Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Titil vantar 24-558-3-9 | lyfjatæknir | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Lyfjatækni er 200 eininga nám með námslok á 3.hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum lyfjatæknabrautar. Nám í sérgreinum lyfjatæknabrautar er bóklegt nám í skóla og starfsnám er í apótekum eða lyfjafyrirtækjum. Tilgangur lyfjatæknináms er að búa nemendur undir fjölbreytt störf lyfjatækna. Námslengd er sex annir miðað við fullt nám og miðar námið að því að þjálfa nemendur til þess að standast kröfur heilbrigðisþjónustunnar hverju sinni. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa færni í að takast á við raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Enn fremur er lögð áhersla á að nemendur kynnist notagildi upplýsinga- og samskiptatækni og læri að beita henni í námi sínu. Lyfjatæknir er lögverndað starfsheiti. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Skilyrði til innritunar í nám á lyfjatæknabraut er að nemandi hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í kjarnagreinum þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í viðkomandi grein. |
Skipulag: | Meðalnámstími á lyfjatæknabraut er um þrjú ár, samtals 200 einingar og skiptist í almennar greinar (35 einingar), heilbrigðis- og raungreinar (52 einingar) og sérgreinar brautarinnar (113 einingar). Hluti sérgreina er fjórtán vikna ólaunað vinnustaðanám í apóteki eða lyfjafyrirtæki (24 einingar). |
Námsmat | Með námsmati er kannað að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér þau markmið sem sett eru í viðkomandi áföngum. Námsmat skal vera fjölbreytt og æskilegt er að í námsmati felist leiðsögn til nemenda um hvernig þeir geti með árangursríkum hætti hagað námi sínu. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats í hverjum áfanga. |
Starfsnám: | Vinnustaðanám er skipulagt sem fjórtán vikna nám í apóteki að loknu sérnámi í skóla undir leiðsögn lyfjafræðings eða lyfjatæknis. Tilgangur vinnustaðanáms er að gera nemendur færa um að axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í starfi. Vinnustaðanám er skipulagt út frá lokamarkmiðum náms. Hverjum nemanda fylgir ferilbók þar sem gerð er grein fyrir þjálfun hans í vinnustaðanámi, verkefnum er lýst og mat lagt á verktækni, starfshæfni og framvindu náms. Við upphaf vinnustaðanáms setur nemandi sér markmið með náminu sem verður leiðarljós í samskiptum hans við leiðbeinanda. Nemandi og leiðbeinandi bera ábyrgð á skráningu ferilbókar sem er hluti af námsmati. Apótek/lyfjafyrirtæki sem gerir samning um vinnustaðanám nemanda skuldbindur sig til að fylgja þeim markmiðum sem tilgreind eru fyrir nám lyfjatækna. Kennslustjóri lyfjatæknabrautar skipuleggur og heldur utan um vinnustaðanám nemanda og metur í samvinnu við leiðbeinanda hvort hann hafi staðist námið. |
Reglur um námsframvindu: | Nemendur þurfa að hafa lokið undanförum til þess að halda áfram námi í hverri grein þar sem það á við. Miðað er við að lyfjatækninám taki að jafnaði sex annir. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft