Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Framhaldskólabraut (Staðfestingarnúmer 434) 19-434-1-1 framhaldsskólapróf hæfniþrep 1
Lýsing: Námi á framhaldsskólabraut er ætlað að undirbúa nemendur undir nám á framhaldsskólastigi og efla hæfni þeirra sem þátttakenda í nútíma lýðræðissamfélagi. Námið er ætlað þeim nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með þeim árangri sem krafist er við inntöku á aðrar brautir framhaldsskólans. Námið er allt að 90 einingar og eru námslok á 1. hæfniþrepi.

Gert er ráð fyrir að stór hluti nemenda færist yfir á aðrar námsbrautir eftir um tveggja anna nám. Því er lögð áhersla á að undirbúa hvern og einn undir það nám sem viðkomandi hyggst stunda. Fyrir þá sem eru óákveðnir um náms- og starfsval er lögð áhersla á markvissa náms- og starfsráðgjöf. Nemendum sem ekki hafa uppfyllt inntökuskilyrði á aðrar námsbrautir framhaldskólans að loknu einu námsári á framhaldsskólabraut gefst kostur á að velja áfanga af öðrum námsbrautum (frjálst val) að því gefnu að skilyrði um undanfara séu uppfyllt.

Á brautinni er öflugt umsjónarkerfi þar sem nemendur fá aðhald og stuðning og áhersla er á samráð og samskipti við foreldra eða forráðamenn nemenda. Til þess að auðvelda yfirfærslu nemandans frá grunnskóla í framhaldsskóla og skapa ákjósanlegt námsumhverfi er nemendum skipt í bekki á framhaldsskólabraut.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Skilyrði fyrir inntöku á framhaldsskólabraut er að nemandi hafi lokið námi í grunnskóla. Árangur nemenda er metinn og þeim raðað í bekki í samræmi við niðurstöður matsins. Farið er yfir þau gögn sem berast, s.s. skýringar með einkunnum, umsagnir kennara og greiningargögn.
Skipulag: Nám á brautinni er 90 einingar. Samsetning námsins ræðst að nokkru af undirbúningi nemenda við upphaf náms. Gert er ráð fyrir að nemendur hefji nám á 1. hæfniþrepi í þeim greinum þar sem undirbúningi að loknum grunnskóla er ábótavant. Þeim nemendum sem hafa lokið einstökum fögum í grunnskóla með B eða betri árangri gefst kostur á að hefja nám í viðkomandi grein(um) á 2. hæfniþrepi.

Kjarni brautarinnar (43 einingar) er þannig samsettur að allir nemendur ljúka 1. hæfniþrepi í kjarnagreinunum þremur (ensku, íslensku og stærðfræði) auk áfanga í lífsleikni og líkams- og heilsurækt.

Nemendum er skipt í bekki á framhaldskólabraut 1 og 2 (FSB1 og FSB2) eftir árangri í grunnskóla og hugmyndum þeirra um nám í framtíðinni. Ræðst bundið áfangaval (10-20 einingar) af þessum tveimur þáttum.

Frjálst val er 30-40 einingar.
Námsmat Á framhaldsskólabraut er leitast við að mynda sterka tengingu milli námsmats og kennsluhátta og gera námsmat eins samofið náminu og kostur er. Lögð er áhersla á leiðsagnar- og símat sem gefur nemandanum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag hans jafnt og þétt yfir námstímann.
Starfsnám: Á ekki við.
Reglur um námsframvindu: Námi á framhaldsskólabraut lýkur með framhaldsskólaprófi. Þeir nemendur sem uppfylla viðmið brautarinnar um þekkingu, leikni og hæfni fá í hendur prófskírteini sem samanstendur af umsögn um hæfni nemandans á þeim sviðum sem nám hans tekur til og hefðbundnum einkunnum. Hugsanlegt er að í ákveðnum tilvikum verði gerðar aðrar kröfur um árangur í námsáföngum en gerðar eru almennt um námsframvindu. Er slíkt einstaklingsmat í höndum umsjónarkennara og í samráði við sviðstjóra brautarinnar.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • nota þekkingu sína og leikni á hagnýtan hátt, t.d. með því að greina orsakasambönd og samhengi hluta, með samanburði, einföldun og með því að draga ályktanir.
 • sýna ábyrgð, sjálfstraust og sjálfstæð vinnubrögð.
 • miðla þekkingu sinni og leikni á hagnýtan máta og sýna þannig frumkvæði og hæfni til að tjá hugmyndir og skoðanir.
 • tjá sig á einfaldan hátt á erlendum tungumálum.
 • gera sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt.
 • eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti og samstarf við annað fólk.
 • bera virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti.
 • bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi.
 • taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar, líkamlegrar og andlegrar.
 • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

