Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Tónlistarbraut-klassísk (Staðfestingarnúmer 222) 16-222-3-7 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Með námi á tónlistarbraut til stúdentsprófs er lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar og er brautin áhugaverður valkostur fyrir nemendur sem stefna að því að hafa tónlist að atvinnu. Þar eiga nemendur þess kost að ljúka stúdentsprófi með tónlist sem aðalnámsgrein. Nemendur velja sér aðalnámsgrein sem getur verið hljóðfæraleikur, söngur, tónsmíðar eða fræðigreinar tónlistar. Brautakjarni tónlistargreina miðast við þær greinar sem þarf að ljúka til að útskrifast með fullgilt framhaldspróf í klassískri tónlist samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskólanna.Nemendur geta valið á milli þess að sérhæfa sig í klassískri eða rytmískri tónlist en valeiningar á brautinni gefa nemendum möguleika á að móta námið að eigin þörfum og áhugasviðum og sækja valnámsskeið á ólíkum sviðum tónlistar. Þannig geta nemendur undirbúið sig fyrir ýmiss konar framhaldsnám á sviði tónlistar. Almennar bóknámsgreinar aðrar en þær sem snúa að tónlist eru kenndar við Menntaskólann í Hamrahlíð, en jafnframt er nemendum gefinn kostur á að fá almennar bóknámsgreinar metnar úr öðrum framhaldsskólum. Lögð er sérstök áhersla á samleik og samvinnu nemenda og þar fá þeir þjálfun í hljómsveitarleik og fjölbreyttu samspili í stærri og minni hópum. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur fái haldgóða kennslu í bóklegum greinum tónlistar. Náminu er ætlað að veita góðan undirbúning fyrir háskólanám í tónlist og störf tónlistarmanna.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði fyrir nám við brautina er að umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og miðprófi í tónlist með fullnægjandi árangri. Nemandi þarf að hafa lokið grunnskóla með B eða hærra í kjarnagreinum (eða áfanga á fyrsta hæfniþrepi) til þess að geta hafið nám á öðru hæfniþrepi. Jafnframt fer fram inntökupróf þar sem lagt er mat á hæfni umsækjanda í hljóðfæraleik og fræðigreinum út frá faglegum forsendum.
Skipulag: Námið er skipulagt sem þriggja til fjögurra ára nám til stúdentsprófs með tónlist sem aðalnámsgrein. Nám á brautinni er að lágmarki 200 einingar, þar sem nemendur tileinka sér hæfni á þriðja þrepi. Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 200 einingum á þremur árum. Á brautinni er megináhersla á klassíska tónlist en nemendur geta einnig sótt námskeið á ólíkum tónlistarsviðum. Valnámskeið á brautinni gefa nemendum færi á að aðlaga námið að sínum þörfum og áhugasviðum, til að mynda að búa sig undir ýmiss konar framhaldsnám á sviði tónlistar. Nemendur velja sér aðalnámsgrein, svo sem hljóðfæraleik, söng eða bóklegar greinar á sviði tónlistar.
Námsmat Lögð er áhersla á að beita fjölbreyttum aðferðum við námsmat og að meta vinnu nemenda jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat getur verið fólgið í símati eða lokaprófi eða hvoru tveggja. Við námsmat skal tekið mið af þekkingar-, hæfni- og leikniviðmiðum. Kveðið er á um námsmat hvers áfanga fyrir sig í áfangalýsingum. Nemendur taka hljóðfæra-/söngpróf á haust- og vorönn og fá einkunn fyrir iðni og umsögn kennara á hverri önn.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar og miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33 einingum á önn og taki því að meðaltali 66 einingar á ári. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Lágmarkseinkunn áfanga er 5 en í einstaka áföngum er heimilt að gera kröfu um hærri lágmarkseinkunn til þess að geta tekið framhaldsáfanga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • Takast á við háskólanám á sviði tónlistar.
 • Eiga góða möguleika á að standast inntökupróf við tónlistarháskóla hér heima og erlendis.
 • Halda opinbera tónleika.
 • Koma fram á tónleikum bæði í hljómsveit og í einleikshlutverki.
 • Nýta sér menntun sína og þekkingu á fræðigreinum tónlistar.
 • Miðla tónlist á sjálfstæðan og skapandi hátt.
 • Sýna frumkvæði og persónulega túlkun við tónlistarflutning.
 • Fjalla um tónlist á ábyrgan, gagnrýnan og skapandi hátt.
 • Vera ábyrgur og virkur einstaklingur í lýðræðissamfélagi.
 • Taka þátt í menningarlífi hér heima og erlendis og gera sér grein fyrir samfélagslegu hlutverki listamannsins.
 • Greina eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Hljóðfæri
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Söngur
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Ítalska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 4

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur taka að lágmarki 35 valeiningar úr öðrum áföngum skólans, nemendur geta valið áfanga bæði í rytmískri og klassískri tónlist. Í áfangalýsingum er tekið fram hvaða undanfara nemendur þurfa að hafa lokið til að velja áfangana.Í frjálsu vali þurfa nemendur að gæta að reglum í aðalnámskrá um hlutfall náms á hæfniþrep og fá aðstoð námsráðgjafa og skrifstofu við það.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti um tölur og upplýsingar með því að fá grunnkennslu í stærðfræði, en jafnfram fá nemendur hagnýta kennslu í ýmsu sem kemur að störfum innan tónlistariðnaðarins í áfanganaum "listin og lifibrauðið". Þar er nemendum meðal annars kennt að gera umsóknir sem innihalda fjárhagsáætlun og ýmsa aðra hluti sem koma að því að vera sjálfstætt starfandi tónlistarmaður
Námshæfni:
 • Á námsbrautinni er unnið með námshæfni með því að þjálfa markvisst ólíka þætti í tónlistarnámi. Að nemendur vinni að því að öðlast bæði vald á sínu hljóðfæri undir handleiðslu fyrsta flokks tónlistarmanna og fái yfirsýn yfir ólíkar fræðigreinar tónlistar. Lögð er áhersla á að nemendur geti nýtt sér menntun sína og þekkingu til tónlistarflutnings og sjálfstæðrar listsköpunar.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Sköpun er einn af lykilþáttum skólastarfsins og nemendur þjálfaðir í að túlka verk á persónulegan og sjálfstæðan hátt. Í skólanum er reynt er að skapa umhverfi þar sem nemendur fá þá þjálfun sem nauðsynleg er til að þeir geti þroskast sem sjálfstæðir listamenn. Þar er bæði átt við frumsköpun og þroska til að túlka verk annarra af innsæi og þekkingu. Lögð er áhersla á að nemendur fái þann þekkingargrunn og handverkskunnáttu sem nauðsynleg eru til þess að geta túlkað tónlist á áræðinn og persónulegan hátt. Smám saman nái nemendur að styrkjast í sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum og fái svigrúm til stærri sjálfstæðra verkefna þar sem þeir geta farið eigin leiðir í listsköpun sinni.
Jafnrétti:
 • Skólinn starfar eftir jafnréttisáætlun og setur sér stefnu um hvernig henni skuli framfylgt.
 • Jafnrétti endurspeglast í starfsemi skólans, viðhorfum, samskiptum og skólabrag.
 • Nemendur fá fræðslu um jafnréttismál og eru hvattir til þess að vinna gegn hvers konar fordómum og misrétti sem þeir koma auga á.
 • Í skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfsvirðingu og sjálfstæði beggja kynja og á að nemendur beri virðingu fyrir trúarbrögðum, kynþætti, kynhneigð og skoðunum annarra.
 • Markmið er er að nemendur öðlist skilning, temji sér umburðarlyndi og geti tekið virkan og ábyrgan þátt í fjölmenningarlegu samfélagi.
 • Í náminu eru kynntar ýmsar stefnur úr tónlistarsögunni og lögð er áhersla á að fjalla um tónlist úr ólíkum menningarheimum.
 • Í tónlistarsögu og tónbókmenntum læra nemendur að greina áhrif ýmissa þátta á líf tónskálda og tónlistarmanna, líkt og stéttar, trúarbragða, þjóðernis, kynhneigðar, búsetu og litarháttar.
 • Í skólanum er gerð sú krafa að nemendur sýni hver öðrum virðingu á sama hátt og kennarar koma fram við nemendur af virðingu.
Menntun til sjálfbærni:
 • Í skólanum er lögð áhersla á að viðhalda og efla menningarlega fjölbreytni.
 • Markmiðið er að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt, kenna þeim að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt.
 • Fjallað er um sameiginlega ábyrgð mannkyns á umhverfi sínu og sjálfbæra þróun.
 • Skapandi greinar eru kynntar og jákvæð áhrif þeirra á samfélagið í efnahagslegum og menningarlegum skilningi, meðal annars hvernig listgreinar geta skapað hagvöxt án þess að gengið sé á lífsgæði komandi kynslóða.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á erlendum tungumálum með því að leggja ríka áherslu á að nemendur séu læsir á fræðilega texta um tónlist á ensku og fái þjálfun í þriðja tungumáli. Í tungumálakennslu er lögð sérstök áhersla á að nemendur fái innsýn í ólíka menningarheima og öðlist aukið menningarlæsi. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér tungutak tónlistar og undirgreina hennar.
Heilbrigði:
 • Í tónlistarnámi er lykilatriði að nemendur læri rétta líkamsbeitingu og séu vel á sig komnir líkamlega og andlega.
 • Skólinn mun bjóða nemendum upp á fjölbreytta hreyfingu og heilsueflingu allan námstímann.
 • Nemendur eru hvattir til heilbrigðra lífshátta og lögð áhersla á að byggja upp jákvæða sjálfsímynd.
 • Nemendur hafa aðgang að námsráðgjöf allan námstímann.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á íslensku með því að leggja ríka áherslu á samspil og samvinnu nemenda þar sem reynir á samskiptahæfni og tjáningu. Þar er bæði átt við það að koma fram og flytja tónlist en jafnframt að tjá sig á skýran og skilmerkilegan hátt í ræðu og riti. Nemendur þurfa að geta svarað spurningum málefnalega og flutt mál sitt skipulega. Í bóklegum greinum tónlistar er lögð áhersla á að nemendur rökstyðji skoðanir sínar og fái þjálfun í að ræða um tónlist á breiðum grundvelli. Í öllum áföngum er lögð áhersla á að nemendur öðlist aukið læsi í tónlist og geti rætt um verk sín og annarra af þekkingu og umburðarlyndi. Samræða, greining og skilningur á undirliggjandi samhengi eru þjálfuð með markvissum hætti.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Í skólanum er lögð áhersla á að styrkja nemendur í því að taka virkan og ábyrgan þátt í lýðræðissamfélagi.
 • Nemendur eru hvattir til að sýna mismunandi skoðunum, lífsgildum og trúarbrögðum virðingu og umburðarlyndi.
 • Leitast er við að auka þekkingu þeirra á samfélaginu og félagslegu umhverfi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindum.
 • Í tungumálanámi er lögð áhersla á hópvinnu sem eykur samábyrgð nemenda.
 • Unnið að því að þjálfa gagnrýna hugsun á markvissan hátt og nemendur hvattir til þess að taka þátt í þjóðfélagsumræðu og láta sig samfélagsmál varða.
 • Nemendur eru þjálfaðir til að öðlast skilning á verkum annarra og tjá sig um þau af umburðarlyndi og þekkingu.
 • Nemendur eru hvattir til að sýna samfélagslega ábyrgð og að þróa með sér skilning á hlutverki og áhrifum tónlistar í samfélaginu.
 • Í náminu er jafnframt fjallað um höfundarrétt, sæmdarrétt og lög og reglugerðir sem gilda um tónlist. Jafnframt er miðað að því að þjálfa nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum.