það er stefna skólans að auka vægi leiðsagnarmats og símats þar sem því verður við komið. Nánar er kveðið á um námsmat einstakra áfanga í kennsluáætlun hverju sinni og í rekstrarhandbók skólans.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Sjá skólareglur í rekstrarhandbók skólans.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • takast á við nám í hönnunar- og tæknigreinum eða skyldum greinum á háskólastigi.
 • greina möguleika hönnunar og nýsköpunar í samfélaginu.
 • sýna fram á siðferðisvitund gagnvart efnisnotkun og höfundarétti.
 • meta gildi upplýsinga um umhverfi og náttúru.
 • taka afstöðu til skynsamlegrar nýtingar með sjálfbærni að leiðarljósi.
 • sýna frumkvæði í skapandi vinnu og lausnleit.
 • vinna sjálfstætt sem og í samvinnu.
 • nýta sér ólíka miðla, tækni og aðferðir í þekkingarleit.
 • vinna með upplýsingar á skapandi og gagnrýninn hátt.
 • nálgast viðfangsefni af víðsýni og umburðarlyndi.
 • njóta lista, menningar og skapandi starfs á margvíslegu formi.
 • taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar og heilbrigðis.
 • vera virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi.
 • vera meðvitaðir og gagnrýnir á áhrif fyrirmynda og staðalmynda á eigin ímynd og lífsstíl.
 • vera virkir og ábyrgir borgarar í umhverfi sínu og náttúru.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

201  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Í íslensku og erlendum tungumálum nota nemendur upplýsingatækni í þekkingarleit og miðla þekkingu á gagnrýninn og skapandi hátt. Nemendur leita að upplýsingum á veraldarvefnum og víðar og vinna með þær á fjölbreyttan hátt. Þeir nota rafrænar orðabækur og ýmis forrit við úrvinnslu upplýsinga og framsetningu þeirra.
 • Í stærðfræðiáföngum er lögð áhersla á að nemendur læri meðferð talna á viðeigandi hátt eftir eðli viðfangsefna. Til dæmis er nemendum gert að nýta sér efni sem sett er fram í tölvutæku formi.
 • Í fyrstu áföngum stærðfræðinnar er sérstaklega unnið að því að nemendur verði læsir á stærðfræðitexta og formúlur og geti fylgt rökfærslu sem sett er á blað.
Námshæfni:
 • Nemendur fá sérstaka fræðslu um námstækni og mismunandi námsaðferðir í lífsleikni, náttúrulæsi og menningarlæsi. Þar læra þeir að skipuleggja tíma sinn, meta eigin styrkleika og veikleika og læra aðferðir til að efla námshæfni sína.
 • Skólinn leggur áherslu á fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir sem reyna á mismunandi hæfni nemenda. Stefna skólans er að auka vægi símats og leiðsagnarnáms þar sem því verður við komið. Mikið er um fjölbreytta verkefnavinnu í formi samvinnunáms þar sem nemendur meta vinnuframlag hver annars eða sjálfs sín með aðstoðformi jafningjamats og sjálfsmats.
 • Í greinum eins og lífsleikni, menningarlæsi og náttúrulæsi meta nemendur námslega stöðu sína og gera grein fyrir henni. Þetta gera nemendur einnig í tungumálanámi, hvort sem um móðurmál eða erlend tungumál er að ræða.
 • Í íþróttum og lífsleikni læra nemendur um gildi reglulegrar hreyfingar og fjölbreytts fæðuvals með orðatiltækið „heilbrigð sál í hraustum líkama“ í huga. Nemendum er sýnt fram á að ef fólk temur sér heilbrigða lífshætti varðandi hreyfingu og mataræði líði því almennt betur og þar með styrki það hæfni og getu til náms.
 • Í stærðfræðiáföngum eru notaðar fjölbreyttar námsaðferðir, svo sem hópvinna, einstaklingsvinna og jafningjakennsla, þ.e. að einn nemandi kenni öðrum, töflukennsla, spegluð kennsla, uppgötvunarnám og svo framvegis. Með fjölbreyttum kennsluaðferðum er vonast til að námshæfni nemenda aukist og að allir fái nám við hæfi í einhverju formi.
 • Í vinnustofum, námsveri og með jafningjakennslu er leitast við að koma til móts við þá nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda í námi.
 • Tengsl skólans við nærumhverfið eru mikil og einnig við atvinnulífið. Námið er því nátengt raunverulegum viðfangsefnum sem bíða nemenda eftir að því lýkur, sem eykur áhuga og gefur náminu gildi í huga nemenda.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Í öllum áföngum í erlendum málum er lögð áhersla á skapandi verkefni sem reyna á ímyndunarafl nemenda. Sem dæmi má nefna að nemendur vinna auglýsingar, blaðagreinar, veggspjöld, semja ljóð, smásögur og tjá sig um ýmis málefni líðandi stundar. Nemendur lesa bæði smásögur og skáldsögur og vinna margvísleg skapandi verkefni í tengslum við efnið þar sem þeir velja sjálfir viðfangsefni og aðferðir. Má þar nefna skapandi textaskrif.
 • Skapandi vinna er mikilvægur þáttur í öllum íslenskuáföngum. Nemendur eiga kost á að skila verkefnum á ýmsu formi, t.d. að flytja verkefni, setja upp leikþætti, útbúa glærukynningar, gera stuttmyndir, rita texta, skáldverk, ljóð og fleira. Þá eru nemendur hvattir til leikhúsferða í efri áföngum. Boðið er upp á kynningarferðir, s.s. ferð á Njáluslóðir í tengslum við kennslu á Njálu.
 • Í öllum áföngum íþrótta hagnýta nemendur sér þekkingu sem þeir afla sér um hreyfingu. Nemendur gera eigin æfingaáætlanir og læra að fylgja þeim eftir með markvissum hætti.
 • Í stærðfræði er beitt ólíkum lausnaraðferðum og nemendur eru þjálfaðir í að hafa augun opin fyrir því að hægt sé að leysa verkefni á fjölbreytilegan hátt.
 • Í lífsleikni vinna nemendur með fjölbreytt verkefni sem reyna á sköpunarhæfni þeirra og ímyndunarafl. Nemendur semja glærukynningu um sig sjálfa og kynna fyrir bekknum.
 • Innan skólans hafa nemendur val um fjölmarga áfanga í skapandi greinum. Þetta á jafnt við um allar brautir. náttúrufræðibraut sem og aðrar brautir.
Jafnrétti:
 • Samkvæmt jafnréttisstefnu skólans er markmiðið að tryggja að nemendur og starfsfólk sé metið að eigin verðleikum og njóti jafnréttis óháð kynferði, aldri, uppruna, kynhneigð, fötlun og/eða öðrum félagslegum og persónubundnum þáttum. Jafnréttisáætlun skólans er verkfæri sem hrindir stefnunni í framkvæmd með skipulögðum hætti. Samkvæmt henni skulu nemendur skólans meðal annars njóta fræðslu um jafnréttismál og fá kynningu á jafnréttisstefnu skólans, sem og viðbragðsáætlun, ef kvörtun berst.
 • Í skólanum er stuðlað að jafnrétti, lýðræði og mannréttindum. Virðing er meðal gilda skólans. Í skólanum er hverjum nemenda mætt þar sem hann er staddur og virðing er borin fyrir starfsfólki og nemendum.
 • Skólinn býður upp á dreifnám sem gefur nemendum kost á að stunda nám óháð búsetu, vinnutíma eða öðru því sem gæti hindrað þá í að stunda nám í dagskóla.
 • Skólinn býður upp á raunfærnimat til þess að mæta nemendum þarsem þeir eru staddir og almennt nám fyrir raunfærninemendur til þess greiða leið þeirra inn á námsbrautir skólans.
 • Í fyrstu áföngum stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku er jafnrétti eflt með því að taka á móti nemendum þar sem þeir eru staddir.
 • Í mörgum greinum skólans, svo sem tungumálum og íslensku, fá nemendur möguleika á að velja verkefni og framsetningu þeirra. Einnig er mikið unnið í hópum þar sem allir hópmeðlimir eiga jafnan rétt til að tjá skoðanir sínar, meta vinnuframlag samnemenda sinna og hafa þannig áhrif á vinnuna og endurgjöf innan hópsins. Þá skipa þeir hver annan í hlutverk innan hópsins.
 • Í íslensku og erlendum tungumálum kynnast nemendur stöðu og réttindum ýmissa þjóðfélagshópa í ólíkum menningarheimum í gegnum ýmsa miðla (kvikmyndir, blaðagreinar, tónlist, texta).
 • Í íþróttum er nemendum að leitist við að taka mið af eigin hreyfigetu, óháð kyni og líkamsþyngd.
 • Í lífsleikni, náttúrulæsi og menningarlæsi er tekið sérstaklega á jafnréttismálum. Þar er m.a. lögð áhersla á að allir einstaklingar eigi jafnan möguleika á að þroska hæfileika sina óháð kynferði, kynþætti, trúarbrögðum, kynhneigð eða fötlun.
 • Skólinn býður upp á vinnustofur, til dæmis í stærðfræði. Í skólanum er námsver og jafningjakennsla sem opin eru öllum og ætlað er að jafna aðstöðumun nemenda er kemur að heimavinnu og námi almennt.
Menntun til sjálfbærni:
 • Skólinn hefur þá stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu. Í stefnunni er lögð áhersla á fjóra þætti: næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Með þessu móti er nemendum gerð grein fyrir mikilvægi þessara þátta til sjálfbærni.
 • Í erlendum málum er valið námsefni sem virkar hvetjandi á nemendur og vekur áhuga þeirra og forvitni um ólík samfélög, menningu og umhverfi. Lestextar eru sérstaklega valdir með það að markmiði að veita innsýn í aðra menningarheima og efla alþjóðavitund og samfélagslega ábyrgð nemenda.
 • Í áföngum skólans er kennsluefni oft á tölvutæku formi og rafræn skil eru á ýmsum verkefnum. Hefur aukin nýting tækninnar leitt til bættrar umgengni við náttúruna.
 • Í íþróttum fá nemendur reglulega hreyfingu og þar með eflist vitund þeirra um nærumhverfi og heilsu. Þeir öðlast reynslu í læsi á eigin heilsu með tilliti til gildis hreyfingar og heilnæms mataræðis en þetta tvennt stuðlar að góðri heilsu og líðan alla ævi.
 • Í lífsleikni er farið í neytendamál og fjármálalæsi sem miðast að aukinni meðvitund um sjálfbærni.
 • Í menningarlæsi læra nemendur um hvernig listir og hönnun geta tengst orðræðunni um sjálfbærni, þegar litið er til miðlunar þekkingar, náttúruauðlinda, og félagslegra og umhverfislegra þátta. Fjallað er um það hvernig menning getur haft rík áhrif á hegðun, neyslumynstur og framleiðsluhætti samfélags.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Í öllum áföngum erlendra tungumála er unnið markvisst með texta á markmálinu og fá nemendur fjölbreytt tækifæri til að tjá sig í ræðu og riti. Þeir eiga í samskiptum sín á milli á markmálinu (samtöl, hlustun, kynningar og fleira). Nemendur eru hvattir til að tjá sig á erlenda málinu um leið og þeir geta og við hvert tækifæri sem gefst, bæði innan kennslustofunnar og utan.
 • Nemendur lesa fjölbreytta texta á markmálinu í öllum erlendum tungumálum og vinna með þá á margvíslegan hátt. Þeir fá þjálfun í að hlusta á tungumálið ásamt því að tala málið við ólíkar aðstæður.
 • Í áföngum erlendra tungumála kynnast nemendur vel menningu viðkomandi málsvæða og þess lands eða þeirra landa þar sem tungumálið er talað sem móðurmál. Þeir læra einnig að sækja um skóla og vinnu í viðkomandi landi.
 • Nemendur leita að upplýsingum á erlendum heimasíðum á mismunandi tungumálum, vinna úr þeim og tjá sig um innihaldið í ræðu og riti.
 • Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í margvíslegum erlendum samskiptum þar sem þeir kynnast menningu, venjum og siðum annarra þjóða. Þessum samskiptum er ætlað að auka víðsýni og umburðarlyndi nemenda, og þjálfa þá í menningarlæsi.
 • Í kennslu erlendra tungumála er orðaforði, lesskilningur og máltilfinning nemenda efld smám saman.
Heilbrigði:
 • Í skólastarfinu er lögð áhersla á heilbrigðan lífsstíl og það viðhorf almennt lagt til grundvallar að nemendur beri ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum.
 • Í erlendum málum og íslensku eru lesnar smásögur, skáldsögur og greinar sem fjalla um erfið málefni, svo sem ofbeldi, mismunun, einelti, vímuefnanotkun og sálarflækjur margskonar. Efnið er rætt og unnið með það í kennslustundum.
 • Í allri kennslu og samskiptum við nemendur er áhersla lögð á jákvæð samskipti milli nemenda innbyrðis, sem og nemenda og kennara. Slík samskipti stuðla að félagslegu heilbrigði.
 • Í flestum áföngum í skólanum er sjálfsöryggi nemenda styrkt, til dæmis með því að æfa tjáningu og flutning fyrirlestra og ýmiss konar verkefna.
 • Í íslensku eru lesnar bókmenntir og nytjatextar frá ólíkum tímabilum. Í þeim er t.d. tekið á mismunun, ofbeldi, einelti, kyngervi og kynhegðun. Nemendur kryfja og ræða textana, taka afstöðu og færa rök fyrir máli sínu.
 • Í íþróttum og lífsleikni er fjallað sérstaklega um andlega, félagslega og líkamlega færni og vellíðan í forvarnarskyni.
 • Í öllum áföngum íþrótta er stuðlað að góðu heilsufari með fjölbreyttu æfingaformi. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þekkingu sína og reynslu til að tileinka sér heilbrigt líferni og að verða færir um að efla á eigin spýtur heilsu sína – alla ævi.
 • Í íþróttum eru nemendur hvattir til að ala með sér jákvætt viðhorf til heilsuræktar með því að gera þeim ljóst að hver og einn getur framkvæmt hreyfingar eftir eigin getu. Þeir eru jafnframt hvattir til að auka við getu sína með endurteknum æfingum.
 • Í lífsleikni og bóklegum tímum í íþróttum er m.a. fjallað um skaðsemi reykinga, áfengis- og vímuefnaneyslu og skaðsemi steranotkunar, sérstaklega í sambandi við líkamsrækt.
 • Í íþróttum og lífsleikni er fjallað um mataræði, þar eru ræddir kostir fjölbreytts mataræðis og hvernig það getur stuðlað að heilbrigðu líferni. Nemendur eru hvattir til að skoða vel hvort rannsóknir liggi að baki því sem mælt er með hverju sinni og að meta með gagnrýnum huga það sem þeir lesa eða heyra um mataræði.
 • Í öllum áföngum íþrótta er nemendum hjálpað til að þekkja stöðu sína gagnvart jafningjum þannig að hver og einn leitist við að taka mið af eigin hreyfigetu og að vera sáttur í eigin skinni.
 • Í íþróttum er leitast við að draga úr einelti eða útilokun með því að allir taki þátt í leikjum eða keppni. Kennsluform í íþróttum er mismunandi en oft er unnið í hópum eða liðum sem stuðlar að samkennd nemenda.
 • Í lífsleikni fá nemendur kynfræðslu sem eflir meðvitund þeirra um kynheilbrigði, um mikilvægi heilbrigðs kynlífs, getnaðarvarnir og fleira.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Skólinn leggur mikla áherslu á vinnu nemenda og þar reynir á allar gerðir læsis, tjáningar og samskipta. Það reynir á samskiptahæfni nemenda í verkefnavinnu og tjáningu í rituðu máli og töluðu við ýmiss konar kynningar.
 • Í öllum áföngum íslensku er lögð áhersla á tjáningu af ýmsu tagi. Sem dæmi um tjáningarefni má nefna kynningar á bókmenntum og þáttum málsögu. Nemendur fá einnig að taka munnleg próf þar sem þeir tjá sig um bókmenntir. Bókakynningar, lestur og textagreining er efni íslenskuáfanga og margt fleira. Með lestri og textagreiningu er unnið að því að efla lesskilning nemenda í öllum áföngum íslensku.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Í öllu skólastarfinu er leitast við að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi, t.d. með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta. Á hverri önn er lögð fyrir nemendur kennslukönnun þar sem þeir segja álit sitt á áföngum sem þeir hafa setið.
 • Í erlendum tungumálum, lífsleikni, íslensku, menningarlæsi og náttúrulæsi er námsmati stundum háttað þannig að nemendur sjálfir geta haft áhrif á námsmat sitt og félaga í hópastarfi með sjálfsmati og jafningjamati. Nemendur venjast því að bera virðingu fyrir manngildum hvers og eins meðlims hópsins eins og í stærri lýðræðissamfélögum og þá þurfa þeir að virða skoðanir annarra hópmeðlima. Í skólanum er lögð áhersla á sjálfstæði nemenda þar sem hver og einn nemandi er ábyrgur fyrir eigin námi og hefur að einhverju leyti val um verkefni áfanga.
 • Í enskuáföngum eru nemendur þjálfaðir til að taka afstöðu til siðferðilegra álitamála í tengslum við bókmenntir og taka þátt í rökræðum um ýmis mál með því til dæmis að halda ræðu um ákveðin málefni. Þeir lesa einnig texta sem fjalla um mannréttindamál.
 • Í öllum áföngum íslensku eru lesin bókmenntaverk þar sem lýðræði og mannréttindi eru í brennidepli. Nemendur þurfa að færa rök fyrir máli sínu og átta sig á siðferðilegum gildum.
 • Í skólanum er upplýsingatækni mikið notuð, bæði í dagskóla og í dreifnámi við skólann. Til þess að vera virkur í lýðræðissamfélagi þarf einstaklingurinn að vera upplýsingalæs þar sem tölvur og önnur tækni eru sífellt að verða fyrirferðarmeiri þáttur í nútímasamfélagi. Nemendur eru þjálfaðir í að vera upplýsingalæsir en í dag telst slíkt læsi til ákveðinna mannréttinda.
 • Skólinn leitast við að taka á móti fjölbreyttum hópi nemenda, bæði er varðar bakgrunn og fyrri námsárangur. Skólinn hefur það að markmiði að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur og hjálpa honum að rækta hæfileika sína.