90  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni framhaldskólabrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Kjörsvið FSB1 - listnám - grafísk hönnun
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjörsvið FSB1- listnám - kvikmyndagerð
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjörsvið FSB1 - listnám - leiklist
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjörsvið FSB1 - bóknám
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjörsvið FSB1 - verknám
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjörsvið FSB2 – bóknám
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjörsvið FSB2 – listnám
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjörsvið FSB2 – verknám
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 8

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja 30 til 40 einingar í frjálsu vali.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti um tölur og upplýsingar í stærðfræðiáföngum. Sjá viðkomandi áfangalýsingu.
Námshæfni:
 • Unnið er með námshæfni í öllum námsáföngum brautarinnar. Námshæfni felur m.a. í sér að nemandi þekki eigin styrkleika og geti sett sér raunhæf markmið, geti deilt þekkingu sinni með öðrum, notað fjölbreyttar námsaðferðir og gögn og sé sjálfstæður í vinnubrögðum. Enn fremur er mikilvægt að nemandi geti lagt mat á eigið vinnuframlag, tekist á við áskoranir í námi, skipulagt vinnutíma sinn og forgangsraðað viðfangsefnum, geti borið ábyrgð á eigin námi og nýtt fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar eru grunnstef á brautinni. Með því að gefa nemendum tækifæri að vinna á skapandi hátt að verkefnum sem tengjast námsefninu er leitast við að efla þessa hæfniþætti. Nemendur eru hvattir til að leita frumlegra leiða til lausnar þeirra verkefna sem þeir glíma við hverju sinni. Færni í skapandi hugsun öðlast nemendur víða í námi sínu, m.a. í lífsleikni, tungumálum og stærðfræði. Hagnýta þekkingu öðlast nemendur í öllum áföngum.
Jafnrétti:
 • Námi á framhaldsskólabraut er ætlað að auka borgaravitund nemenda. Skilningur á jafnrétti í fjölbreyttu samhengi er þar lykilatriði. Fjallað er um tengd hugtök, s.s. kynhneigð, kynheilbrigði, staðalmyndir og kyngervi. Leitast er við að efla skilning nemenda á því hvernig t.d. aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni getur skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks. Einnig er fjallað um áhrif fyrirmynda og staðalmynda á ímynd og lífsstíl. Lífsleikni er lykilgrein í þessu sambandi en leitast er við að fjalla um og ástunda jafnrétti í öllu skólastarfinu.
Menntun til sjálfbærni:
 • Unnið er með menntun til sjálfbærni í samhengi við viðfangsefni nemenda hverju sinni. Lögð er áhersla á að nemendur séu meðvitaðir um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og geti tekið afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra, þekki, skilji og virði umhverfi sitt og náttúru, skilji hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir og hvernig vitund um vistspor einstaklinga og samfélaga getur stuðlað að sjálfbærri þróun. Unnið er með menntun til sjálfbærni í öllum námsáföngum.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Unnið er með læsi, tjáningu og samskipti á erlendum tungumálum í ensku- og dönskuáföngum. Sjá viðkomandi áfangalýsingar.
Heilbrigði:
 • Unnið er með heilbrigði á fjölbreyttan hátt á framhaldsskólabraut. Nemendur hljóta þjálfun í íþróttum og markvissa fræðslu um heilbrigðan lífsstíl. Áfangarnir lífsleikni, líkamsrækt og lýðheilsa gegna þar lykilhlutverki og veita nemendum þekkingu, leikni og hæfni á sviði heilbrigðis.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Læsi, tjáning og samskipti á íslensku eru í öndvegi á brautinni. Unnið er með tungumálið í öllum námsáföngum og í öllu skólastarfinu. Sjá m.a. áfangalýsingar í íslensku.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Á brautinni eru lýðræði og mannréttindi tengd við fjölmarga námsþætti. Nemendur eru vaktir til vitundar um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra og að virða mannréttindi og manngildi. Nemendur taka þátt í rökræðum og hljóta þjálfun í að setja fram eigin skoðanir og taka gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála. Nemendur leita skilnings á grundvallarreglum samfélagsins og mikilvægi jákvæðrar og uppbyggilegrar félags- og samskiptahæfni. Lífleikni gegnir mikilvægu hlutverki við þjálfun borgaravitundar nemenda en í öllum námsáföngum reynir á samvinnu og samskipti.