Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Matsveinn (Staðfestingarnúmer 372) 18-372-2-5 matsveinn hæfniþrep 2
Lýsing: Matsveinanám undirbýr nemendur undir störf í mötuneytum, á fiski- og flutningaskipum og minni ferðaþjónustufyrirtækjum. Matsveinar semja matseðla fyrir alla almenna matreiðslu og heimilismat í mötuneytum með fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi. Þeir annast innkaup og móttöku á öllu hráefni. Þeir undirbúa hráefni til matargerðar og meðhöndlunar, afgreiða fæði úr eldhúsi og sjá um frágang á vinnusvæðis í samræmi við kröfur innra eftirlits. Matsveinar hafa einnig hæfni til að útbúa fínni kvöldverðarétti, leggja á borð, framreiða mat og annast þjónustu.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B eða hærra í kjarnagreinum. Eldri nemendum sem sækja í matsveinanám stendur til boða mat á fyrri starfsreynslu með raunfærnimati að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um starfsreynslu og aldur. Raunfærnimatið getur eftir atvikum stytt kröfur um 34 vikna vinnustaðanám.
Skipulag: Matsveinanám er bóklegt og verklegt nám sem lýkur með fagprófi matsveins á 2. hæfniþrepi. Matsveinanám er skipulagt sem tvær annir í skóla. Nemendur þurfa að auki að ljúka 34 vikna starfsnámi í mötuneyti, á veitingahúsi eða á öðrum viðurkenndum starfsnámsstað.
Námsmat Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um námið og hvernig markmiðum þess verður náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á símat með leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmati með vel útfærðum matsatriðalistum. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.
Starfsnám: Nemendur sem ekki hafa lokið tilskilinni starfsþjálfun taka vinnustaðanám og starfsþjálfun á viðurkenndum starfsnámsstað.
Reglur um námsframvindu: Nemendur í matsveinanámi verða að ná hæfniviðmiðum í hverjum áfanga með einkunnina 5,0 að lágmarki.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • vinna sjálfstætt við matreiðslu og afgreiðslu í minni mötuneytum-, ferðaþjónustufyrirtækjum og á fiski- og flutningaskipum
  • útskýra vinnuferla og aðferðafræði í almennri matreiðslu og matreiðslu á heimilismat
  • reikna út hollustu- og næringargildi helstu rétta og aðlaga matarskammta að neysluþörfum markhópa og einstaklinga
  • nýta almenna og sértæka þekkingu til að matreiða hollan mat sem svarar mismunandi þörfum einstaklinga
  • gera pöntunar- og verkefnalista, forgangsraða verkefnum og undirbúa vinnusvæði
  • rökstyðja val sitt á hráefni og aðferðum með skírskotun til íslenskra matreiðsluaðferða og hefða
  • vinna samkvæmt gæðastöðlum um innra eftirlit HACCP í eldhúsum hvað varðar viðmiðunarmörk um hitastig, hreinlæti og vinnureglur um rekjanleika vöru, þjónustu og afgreiðslu á vörum
  • vinna samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum er lúta að öryggi og aðbúnaði á vinnustöðum
  • vinna við þrif og sótthreinsun á vinnuflötum, tækjum, og áhöldum og hafa eftirlit með slíkum þrifum í samræmi við gildandi staðla og reglur um hreinlæti og meðferð spilliefna
  • taka ábyrga afstöðu til sjálfbærni í nýtingu afurða í matreiðslu
  • tjá og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður við val á aðferðum við meðferð hráefnis
  • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti, næringu, eigin líðan og annarra
  • nemendur læra að túlka upplýsingar og setja þær fram
  • nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit, að vera gagnrýnir á heimildir
  • nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig í ræðu og riti
  • nemendur læra að vera gagnrýnir á tölulegar upplýsingar um hollustu og heibrigði fæðutegunda og geti stutt niðurstöður sínar með rökum
  • nemendur kynnast ýmsum menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög með tilliti til matar og menningar
  • nemendur gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegra samskipta og hvernig þau eru háð umhverfi og aðstæðum, jafnt á vinnustað sem í samfélagi
  • nemendur leggja áherslu á eflingu orðaforða síns og íslenska hugtakanotkun í matvælagreinum
Námshæfni:
  • nemendur vinna með styrkleika sína til þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
  • nemendur læra að setja sér raunhæf markmið og meta hvort þau hafi náðst
  • nemendur eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni
  • nemendur eru gerðir meðvitaðir um hæfniviðmið námsins, kennsluaðferðir og námsmat
  • nemendur taka ábyrgð á eigin námi
  • nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
  • nemendur læra að færa rök fyrir máli sínu á gagnrýninn hátt
  • nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeina um hvað betur megi fara
  • nemendur nýta umsagnir kennara til þess að bæta verkefnin sín
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi, ígrunda og efla gagnrýna hugsun
  • nemendur eru hvattir til að nýta sköpunarkraft sinn í þeim verkefnum sem þeir fást við
  • nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sinni
  • nemendur leita ólíkra leiða við lausn verkefna
  • nemendur sýni sjálfstæð vinnubrögð við úrvinnslu verkefna
Jafnrétti:
  • nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um sérþarfir einstaklinga og hópa og rétt þeirra til sérþjónustu
  • nemendur vinna með mismunandi matseðla frá ólíkum menningarheimum og fyrir hópa með sérþarfir
  • nemendur vinni að fjölbreyttum verkefnum með fjölbreyttu námsmati sem hentar fjölmenningarlegu umhverfi
Menntun til sjálfbærni:
  • nemendur séu færir um að taka upplýsta afstöðu til umhverfis, náttúru, samfélags, menningar og efnahagskerfis.
  • nemendur fái þjálfun í að taka ábyrga afstöðu við val á hráefni til matargerðar
  • nemendur fái þjálfun í sjálfbærri hugsun með því að nýta vel þau aðföng sem til þarf
  • nemendur fái þjálfun í að ígrunda vel innihald og uppruna hráefnis
  • nemendur fái þjálfun í að flokka úrgang og nýta afganga sem best
  • nemendur fái þjálfun í að taka ábyrga afstöðu til nýtingar orku og auðlinda
  • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd
  • nemendur skoða hvernig má bæta samfélagið með það að leiðarljósi að skila náttúru og auðlindum í sama eða betra horfi til komandi kynslóða
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
  • nemendur geri sér grein fyrir hvernig mögulegt er að auka lífsgæði með heilbrigðu líferni
  • nemendur byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd með því að gera sér grein fyrir sterkum hliðum sínum og hæfileikum
  • nemendur verði meðvitaðir um tengsl hollrar fæðu og heilbrigðis
  • nemendur geri sér grein fyrir tengslum persónulegs hreinlætis og eigin heilbrigðis
  • nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi öryggisvarna á vinnustað
  • nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þekkingar á óþols- og ónæmisvöldum
  • nemendur geri sér grein fyrir fæðutengdum ráðleggingum Embættis Landlæknis um mataræði og næringarefni
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • nemendur fá þjálfun í læsi, tjáningu og samskiptum í áföngum námsins
  • nemendur þjálfast í samskiptum og samskiptahæfni í verklegu námi
  • nemendur þjálfast í tjáningu bæði í rituðu og töluðu máli við kynningu á verkefnum
  • nemendur þjálfast í að svarað spurningum á málefnalegan hátt og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í verkefnaflutningi
Lýðræði og mannréttindi:
  • nemendur fá val um fjölbreytt verkefni og námsmat
  • nemendur fá val um framsetningu verkefna
  • nemendur öðlast hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópvinnu í fjölbreyttum nemendahópi
  • nemendur taka þátt fjölbreyttu námsmati, s.s. sjálfsmati og jafningjamati
  • nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi s.s. með því að hlustað er á skoðanir nemenda varðandi útfærslu náms og námsmats